Vikan

Tölublað

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 19

Vikan - 12.02.1976, Blaðsíða 19
göngumóður staðnæmist þú. Teig- ar vatnið og slekkur þorstann... Laugar andlit þitt í fersku vatninu. Þú kastar grímunni, sem við I dag- legu tali köllum klæði, föt eða flíkur, eftir því hverju hlutverki þau gegna. Síðan lætur þú vatnið umlykja þig og sólina verma þig. Ef þú varst ekki þyrstur, heldur þreyttur, þá hvlldir þú þig við lækinn. Lækurinn er fallegur, og hér vaxa blóm...Þessi mynd helgar sér hluta af vitund þinni. Seinna kemur hún fram I hugann hrein og heilög. Vekur með þér saklausa gleði. Ótlmabært bros, einhverntíma, þegar þú ert að vinna. Menn spyrja, hvað þú sjáir svona hlægilegt? Afundnir og vinnuleiðir samverkamenn þínir gerast spé- hræddir. Þeir skilja svo fátt... En þú og lækurinn gátuð talað saman án leiðinlegra og hversdags- legra orða. Þér finnst það heldur ekkert óeðlilegt, að lækurinn haldi áfram að renna jafn glaður og kátur, þrátt fyrir það að þú drakkst úr honum eða baðaðir þig I honum. Lækurinn var hinn sami. Hvorki meira né minna vatn I honum en áður. Auðvitað fórst þú samt á brott með hluta af læknum, en þú getur ekki tekið allan lækinn og umhverfi hans og haft á brott með þér...Heldur aðeins myndina. Minninguna. Vonina um það, að þú einhverntíma komir að þessum læk aftur. Þú ræður ekki för þinni sjálfur, en þú getur ekki lifað endalaust án vatns. Samt er þér ekki þessi lækur hugstæður aðeins vegna vatnsins, heldur vegna þess, að hann er hluti af sjálfum þér, hluti af sál þinni....Ef þú skilur ekki þetta, þá er tilgangslaust að segja meira. Hafir þú skilið það, þá er heldur engin þörf að segja fleira. Gunnar...Ert þú viss um, að það sért þú sjálfur, sem ert á ferð einn að nóttu til, gegnum þessa þykku svörtu þoku? Hefur þú heldur nokkra vissu fyrir því, hvert þú ert að fara?” Röddin var þögnuð. Gunnar kveikti veggljósið fyrir ofan rúmið. Hann dró greiðu undan koddan- um og strauk henni gegnum hárið. Svo fór hann aftur með höndina undir höfðalagið og kom með lítinn handspegil. Gunnar skoðaði mynd sína hljóð- ur og Ihugandi. ,,Hvert ég er að fara...? Veit ég það?” sagði Gunnar upphátt. ,,Nei...En ég hef von...” * 7. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.