Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 36
NOKKRIR KÍLÓMETRAR Á DAG
Neysluvenjur velfe. ðarþjóðfél ■
agsins hafa ýmislegt í för með sér,
til dæmis eilífa baráttu nútíma-
mannsins við aukakílóin utan á
kroppnum. Jackie Kennedy-
Onassis er engin undantekning
þar frá, en ekki verður annað séð
af myndum en henni verði talsvert
ágengt í þeirri baráttu. Dóttir
hennar Caroline á við sama vanda-
mál að stríða, en hún þarf að
leggja enn harðar aö sér, því hún
hefur erft hinn þreklega vöxt
föðuraettarinnar. Mamma Jackie
komst nýlega í kynni við nýjung
í megrunarmálum, sem ku vera
fólgin í því að þamba einhvern
drykk, sem Prolinn nefnist, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum,
og því er lofað að allt að 40 pund
hverfi við neyslu þessa dáindis-
drykkjar á einum mánuði, að því
tilskyldu að vísu, að neytandinn
hlaupi einnig nokkra kílómetra á
dag. Og Caroline Kennedy telur
það sannarlega ekki eftir sér að
hlaupa nokkra kílómetra á dag,
enda er hún dóttir hans föður síns,
einbeitt og dugleg stúlka, orðin
19 ára.
JANE FONDA LEIKUR AFTUR.
Jane Fonda hefur ekki setið
með hendur í skauti síðustu þrjú
árin, enda þótt hún hafi ekki
stundað kvikmyndaleik þennan
tíma. Hún hefur notað hæfileika
sína og dugnað í þágu jafnréttis-
baráttunnar og haldið fyrirlestra
víða um lönd. En þegar henni
barst tilboð um hlutverk í kvik-
myndinni ,,Dick and Jane" með
Georges Segal sem mótleikara,
stóðst hún ekki mátið og sagði
játakk. Angelu Davies-hárgreiðsl-
„ an er einmitt í tilefni af þessu nýja
jgI hlutverki.
Fegurðardrottning Eþíópíu giftist.
fimmtugur orðinn.
Þegar Zeudi Araja var aðeins 18
ára gömul var hún kjörin fegurðar-
drottning heimalands síns Eþíópu,
og var það í fyrsta skipti, sem
fegurðardrottning er kjörin þar í
landi. Það var sjálfur keisarinn
Haile Selassie sem krýndi drottn-
inguna, og fór athöfnin fram í
höfuðborginni Addis Abeba aö
viðstöddum áhorfendum. Aö
launum fyrir fegurð sína fékk hin
unga Zeudi 3ja mánaða ferð til
Ítalíu, og þar kynntist hún fljótlega
kvikmyndaheiminum og fékk að
reyna sig á hvíta tjaldinu. Henni
vegnaði vel, og nú leikur hún aðal-
hlutverkið í þriðju mynd sinni, sem
nefnist — Stúlkan með tungls-
andlitið —. En nýlega kom Zeudi
öllum á óvart, þegar hún í kyrrþey
tók upp á því að giftast kvik-
myndaframleiðandanum og
kvennabósanum Franco Cristaldi.
Nafnið ætti að vera einhverjum
kunnugt, því að hann var áður
kvæntur leikkonunni fögru
Claudíu Cardinale. Aldursmunur
hinna nýgiftu er þó nokkur, því að
hann er hvorki meira né minna en
36 VIKAN 40. TBL.