Vikan

Útgáva

Vikan - 30.09.1976, Síða 31

Vikan - 30.09.1976, Síða 31
— Ert þú hamingjusöm ? — Hamingjusöm? svaraði hún og hló. Honum líkaði það ekki. — Hvað er svona skemmtilegt? spurði hann. Rósa hugsaði sig um áður en hún svaraði. Hann vonaði, að hún myndi hlæja og svara, að auðvitað væri hún afar hamingjusöm með honum, en í staðinn sagði hún: — Ég skil þetta ekki. Fólk talar um hamingju og óhamingju, hef- ur mörg orð um, að konur séu svona og menn svona og allt það líka. . . — Líka hvað? spurði hann. — Nei, það er bara svo skrýtið, sagði hún. Rósa kom ekki orðum að skilningi sínum á lífinu, hinni botnlausu hræðslu og endalausa kviða. Vörubilar drápu fólk, sprengjur féllu á gamla menn, og stríðið hélt áfram endalaust. Kvöldin, sem hann var að heiman, grét hún tímunum saman án þess að vita af hverju, grét bara og starði á eyðilegginguna í borginni, sem alltaf var myrkvuð af því að það var stríð. I fyrstu hafði Jimmie notið þess að rabba við hana um allt og ekkert, nú var hún næstum alltaf alvarleg. Hún spurði hann spjörunum úr um ævi hans, líka barnæsku hans. — Því viltu vita þetta? spurði hann þver og ófús. Henni sárnaði. — Maður vill þekkja vel þann sem maður elskar. Honum fannst því hann verða að svara, en gerði það stuttlega og eins fáum orðum og hægt var, aldrei með ánægju. Venjulega sagði hann bara já eða nei, eða „Ekki sem verst“. — Af hverju viltu ekki segja mér af sjálfum þér? spurði hún hissa. Hann svaraði, að hann gæti vel sagt henni allt, sem hún vildi vita, en þó líkaði honum það ekki. — Það er snjallt .sagði hún og meinti það. — Eg reyndi oftar en einu sinni gefa mig fram, en þeir vildu mig ekki. Hann hélt áfram: — Þú hefur einkennilegar skoðanir. Þú talar eins og friðar- sinni, og það er ekki rétt, þegar við eigum í styrjöld. — Friðarsinni! hrópaði hún ergileg. Hver leyfir þér að nota svona orð? Ég er hvorki eitt eða annað. — Þú verður að fara varlega Rósa. Ef þú talar svona, heldur fólk, að þú sért á móti stríði. Það hljótast vandræði af slíku. — Já, en ég er á móti stríði og hef aldrei sagt annað. — Rósa, þú. . . — Haltu þér saman. Mér býður við þér. Býður við öllum. Þið talið bara og talið, og í þinginu sérðu herra hitt og herra þetta sitja og tala og tala, svo að þeir heyra ekki eigin hugsanir. Enginn veit neitt, en allir láta sem þeir viti. . . Láttu mig vera, ég vil ekki hlusta á þig. Hann settist rólega og horfði á hana. Hánn þekkti ekki þessa Rósu. Sjálfur var hann hálfgerður kjaftaskur. honunt fannst gaman að slá um sig með fínum orðum og slagorðum ur blöðum og kvik- myndum. En Rósa, sem ekki hafði mikinn orðaforða, hafði sínar eigin hugmyndir og hélt fast við þær. Af því að hann átti auðvelt með að tjá sig, reyndi hún líka af og til hans vegna, af því að hún elskaði hann. Tímunum saman sat hún við gluggann með blað. „Stríðið heldur áfram“, las hún. „Stríðið eyðileggur heimili okkar". Hún leit upp starandi augnaráði. Þessi fyrirsögn átti við hana, Rósu. Hún las um hjóna- bönd og skilnaði. En það var ekki eins og það ætti við um hana, svo að hún gafst upp á að reyna að skilja. Það leið ekki á löngu, þar til þau fóru að ergja hvort annað á ný — hún var alltaf svo alvarleg. Hún spurði hann um fortíð hans og reyndi að komast að þvi, af hverju þeir höfðu ekki viljað taka hann í herinn. Hann vildi ekki svara, en að lokum brast hann þolinmæðina og sagði: — Eg er með magasár, ef þú þarft endilega að vita það. — Nú, sagði hún. Hvers vegna hefur þú ekki sagt mér það? Eg hef þá ekki gefið þér rétt fæði eða. . . — Rósa, viltu vera svo góð að gleyma þessu. Ræðum þetta ekki meira. Næsta kvöld bauð hún honum mjólkurvelling og sagði: — Þetta er gott í maga. Hann rauk upp. — 1 siðasta sinn Rósa, ég vil ekki heyra á þetta minnst. En þegar hann sá, að varir hennar titruðu, sagði hann: — Ekki taka þetta svona nærri þér, Rósa. Eg veit, að þú vilt vel, en mér fellur það bara ekki, ekki meira um það. Almáttugur, hugsaði hann, ég á tvær konur, ekki eina. . . Næsta kvöld endurtók þetta sig. Hún bar fram sjúkrafæðu, og hann reiddist. Það endaði með þvi, að hann stóð á fætur og fór. Hann skellti hurðinni á eftir sér. A barnum hitti hann Perlu. — Hvernig er það eiginlega með þig í dag? sagði hún í gríni en það var sönn meðaumkvun í augum hennar. . . Þetta fór í taugarnar á honum. — Kvenfólk, sagði hann og setti glasið harkalega frá sér. — Það kostar þig varla nein ósköp að sýna meiri kurteisi, sagði Perla snúðugt. — Það kostar þig varla nein ósköp að láta mig í friði, hermdi hann eftir henni og fór. Þegar hann var kominn út sá hann eftir því að hafa verið svona önugur. Hann hafði þekkt Perlu lengi og vissi, að henni féll vel við hann. Hún vissi bæði um konuna hans og Rósu, án þess að það skipti hana nokkru máli. Perla var í rauninni reglulega aðlað- andi og — hann flýtti sér inn aftur og sagði snöggt: — Fyrirgefðu Perla, ég meinti ekkert með þessu. Án þess að bíða svars fór hann aftur og beina leið heim. Kona hans leit upp frá saumunum og sagði stuttlega: — Hvað er þér á höndum? — Ekki neitt. Hann settist, tók dagblað og lét sem hann læsi. Þau voru ekki fjandsamleg lengur hvort við annað, það var langt síðan þau komust af því stigi. Það hún virtist ekki veita honum neina athygli var léttir eftir allt um- stangið í Rósu undanfarið. — Langar þig í matarbita? sagði hún að stundu liðinni. — Ja, hvað ertu með? Hann hugsaði með viðbjóði til mjólkur- vellingsins hennar Rósu. — Þú finnur eitthvað sjálfur, sagði hún kærulaus. Skömmu seinna kom hann inn með ost, brauð og pickles á diski. Hún leit á diskinn, en sagði ekk- ert. Eftir smá stund spurði hann hæðnislega: — Ætlarðu ekki að segja mér, að ég megi ekki borða súrt? — Mér er alveg sama, sagði hún. Langi þig til að drepa þig á mat, þá gerðu svo vel. Þau skelli- hlógu bæði. Litlu seinna spurði hún: — Verður þú hér í nótt? — Ef þú hefur ekkert á móti þvi. 40. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.