Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 18
Ár kattarins 9. febr. 1891-29. jan. 1892 29. jan. 1903-15. febr. 1904 14. febr. 1915-3. febr. 1916 2. febr. 1927-22. jan. 1928 19. febr. 1939 -7. febr. 1940 6. febr. 1951-26. jan. 1952 26. jan. 19,63-13. febr. 1964 11. febr. 1975-30. jan. 1976 Skapgerðareinkenni. Kötturinn er verndari og aflgjafi þeirra, sem umhverfis hann eru. Hann er mjög tilfinninganæmur, og ef listrænir hæfileikar gera vart við sig, þá falla þeir í hefð- bundnum farvegi. Kötturinn er mikill náttúruunnandi. Hann á létt með að ná sambandi við annað fólk og stofnar gjarna til traustra og varanlegra sambanda, en hættir þó til að vera kuldalegur við aðra en fjölskyldu sína. Kötturinn er mjög eigingjarn á þá, sem hann elskar, og gefur oft ímyndunarafl- inu of lausan tauminn. Honum hættir til að fá þunglyndisköst, en er oftast reiðubúinn til að hlusta á vandamál annarra og veita þeim huggun. Kötturinn er gjarna mjög innhverfur. Ársteinar kattarins eru emerald, svartur onyx, perlur og kristall. Þekktir kettir eru t.d. Viktoría englandsdrottning, Jósef Stalín, Longfellow, John Galsworthy, E. M. Forster, Evelyn Waugh, Arthur Miller, Cary Grant og David Frost. Með öðrum: Með öðrum köttum: Frábært sam- band, ef vinátta á í hlut, en ívið hörundsár í viðskiptatengslum. Með rottum: Gott samband, en kettinum gæti fundist rottan of reikul í ráði og kærulaus. Með uxum: Þetta samband gæti líka orðið gott, ekki síst ef um fjölskyldutengsl er að ræða. Í tilfinningamálum eru þau of þrjósk — hvort heldur þau eru með eða á móti hvort öðru. Með tígrisdýrum: Jákvæðir eigin- leikar þeirra og lífsorka laða köttinn að þeim. Tígrisdýrið kann vel við hugarró hans. Ólík skapgerö, en á alls ekki illa saman. Með drekum: Valdagræðgi þeirra veldur kettinum áhyggjum. Ein- læg samúð hans snertir drek- ann, en gæti vakið hjá honum sektarkennd. Með snákum: Laðast sterklega hvor aö öðrum, en ef ónóg stjórn er á tilfinningunum, þá gætu þær breyst í hatur. Með hestum: Hér er margt líkt, en hætta á deilum. Með geitum: Hér er mikið sam- ræmi á milli, en geit og köttur saman eru ekki nógu djörf eða kraftmikil. Það er nokkur hætta á smámunasemi. Með öpum: Lítið sameiginlegt, og lífsviðhorfin eru gjörólík. Kött- urinn lítur eftir apanum, en hann hressir köttinn aftur á móti við. Með hönum: Algerar andstæður. flaninn getur kennt kettinum meira en nokkurt annað dýr, en það gæti orðið sársaukafullt fyrir köttinn. Með hundum: Mjög vinsamlegt og rólegt samband, þó hund- urinn glefsi kannski i köttinn, eða kötturinn fari í fýlu. Meö svínum: Mikið samræmi, og þau geta eytt saman heilli ævi. aftur á móti er þetta ekki sér- lega ævintýragjarnt par. Ár drekans 10. febr. 1880 -29. jan. 1881 30. jan. 1892-16. febr. 1893 16. febr. 1904 - 3. febr. 1905 4. febr. 1916-22. jan. 1917 23. jan. 1928-9. febr. 1929 8. febr. 1940 - 26. jan. 1941 27. jan. 1952-13. febr. 1953 14. febr. 1964-1. febr. 1965 31. jan. 1976-17. febr. 1977 Skapgerðareinkenni. Drekinn þráir völd, en vill ná þeim á frumlegan og fínlegan hátt. Hann ber mikla virðingu fyrir rökum og skynsemi, en lætur slíkt þó lönd og leið, ef hann fær einhverja hugdettu. Hann er ráð- gáta — jafnt vinum sínum sem sjálfum sér. Drekinn hefur skarpa greind og er jafnframt nógu sveigjanlegur til að skipta algerlega um og skoða málið frá allt öðrum sjónarhóli. Huglæg sambönd skipta hann miklu máli, og oft er hann mjög fyndinn. Drekinn er fremur ístööulaus og skiptir skyndilega um skoöun, ef svo liggur á honum, en er aftur á móti gífurlega kjarkaður, ef að honum er þrengt. Hann laðast mjög að fáránlegum atburðum og hug- myndum, eða fólki, sem er hneyksl- ast á, og hann veldur oft illum grunsemdum hjá fólki, vegna þess hve reikull hann er í ráði. Drekinn er oftast vingjarnlegur og alúðleg- ur í samskiptum við aðra. Með uxum: Þeir heillast af drek- um, en hann virðir heilbrigða skynsemi þeirra. Báðir eru þrjóskir, ef ýtt er á eftir þeim. Með tígrisdýrum: Þau eru meira útávið og hégómagjarnari en drekinn, en hann er aftur á móti ósamvinnuþýðari og skrítnari. Með köttum: Drekinn kann ekki við skort þeirra á ævintýraþrá, en veit með sjálfum sér, að þeir færa honum þann frið, sem hann þráir. Með snákum: Hér eru tveir góðir saman, en báðir eru reikulir í ráði, og það gæti orðið þeim að falli. Með hestum: Hestar og drekar vinna vel saman að ýmsum opinberum verkefnum og í við- skiptum. Hjónaband á milli þeirra gæti blessast, ef annar hvor fær að ráða. Með geitum: Þeim finnst drekinn óáreiöanlegur og svolítið of einrænn, en þó geta þau átt vel saman, ef þau eru reiðubúin að sjá kosti hvors annars. Með öpum: Dásamlegur félags- skapur, en þeir þurfa að varast að fara í taugarnar hvor á öðrum. Báðir eru ístöðulausir. Með hönum: Drekanum finnst haninn frekur, en haninn telur drekann óhreinskilinn og bragö- vísan. Þetta samband yrði aldrei leiðinlegt. Með hundum: Hundurinn og drekinn bæta hvor annan upp og eiga því ágætlega saman. Ársteinar drekans eru safír, ópal og raf, auk ýmissa gervisteina. Þekktastir drekar eru t.d. Abra- ham Lincoln, Charles Darwin, Kosygin, Selassie, G.B. Shaw, Oscar Wilde, Lewis Carroll, Nietzsche, Sigmund Freud, James Cagney, Bing Crosby og Laurence HARVEY. Með öðrum: Með öðrum drekum: Hér hittast skyldir hugar, en þar sem einn er einstakur, þá er annar sérvitur. Með rottum: Gott samband, ekki síst andlegt. Það þarf ekki að rista djúpt, en gott samræmi er á milli. Með svínum: Drekinn laðast að styrkleik þeirra og skörpum huga. Þetta samband gæti verið mjög gott, ef um listir eða aðra skapandi hluti er að ræða. 18 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.