Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 33
upphlut hennar. Hún tók andköf og allt hringsnérist innan í höfðinu á henni, en hún veitti enga mót- spyrnu. Henni fannst hún standa við þröskuld og að handan við hann biði hennar einhver stórkost- leg og yfirþyrmandi uppgötvun. Kvenlegt hugboð hvíslaði því að henni, að líkami hennar byggi yfir ótrúlegri dul, sem ætti eftir að draga fram I dagsljósið. Andartak varð henni hugsað til Francis Cranmere. Það voru hans hendur, sem hefðu átt að vekja þessar nýju og einkennilegu tilfinningar með henni. Þrátt fyrir tilfinningarótið gerði hún sér grein fyrir því, að hún vseri að gefa þess- um manni eitthvað, sem einungis eiginmaður átti heimtingu á. Þó fann hún ekki til blygðunar. Hún lifði ekki lengur í neinum tengslum við fortíð sína né raunveruleikann yfirhöfuð. Því ekki að gefa Jcan það sem ameríkaninn hafði ætlað að svipta hana með valdi, þetta sem engin kona getur verið viss um að halda, ef karlmaður er á annað borð ákveðinn I því að taka það frá henni, hvort heldur er með valdi eða kænsku. Marianne hafði lesið söguna um Clarissu Harlowe, sem hinn ófyrirleitni Lovelace hafði gefið inn svefnmeðal svo að hann mætti koma fram vilja sínum við hana. Hún var ekki alveg viss um hvað þetta ,,að koma fram vilja slnum,” merkti, en hún var sann- færð um að Jean þyrfti ekki að gefa henni neinn heilsudrykk til þess að ná takmarki sínu. Hún var sér þess óljóst meðvitandi að ósýnileg bönd knýttu saman mann og konu og vilji hennar var nær lamaður. Atlot hans voru svo bllðleg og vöktu hjá henni unaðslegar tilfinningar. En þvl næst var eins og hann væri með óráði. Orð hans voru slitin úr öllu samhengi og inn á milli þakti hann andlit hennar æ heitari kossum. Þetta var óviðjafnanleg llfsreynsla og það sem fylgdi I kjöl- farið hlaut að vera enn dásamlegra. En allt I einu fóru þessir heill- andi töfrar þverrandi og eftir var aðeins ruddalegur, sársaukafull- ur raunveruleikinn. Marianne rak upp óp en Jean virtist ekki heyra það. Hann hafði verið I kynsvelti of lengi og nú hafði hann ekki leng'ur taumhald á ástrlðum sínum. Hamstola af hryllingi reyndi hún að rífa sig lausa, en hann hélt henni eins og I skrúfstykki. Hún reyndi að öskra, en hann stöðvaði það með enn einum kossi.Töframátturinn var horfinn og Marianne reyndi að umbera það sem á eftir fór, en vöðvar hennar voru strekktir og taugarnar I þann veginn að gefa sig. En snögglega var þetta yfirstaðið og hún var frjáls manneskja á ný. Hún var of rugluð til þess að geta hreyft sig og lá þarna og horfði á rykuga bjálkana I loftinu. Vonbrigðin létu ekki á sér standa og hún var gráti næst. Þetta var þá ástin? Úr því að svo var gat hún ekki skilið hvers vegna var gert svona mikið veður út af henni I skáldsögum og hvers vegna svo margar konur létu fótumtroða sig hennar vegna. Þetta hafði að vlsu verið æsandi til þess að byrja með, en umbunin var ekki að sama skapi eftirsóknarverð. Óbeit ásamt sterkri vonleysistilfinningu var hið eina, sem bærðist innra með henni. Aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafði hún orðið svona vonsvikin. Mild hönd strauk vanga henn- ar og um leið heyrði hún Jean hlæja lágt. ' ,,Hvers vegna segirðu ekki eitt- hvað? Þú gerðir mig mjög ham- ingjusaman og ég mun seint gleyma þvl. Auk þess gleður það mig, að ég skuli hafa verið sá fyrsti.” ,,Hvernig veistu það?” sagði Marianne ólundarlega. Nú fór hann að skellihlæja. ,,Mikið ertu saklaus. Karlmaður finnur sllkt undireins. En nú verð- urðu að fara aftur inn. Kertið er nær útbrunnið og það er eins gott, að þln verði ekki saknað. Auk þess er ég grútsyfjaður. ” Hún studdi sig við annan oln- bogann og ekki bætti það úr skák að þurfa að horfa á hann geispa stórum. Aðeins mikil og innileg bllða hefði getað mildað þá óþægi- legu reynslu sem hún hafði orðið fyrir. Hann var vingjarnlegur, en ekkert fram yfir það og hún sá að hann vildi fá að vera I friði. ,,Hvað ætlastu fyrir á morgun?” sagði hún dauflega. Hann brosti ertnislega og drap tittlinga. ,,Þú ert svei mér ýtin! Hafðu cngar áhyggjur, ég mun fara að vilja þlnum. Þú átt það inni hjá mér.” Hann stundi nautnalega og kúrði sig niður, en var áður búinn að hagræða hlekkjunum svo, að þeir yllu honum sem minnstum óþæg- indum. Því næst krosslagði hann hendurnar og lokaði augunum. ,,Sofðu rótt,” bætti hann við syfjulega. Marianne horfði ringluð á þenn- an sofandi mann. Karlmenn eru einkennilegt fyrirbrigði, hugsaði hún. Rétt áðan hafði hann verið llkastur trylltum loga, ástsjúkur, en núna fáeinum minútum seinna lá hann þarna sofandi og hafði gjörsamlega gleymt því að hún væri til. Var nokkuð I þessu öllu saman, sem gat réttlætt þetta leyndardóms- fulla bros og sigurvlmuna, sem var sammerkt öllum konum I skáld- sögum, eins og þeim var lýst á brúðkaupsnóttina? Þetta gilti auðvitað ekki um aumingja Clarissu Harlow, en hún hafði líka sofið værum blundi á meðan grlnið stóð sem hæst. Nei, Marianne fannst engin ástæða til þess að gera svona mikið veður út af þessu. Hún var raunar stað- ráðin I því að endurtaka ekki þessa endemis vitleysu I bráð, ekki einu sinni til þess að geðjast Jean. Nú slokknaði á kertinu og þar með enduðu þessar dapurlegu hugsanir Mariannes. Hið eina sem hún gat gert núna var að fara aftur inn og skreiðast I bælið. Hún sat kyrr andartak og beið þess að augu hennar vendust myrkrinu. Þvl næst stóð hún upp og leitaði að lykl- inum, sem hún hafði lagt frá sér einhvers staðar nálægt kertinu. Er hún hafði fundið hann fór hún út úr hlöðunni, lokaði dyrunum vandlega að baki sér og setti lykil- inn aftur á sinn stað. Framhald 7. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.