Vikan - 30.09.1976, Page 27
Auðvitað var flogið yfir Gullfoss.
ölfusárbrúin við Selfoss.
Cessnan tilbúin til flugtaks.
gagnlegar uþplýsingar, en veitti
síðan leyfi fyrir skoðunarflugi yfir
eyjarnar. Flogið var í stórum boga
yfir eyjar, en þegar komið var yfir
nýja hraunið var svo mikil ókyrrð í
loftinu, að vélin datt niður, en
hentistsvouppaftur. Þýskakonan,
sem sat við hliðina á mér, hafði
losað öryggisbeltið, og því alls ekki
undir það búin að lenda í svona
,,röff" veðri. Hún hentist upp í loft
og skall svo niður í sætið aftur, en
lenti með andlitið á myndavélinni,
sem hún hélt á og fékk smágat á
höfuöið. Að sjálfsögðu var sjúkra-
kassi (flugvélinni og því var strax
Þjóðverjarnir voru hinir ánægðustu með feróina, þótt einn hefði
orðið að grípa til æ/upokans og annar fengið gat á höfuðið.
settur plástur á sárið. Surtsey var
næstádagskrá, og flogiðtvohringi
yfir eyna, en haldið síðan til lands.
Tekinn var einn hringur yfir Sel-
fossi, farið yfir Hveragerði og í
bæinn.
Á móts viö Sandskeiðiö kallaði
Þórður flugturninn í Reykjavík upp
og sagði, að Teitur Sigurður væri
að koma inn á þeirra svæði. Þórði
var þegar gefin heimild til loka-
stefnu og lendingar. Lendingin
tókst jafnörugglega og allt annað
hjá Þórði. Þjóðverjarnir voru alveg
himinlifandi eftir ferðina, þótt einn
hefði kastað svolítið upp og annar
fengið smágat á höfuðið.
En trúir þú því, lesandi góður. að
ég varfyrsti fslendingurinn, sem fer
ísvonaskoðunaiferð með Sverrair.
Þeir hjá Sverrair hafa meira að segja
verið með útsýnisflug til Græn-
lands, en aldrei hefur íslendingur
farið með. Alveg finnst mér það
furðulegt, þvíþað var mjög gaman í
þessari ferð.