Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 13
Elín Þðra Stefánsdóttir, Silfur- götu 3, Isafirði, óskar eftir penna- vinum bæði stelpum og strákum á aldrinum 10—12 ára. Margrét Guðrún Elíasdóttir, Holti, Súðavík N-ísf, óskar eftir bréfasambandi við stráka á aldrin- um 11—15 ára. Agnes Númadðttir, Háarift 11, Hellissandi, óskar eftir bréfaskipt- um við stráka á aldrinum 16 til 18 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Ég heiti Konrad Citovicki og á heima Bulganska 116 INN 360— 381 Poznan, Poland. Ég er 17 ára. Áhugamál mitt er að skrifast á við fólk frá ólíkum löndum. Ég safna frímerkjum og hef einnig áhuga á músík, lestri og kvikmyndum. Ég skrifa ensku, pólsku og rússnesku. Guðrún Jðnsdóttir, Urðarvegi 6, Isafirði, Edda Pétursdóttir, Eyrar- götu 8, Isafirði og Helena Rúriks- dðttir Aðalstrœti 33, Isafirði, óska eftir pennavinum á aldrinum 15 til 16 ára. Ingunn Tryggvadóttir, Vöglum, Hrafnagilshreppi, Eyjafirði vill skrifast á við krakka á aldrinum 16-18 ára. Hún hefur á huga á búskap. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hsegt er. TIL HVERS ER VERIÐ AÐ FRAM- LEIÐA SlGARETTUR.... Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég vona að þetta bréf lendi ekki í klóm ruslakörfunnar eins og svo mörg önnur. Ég skrifa þér til þess að lcita ráða og ég vona að þú getir ráðlagt mér eitthvað. Ég reyki, og það er vandamálið. Ég reyki, en ég reyki í laumi. Foreldrar mínir vita ekki að ég geri það og ég vil ekki að þeir viti það. Ég get ekki hsett að reykja, ég hef reynt það,en árangurslaust Og ég veit um marga unglinga, sem eru svona. Hvað get ég gert til að hsetta? Mig langar til þess, en það er bara hseg- ara sagt en gert. Nú bið ég þig, kseri Póstur, að ráðleggja mér eitthvað sem kann að hjálpa. Svo er það ein spurning enn, sem ekki er beint auðvelt að svara. Hún hljóðar svona: Til hvers er verið að framleiða sígarettur, þegar framleiðendurnir vita vel að -sígar- etturnar geta drepið fleiri þúsundir manna í heiminum. Og svo þetta vanalega: Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Bella Sennilega vœri skynsamlegast að pú skrifaðir Krabbameinsfélaginu í Reykjavík og æsktir þess að þér yrðu sendir bæklingar um þetta efni. Einnig mun sú leið fær að fara í næstu verslun eða apótek og biðja um efni, sem ætlað er fyrir fólk, sem vill hætta að reykja (unnið úr höfrum). Værir þú búsett í Reykjavík gætir þú sótt næsta námskeið, sem haldið værií þessum tilgangi. Oti á landi er víst fremur fátítt. að um slíkt sé að ræða. Sértu nægilega staðföst sjálf ættir þú jafnvel að geta þetta án nokk- urrar hjálpar. Sígarettur eru aðeins framleiddar með gróðasjónarmið t huga og Pósturinn er smeykur um að flestum framleiðendum tðbaks standi hjartanlega á sama um heilsutjón viðskiptavinanna. Skriftin er nokkuð áferðarfalleg og ber vott um hreinskilni. Meðal annarra orða, __afhverju segir þú ekki foreldrum þínum frá vandamálinu og biður þau um aðstoð við að hætta? Biður þau að veita þér einhver ákveðin verðlaun, ef þetta tekst. Oft er það áhrifa- ríkara en allt annað, ef keþpt er að ákveðinni umbun. SAPAFRONT + ál-forma-kerfið (profilsystem) er hentugt bygg- ingarefni fyrir islenzkar aðstæður. Einangraðir álformar í útveggi, glugga og útihurðir. Oeinangraðir álformar innanhúss. Útlitið er eins á báðum gerðunum. í sérstökum leiðbeiningabæklingi eru upplýsingar um burðarþol, varmaleiðni og hljóðeinangrun álformanna, ennfremur vinnuteikningar, sem léttir arkitektinum störfin. Bygginarefni framtíðarinnar er SAPAFRONT + Gluggasmiðj an Gissur Simonarson Siðumúla 20 Reykjavik — Simi 38220 ÁU ORMA - IIAADRH) SAPA — handriðið er hægt að fá I mörgum mismunandi útfærslum, s.s. grindverk fyrir útisvæði, íþróttamannvirki o.fl. Ennfremur sem handrið fyrir veggsvalir, ganga og stiga. Handriðið er úr álformum, þeir eru rafhúðaðir í ýmsum litum, lagerlitir eru: Natur og KALCOLOR amber. Stólparnir eru gerðir fyrir 40 kp/m og 80 kp/m. Með sérstökum festingum er hægt að nota yfirstykkið sem handlista á veggi. SAPA — handriðið þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er þv! enginn eftir að handriðinu hefur verið komið fyrir. Gluggasmiðj an Gissur Simonarson Siðumúla 20 Reykjavik — Simi 38220 7. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.