Vikan - 30.09.1976, Side 21
12.
Hótelið, sem Walter Krieger
dvaldi ó í Graz var nálægt sím-
stöðinni, sem var stór, ópersónuleg
og í eigu ríkisins. Eftir kvöldverð
fór hann þangað til þess að hringja
í Hugh McCulloch í Genf. Þægi-
leg leynd einkenndi símtal úr
almenningssíma. Hann gaf honum
stutta skýrslu um atburði dagsins,
engir útúrdúrar eða óþarfa mála-
lengingar. McCuUoch hlaut að vera
undrandi vegna framvindu mála, en
hann hlustaði og sagði ekki orð.
(Ef hann var sjálfum sér líkur tæki
hann símtalið upp á segulband og
hlustaði síðan vandlega ó það á
eftir. Ef hann væri í vafa um eitt-
hvað, myndi hann spyrja Krieger
nánar út í það næst þegar hann
hringdi.) „Meira er það ekki,”
sagði Krieger að lokum.
,,JÚ,” sagði McCulloch. ,,Ég er
með skilaboð til þín frá David.
Mér bárust þau klukkan tíu mínút-
ur yfir sjö í kvöld. Hann ætlar að
flýta afhendingunni um einn dag.”
Nú var komið að Krieger að
þegja. Eitthvað hefur þá gerst síðan
David talaði við mig.
„Mér stendur ekki á sama um
þetta,” sagði McCulloch.
Ekki mér heldur, hugsaði Krieg-
er, en sagði i gamansömum tón.
„Gott. Þá verður eitthvert líf i
tuskunum þín megin.” Hugh var
varkár maður, íhugull og nókvæm-
ur, en Krieger fannst hann stund-
um einum of svifaseinn. Hann lagði
of mikið upp úr smáatriðunum.
„Segðu Sylvester að fundurinn
verði að eiga sér stað á sunnu-
daginn. En hvar?”
„Sylvester er enn að bræða það
meðsér.”
Sylvester var enn einn þessara
varfæmu náunga. „Við tveir verð-
um þá að koma okkur saman um
það. Og við ættum að gera það
núna strax. Áætlun A eða áætlun
B? Hvort finnst þér betra Hugh?”
Áætlun A var einfaldari. Hún gerði
róð fyrir því, að farið væri með
Irinu þangað, sem faðir hennar bjó.
En áætlun B, að þau hittust ein-
hvers staðar.
„Við ættum að ráðgast...”
„Það er komið nóg af þess
háttar.”
„Okkur er vandi...”
„Ekki nándar nærri eins mikill
vandi og Dave er á höndum.
Þú heyrðir hvað ég sagði þér áðan.
Skilurðu ekki að ef til vill verður
honum kálað strax og hann er búinn
að ljúka sínum hluta verksins?”
Aftur varð þögn.
Nú þegar höfðu tveir verið myrtir
hugsaði Krieger reiður, Josef og
Alois. Tvö mikilvæg vitni. Fram-
burður þeirra hefði getað sannað, að
flótti Irinu var ekki runninn undan
rifjum vestrænnar öryggisþjónustu,
„Um leið og hann hefur lokið sínum
hluta verksins,” endurtók Krieger.
„Þannig hafa þeir borið sig að
hingað til. Er ekki svo?” spurði
hann snöggt.
„Gæti verið,” sagði McCulloch.
„Þetta er öðruvísi en við gerðum
ráð fyrir.”
„Þannig er það ávallt,” sagði
Krieger. „Ég mæli með áætlun B.
Hún er öruggari.”
„Ertu viss um að þeir ætli sér að
rekja slóð hennar að húsi Kusaks?”
„Já.”
„Allt í lagi. Þá segjum við
áætlun B. En á hvaða slóðum?”
Á þennan hátt skírskotaði hann tU
tveggja þorpa, sem höfðu komið
til greina. Annað var nálægt Ziirich
en hitt fyrir utan Interlaken.
„Hvorugur þessara staða.”
„Ha?”
„Á morgun verðum við í Mer-
ano.” Krieger þóttist sjá fyrir sér
undrunarsvipinn á McCulloch.
Merano þýddi það, að Irina kæmi
inn i Sviss alveg í suðausturhorni
landsins. Og þangað var yfir ótal
fjöll að fara frá Zúrich og Interlaken
„Hver á hugmyndina að þessu?”
sagði McCulloch.
„Ég vUdi að ég hefði átt hana.”
„En hvernig eigum við að
komast...”
„Við gerum það ekki. Gleymdu
þessum stöðum. Manstu ekki eftir
litlu þorpi nálægt landamærunum.
Þar er hús, sem vinur minn sæl-
gætisframleiðandinn á og ég get
fengið lánað hvenær sem ég vU. Þú
manst að fyrir tveimur órum vorum
við þar saman og þú sagðist vel
geta hugsað þér að setjast þar i
helgan stein.”
Jú, McCulloch mundi vel eftir
þessum stað. Tarasp hét þorpið og
lá dálítinn spöl frá aðalþjóðveginum
meðfram þröngum vegi, sem lá upp
á hæð. Hann og Krieger höfðu
dvalið þar, þegar þeir fóru að skoða
svissneska þjóðgarðinn. „Kastali,
húsin í þorpinu vel máluð og
blómakassar í gluggunum?” spurði
hann til þess að vera viss um. að
þeir ættu við sama þorpið þarna í
Neðra-Engadine.
„Já, það er staðurinn.”
„En hann er svo afskekkt .’
„Það er flugvöllur í þrjátiu
mUna fjarlægð.”
„Samt held ég...”
„Nei, þetta er staðurinn. Þa
getur afhendingin gengið fljótt fyrir
sig. Og það er nauðsynlegt eins og
á stendur. Ef þú lítur vandlega á
landakortið þitt, þó muntu sjá. að
þetta er ekki svo vitlaus hug-
mynd.”
McCulloch stundi þungan. Hann
var að hugsa um nýju tímaáætlun-
ina, sem hann yrði nú að gera. öll
vinnan, sem hann hafði lagt i áætl-
unina um Zúrich eða Interlaken,
hafði verið unnin fyrir gíg. „Vill
vinur þinn lána okkur húsið sitt?”
„Já, hann bauð mér það allan
ágústmánuð. Hringdu Lil hans og
þá verður allt í lagi . ”
„Hvar get ég nóð i þig næst?”
„í Lienz. Ég þtrf að koma þar
við og ganga úr skugga um ýmis-
legt."
„Eru fleiri ljón á veginum?”
sagði McCulloch
„Já, það er leki emhvers staðar.
En það er minn höfuðverkur. Þu
6ISSUR
GULLRft55
BhL KAVANAGU £.
FRANK FLETCUBR
40. TBL. VIKAN 21