Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 25

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 25
The fear of the Lord is the beginning of wisdom, sem ég vil útleggja: Lotning fyrir guði er upphaf viskunnar. í anda þessarar setningar var ég alinn upp — og hún var ekki blandin neinni orþódoxiu eða boðum um hræðslu og ótta viðguð, heldurlotningu. Hið sama einkenn- ir Ijóðið, sem fóstra mín kenndi okkur að syngja og söng með okkurá innsta rúminu í baðstofunni hvert aðfangadagskvöld. Siðustu hendingar þessa Ijóðs eru svona: Ég skal alltaf reyna að lifa líkt og hann (þ. e. Jesús), lýsa hverri sálu og hryggja ei nokkurn mann. Þetta er mín trúarjátning, en engar kennisetningar,enda felst meiri kristindómur í þessu auðmjúka heiti en stóryrtum játningum. Ég hef hvergi rekist á þetta Ijóð á prenti og ekki heldur lagið, svo ég veit ekki, hverjir eru höfundarnir — kannski hún hafi gert hvort tveggja. — Svo ferðu í kennaraskólann? — Já, þegar ég var tvítugur. Það var í töluvert ráðist að setjast á skólabekk þá fyrir fátækan sveitapilt, en einhvern veginn bjarg aðist þetta, og ég fór skuldlaus úr borginni vorið, sem ég lauk prófi. Veturinn eftir gerðist ég kennari í Barðastrandarsýslu, en svo var ég í þrjá vetur kennari í Stykkishólmi, og jafnframt las ég til stúdentsprófs utan skóla. Því lauk ég 1937, og þá fýsti mig til framhaldsnáms í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn, því að ég var staðráðinn í að verða það, sem þá var kallað uppeldisfræðingur. En auðvitað skorti mig farareyri, og þótt ég hefði haft peningana, hefði ég aldrei fengið gjaldeyrinn, því á þessum erfiðu árum í- og eftir kreppuna, fengu ekki aðrir gjaldeyri en innflytjendur — mennirnir, sem áttu að halda versluninni gangandi í land- inu. Þá var það sem ég ráðfærði mig við Freystein Gunnarsson þáverandi skólastjóra kennaraskólans og Ásmund Guðmundsson kennara þar og síðar biskup, og þeir sögðu mér báðir ég skyldi fara i guðfræðideild háskólans Kristur er eini trúarbragðahöfundurinn, sem aidrei gerði neinn greinarmun á körlum og konum, segir séra Árelíus. Þetta er eina veggmyndin, sem til var á bernskuheimili mínu, segir séra Árelíus og bendir á mynd með ensku áletruninni: The fear gf the Lord is the beginning of wisdom. meðan ég biði þess, að úr rættist í mínum málum og landsins. Og það varð úr ég fór að ráðum þeirra, en prestur ætlaði ég aldrei að varða. Við kotakrakkarnir heima litum þessi skelfing upp til prestsins, að mér hefði aldrei dottið í hug, að það ætti fyrir mér að liggja að gegna prestsstarfi. Samtfórþað svo, að þegar ég hafði lokið guðfræðideildinni, var stríðið skollið á, svo að ekki varð af utanför, og ég vígðist prestur til Hálsprestakalls í Fnjóskadal í júní 1940. Þar var ég aðeins eitt sumar, en gengdi síðan Staðarkalli á reykjanesi í rúmt ár. Þá var ég kominn aftur í mitt heimahérað, en þaðan fór ég til Stokkseyrar og var þar prestur í nærfellttíu ár. Stokkseyringar og söfnuðurnir á Suðurströndinni eiga alltaf sérstakt rúm í huga míném, og sóknarbörn mín þar lít ég einatt á sem uppistöðuna í mínum eiginlega söfnuði. Þegar við hjónin fluttumst hingað suður, leystu söfnuðurnir okkur út með höfðinglegum gjöfum. Frá Stokkseyri lá síðan leið mín hingað suður — ég tók við embætti í nýju prestakalli, sem var víðlent og nokkuð fjölmennt. Starfs- aðstaða í Langholtsprestakalli fyrstu árin var ákaflega erfið, samkomur fóru fram í íþrótta- húsinu á Hálogalandi, en guðsþjónustur í Laug- arneskirkju. Svo réðist söfnuðurinn í byggingu safnaðarheimilis með svolitlum styrk ríkis og borgar. Ég á einkar ánægjulegar minningar frá því, þegar unnið var við smíði grunnsins undir safnaðarheimilið. Þá kom hingað hópur fólks frá alkirkjuráðinu og vann við smíðina, og í þeim hópi voru menn frá sjö þjóðlöndum og sjö kirkjudeildum. í því samstarfi þótti mér kom fram gagnkvæm virðing fyrir skoðunum annarra og eindrægni í anda Krists. Þegar teikningar að safnaðarheimilinu og kirkjunni, sem nú er verið að reisa, voru gerðar, var gert ráð fyrir því, að sóknarbörn í Langholtspresta- kalli yrðu tuttugu þúsund talsins, en síðan hefur sókninni verið skipt milli þriggja annarra prestakalla, svo að nú eru aðeins milli sex og sjö þúsund manns í söfnuðinum, og sá hópur stendur undir kirkjubyggingu, sem upphaflega var ætluð tuttugu þúsund manns. Eigi að síður er það metnaðarmál safnaðarins að koma kirkjunni upp, og byggingin er á góðri leið. — Nú þjónið þið tveir prestar Langholts- prestakalli. Telurðu tvímenningsprestaköll æskileg? — Samstarf okkar séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar hefur verið ágætt á flestan hátt, en eigi að síður tel ég tvímenningsprestaköll vafasamt fyrirkomulag, að minnsta kosti meö því skipulagi, sem hér hefur tíðkast. Þar kemur margt til, sem óþarfi er að tíunda, en mín reynsla er sú, að einskonar verkaskipting verði milli prestanna, svo að þeir annast sinn hvor verkin. — Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt um það, Árelíus, að hækka ætti fermingarald- ur. Hver er þin skoðun á því? — Ég álít það væri illa farið, ef fermingarald- ur yrði hækkaður — og hann er tæpast hægt að lækka heldur. Væri hann lækkaöur, yrði kirkjan ásökuð um að ræna börnunum, áður en þau væru fær um að gera upp hug sinn, og yrði hann hækkaður, er ég hræddur um, að 7. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.