Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 11
UNG HJÓN í HÚSGAGNALEIT Eftir hjónabandstilkynningum dagblaðanna að diraa, virðist hjónabandið síður en svo á undanhaldi, og jafnvel þótt fólk búi saman I svokölluðu pappírs- lausu hjónabandi, þurfa allir þak yfir höfuðið, rúm til að sofa í og stóla og borð til að matast við. Okkur lék forvitni á að vita, hvað ung hjón þyrftu mikið fé til að koma sér upp nauðsynlegustu húsgögnum í litla íbúð, og fengum að fylgjast með nýgiftum hjónum I húsgagnaleit. Við birtum frásögn og myndir úr þeim leiðangri í næsta blaði. I NÆSTU VIKU SJÁLFSMYND AFGERÐI Fyrir nokkrum árum birtust þættir hér t Vikunni undir fyrirsögninni SJÁLFSMYND, þarsem ýmsir valinkunn- ir menn (eingöngu karlmenn!) svöruðu spurningum um skoðanir sínar og viðhorf á ýmsum sviðum. Þetta þótti athyglisvert og. skemmtilegt efni, og nú tökum við upp þráðinn aftur með nýju fólki. Gerður Steinþórsdóttir kennari ríður á vaðið í næstu Viku. Spurningu um það, hvar hún vildi helst eiga heima, svarar hún svo: ,,Á íslandi (annars byggi ég hér ekki!). Land, þjóð og tunga er mér heilög þrcnning”. ELEANOR ROOSEVELT í raun vitum við afskaplega fátt um það, sem gerist á heimilum valdhafanna, í konungshöllum og for- setabústöðum heimsins. Yfirlýsingar, sem sendar eru út frá hvíta húsinu, eru flestar um stríð og frið — heimsmálin. En bak við þessa opinberu framhlið gerist sitt af hverju, sem fáir einir vita. Til dæmis er það ekki fyrr en á allra seinustu árum, sem almenn- ingur hefur fengið að vita nokkuð um martröðina, sem Eleanor Roosevelt mátti þola í hvíta húsinu. Sjá grein í næsta blaði. BLESSAÐIR ENGLARNIR Fyrir um það bil ári lýsti Páll páfi yfir cftirfarandi: „Við crum stöðugt undir áhrifavaldi myrkravaldanna, sjálfs djöfulsins, sem ekki verður neitað, að er til”. En bandaríski prédikarinn, Billy Graham segir hins vegar: ,,Guð er á meðal okkar. Milljónir cngla starfa samkvæmt boðum hans”. Vikan tekur enga afstöðu í þessu máli, en í næsta blaði verður brugðið upp nokkr- um svipmyndum af englum, eins og listamenn hafa séð þá fyrir sér á undanförnum öldum. UPPLAGT Á ÁRSHÁTÍÐINA lími árshátíðanna stendur enn sem hæst, og þcir, scm eru bundnir í ótal félögum og klúbbum, hafa ekki undan að sækja allar þessar samkomur. Við heyrðum um einn, sem taldi sig eiga erindi á átta slíkar. Og þá kemur upp vandamál kvcnnanna, þær geta víst ekki alltaf sýnt sig I því sama. í næsta blaði má sjá nokkrar uppástungur um tilbreytingu í klæðaburði. VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Otlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 7. tbl. 38. árg. 12. feb. 1976 GREINAR: 6 Hollywoodskir nafnaleikir. VIÐTÖL: 2 Að elska og virða viðfangsefnið. Viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur listakonu. 24 Ég vil gera greinarmun á kirkju og kristindómi. Viðtal við séra Árelíus. SÖGUR: 16 Von. Smásaga eftir Pétur Stein- grímsson. 20 Dibs. Annar hluti framhalds- sögu eftir Virginia M. Axline. 28 Marianne. Tólfti hluti fram- haldssögu eftir Juliette Benzoni. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 14 Á fleygiferð: Vikan prófar vél- sleða. Þáttur I umsjá Árna Bjarnasonar. 15 Meðal annarra orða. 27 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur I umsjá Smára Valgeirssonar. 36 Lcstrarhcsturinn. Efni fyrir börn í umsjá Herdísar Egilsdóttur. Fiðrildið 3. 40 Draumar. 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafn- ar Farestveit. Hversdagsfæða scm sunnudagsmatur. ÝMISLEGT: 38 í leiðinni. 44 Skordýr — ónýtt uppspretta cggjahvítuefna. 7. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.