Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 29
RIANNE Hvítt lcrcftsver hafði verið sett utan um sængina. En Marianne hafði ckki í hyggju að ganga til hvllu. Hún byrjaði á því að kasta eldiviði á glæðurnar og eldurinn lifnaði skjótt við. Hann lýsti upp herberg- ið og bægði frá drungalegum skuggunum. Að þvl búnu gekk hún að glugganum og dró frá snjáð gluggatjöldin. Henni til hrellingar sá hún að glugginn var vandlegajokaður og meira að segja hengilás fyrir honum. Morvan ætlaði greinilcga ekki að tefla I tvlsýnu. Hún fylltist vonleysi. Nú myndi hún ekki gcta náð fundi Jeans og óheillavænlegur morgun- dagurinn beið þeirra beggja. Hvernig átti hún að komast út? Morvan hafði áreiðanlega lokað dyr- unum og raunar fannst henni eins og hún hefði heyrt lykli snúið núna rétt áðan. J BENZONI Þrátt fyrir bölsýnina gekk hún þó yfir að dyrunum og lyfti lokunni, en sleppti henni strax aftur. Ein- hvcr fyrir utan var að snúa lykl- inum. Marianne hörfaði hljóð- laust aftur á bak og á sama andar- taki opnuðust dyrnar. Fölt andlit skraddarans birtist I gættinni. Hann brá fingri upp að vörum sér eins og til þess að róa Marianne. ,,Uss! Má ég koma inn rétt sem snöggvast?” Hún gaf honum merki um að það væri I lagi og veitti því athygii, að þcssi litli, sérkennilegi maður talaði ágæta frönsku. Hann haltr- aði yfir að viðarvcggnum þar sem innbyggða rúmið var og opnaði skáphurð. Er hann hafði fullvissað sig um að enginn væri þar, snéri hann sér að Marianne, sem horfði furðu lostin á hann. ,,Hægra megin við hlöðudyrn- ar,” hvíslaði hann, ,,munuð þér finna glufu á veggnum. Þar er lykillinn geymdur.” ,,Þakka yður fyrir,” sagði Mari- anne, ,,en hvernig á ég að komast út úr herberginu? Jafnvel glugg- inn er harðlokaður.” ,Já, yðar, en ekki hinir og alls ekki sá, sem er I vinnuhcrberginu mínu. Hann er að vísu lítill, cn þér eruð ekki fyrirferðarmikil og hlaðan er þar beint á móti.” Það var stutt þögn og Marianne horfði á þcnnan litla kroppinbak full undrunar. Augu hans leiftruðu eins og tvær litlar stjörnur og hann virtist vera heldur betur I essinu sínu. ,,Hvers vegna gerið þér þetta fyrir mig?” spurði hún. ,,Þér vitið að ég ætla að flýja og böndin munu berast að yður.” ,,Alls ekki. Hann mun halda að madame Afbrýðissöm hafi hleypt yður út. Hver færi llka að gruna ómerkilegan skraddara um slíkt? Og hvers vegna ég geri þetta...ja, við skulum scgja að ég hafi gaman að þvl að blekkja fólk, sem er einum of sjálfumglatt, eða að ég hafi mínar pcrsónulegar ástæður fyrir því að hata Morvan lávarð. En flýtið yður nú... ” ,,Mig langar að þakka yður aftur fyrir hjálpina.” ,,Það er einum of snemmt. Ég er ekki viss um að þér komist undan, þ.c.a.s. ekki nema þér farið e i n. ” , ,Hvað eigið þér við?” ,,Það kemur á daginn. En hvað sem öðru llður, þá mun ég koma aftur fyrir dögun og læsa þessum dyrum, hvort sem þér verðið komn- ar aftur eða ekki. En ég ráðlegg yður að skilja þetta Ijósa sjal eftir. Það er of áberandi, jafnvel þótt komið sé myrkur.” Marianne tók af sér sjalið og gekk yfir að einu rúmstæðinu, þreif þar brúnt teppi og vafði því utan um sig. Hún skalf bæði af gcðshrær- ingu og vegna kuldans. Svo snéri hún sér aftur að Perinnaic. ..Hvernig get ég endurgoldið yður það scm þér hafið gert fyrir mig?” ..Auðveldlcga!” I staðinn fyrir brosið á ásjónu hans var nú kominn grimmdarsvipur. ,,Sjáið til þess að Morvan vcrði gerður höfðinu styttri og þá hafið þér bætt mér það upp þúsundfalt!” Marianne reyndi að halda aftur af skjálftanum sem fór um hana er hún sá taumlaust hatrið I andliti þessa kroppinbaks. ,.Ekki vcit ég hvcrnig ég get komið þvl I kring. Ég veit ekki einu sinni hvernig hann lltur út.” ,,Ekki ég heldur. En hann er mjög oft að heiman og ég veit að þá fer hann til Parísar. Þar hlýtur hann að taka ofan grímuna. Reynið að komast eftir þvl hver hann er og cf vður tekst það, þá að koma hon- um undir fallöxina, sem hann hefvr skotið sér undan alltof lengi. Á þann hátt munuð þér koma fram hcfndum fyrir ótal vansælar sálir! En farið nú. Ég hef þegar sagt of mikið og orð geta dregið dilk á cftir sér.” M.arianne flýtti sér út úr herberg- inu.' Perinnaic hafði fengið henni mjótt kerti svo hún sæi betur til, en hún þekkti vel leiðina að stóra eldhúsinu og brátt var hún komin þangað. Þar logaði cnn I eldstæð- inu og birtan var það mikil, að Mariannc slökkti á kertinu og skildi það eftir á arinhillunni. Hún fór inn I litla hcrbergið, skreið þar upp á mjótt borð og bjóst til að opna gluggann. Vonandi hrikti ekki I honum. Hcnni til mikils léttis var auðvelt að opna hann og ekkert hljóð hcyrðist. Marianne hallaði sér út um hann. Það var hvasst úti og nóttin var dimm, en augu hennar vönd- sut fljótt myrkrinu. Við henni blasti stórt hús, scm hlaut að vera hlaðan. Tcppið Iþyngdi hcnni og hún fleygði því út. Þvl næst smcvgði hún sér I gcgnum glugga- boruna. Það var rétt með herkjum aðhenni tókst það og hún hruflaði olivetti EDITOR rafritvélar O VERÐLÆKKUN Til á lager - Grelóskikjör < 5 MISMUNANDI LETURGERÐIR EDITOR 3 rnlmoe' ^ Verófro kr. 98.740 EDITOR4 EDITOR 4c H|á Olivotti á Islandi vinna skrifvélavirkjar - þjálfaáir hjá Olivettl erlendis. Viá erum í símaskránni og veráum þar einnig á morgun. alivetli SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Síml 28511 7.TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.