Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.09.1976, Qupperneq 39

Vikan - 30.09.1976, Qupperneq 39
,,En þú meiddir hann sjálfur.” ,,Ég veit hvernig S að fara að þessu. Hann kemur ekki til með að muna eftir neinu. Ég verð að gera þetta til að breyta honum þegar hann verður svona.” Nick horfði enn niður á litla manninn liggjandi með lokuð aug- un i skini eldsins. Bugs bætti á eldinn. ,,Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af honum, herra Adams. Ég hef séð hann svona oft áður.” ,,Hvað gerði hann geggjaðan?” spurði Nick. ,,0, það var margt,” svaraði negrinn frá eldinum. „Viltu kaffi- bolla, herra Adams?” Hann rétti Nick bollann og hagræddi jakkanum, sem hann hafði breitt undir höfuð meðvit- undarlausa mannsins. „Hann var barinn of oft til dæmis,” sagði negrinn og saup á kaffinu. ,,En það gerði hann bara svolítið einfaldan. Svo var systir hans umboðsmaðurinn hans, og blöðin voru sífellt að hamra á því, hversu mikið hún elskaði bróður sinn og hversu mikið hann elskaði systur sína. Svo giftust þau í New York og þá sprakk blaðran.” ,,Ég man eftir því.” „Auðvitað. Og auðvitað voru þau alls ekki systkin, ekki frekar en ég og þú, en það var fjöldi fólks, sem líkaði ekki hvort heldur var. Þau voru stöðugt að lenda í rifrildi, og svo labbaði hún bara út einn daginn og kom aldrei meir.” Hann drakk kaffið og strauk sér um munninn með bleikum lóf- anum. ,,Hann sturlaðist bara. Viltu svolítið meira kaffi, herra Adams?” ,,Nci takk.” ,,Ég hef séð hana nokkrum sinnum,” hélt negrinn áfram. ,,Hún var ansi falleg kona. Hún var svo lík honum, að þau hefðu getað verið tvíburar. Hann væri alls ekki Ijótur, ef andlitið á honum væri ekki svona lemstrað.” Hann hætti. Sögunni virtist vera lokið. ,,Hvar hittir þú hann?” spurði Nick. ,,Ég hitti hann í fangelsi,” sagði negrinn. ,,Hann var sífellt að berja fólk eftir að hún stakk af, svo að þeir stungu honum inn. Mér hafði verið stungið inn fyrir að stinga mann mcð hnífi.” Hann brosti og hélt áfram mjúk- um rómi. ,,Mér Iíkaði strax vel við hann, og þegar ég slapp út hafði ég upp á honum. Horium finnst gott að halda að ég sé geggjaður, og mér er svosem sama. Mér finnst gott að vera með honum, mér finnst gaman að flakka um landið, og ég þarf ekki að hnupla til að geta það. Mér finnst gott að lifa eins og herra- manni sæmir.” ,,Hvað hafið þið fyrir stafni?” spurði Nick. ,0, svosem ekkert. Við flökkum bara um. Hann á peninga.” „Hann hlýtur að eiga sand af peningum.” „Auðvitað. Hann eyddi samt öllum sínum peningum. Eða kannski tóku þeir þá af honum. Hún sendir honum peninga.” Hann skaraði í eldinn. „Hún er kona að mínu skapi,” sagði hann. „Hún er svo lík honum, að þau gætu verið tví- burar.” Negrinn leit á litla manninn, sem lá og dró þungt andann. Ljóst hárið lafði niður á ennið. Lemstrað andlitið á honum var hálf barnslegt í ró sinni. „Ég get farið að vekja hann hvað úr hverju, herra Adams. Ef þér er sama, þá vildi ég helst, að þú hyrfir héðan, ef svo má segja. Mér þykir leitt, ef ég er ekki nógu gestrisinn, en það gæti haft trufl- andi áhrif á hann að sjá þig aftur. Mér finnst ákaflega leiðinlegt að þurfa að slá hann, en það er það eina, sem ég get gert, ef hann klikkast. Ég verð hálfpartinn að halda honum frá fólki. Þér er sama, er það ekki herra Adams? Nei, þakkaðu mér ekki, herra Adams. Ég hefði átt að vara þig við honum, en mér sýndist honum falla svo vel við þig, að ég hélt, að það væri allt í lagi. Þú kemur að bæ eftir um það bil tveggja mílna göngu eftir braut- inni. Þeir kalla bæinn Mancelona. Vertu sæll. Ég vildi óska, að við gætum boðið þér að vera í nótt, en það er bara því miður alls ekki hægt. Viltu hafa með þér svolítið af brauði og höm? Ekki?Þú skalt taka með þér eina samloku,” og þetta sagði hann allt lágum, mjúkum og kurteislegum niggararómi. „Fínt er. Allt í lagi, vertu blessaður herra Adams. Blessaður og góða ferð!” Nick gekk frá eldinum yfir rjóðrið að járnbrautinni. Þegar hann var kominn úr augsýn nam hann staðar og hlustað^ Lág og blíðleg rödd negrans hljómaði í kyrrðinni. Nick heyrði ekki orða- skil. Þá heyrði hann litla manninn segja: „Ég er með ferlegan haus- vcrk, Bugs.” „Þér líður strax betur, 'herra Francis,” sagði negrinn róandi. „Drekktu bara kaffið þitt.” Nick klifraði upp brekkuna og lagði af stað eftir brautinni. Hann fann, að hann var með samloku mcð höm í hendinni og stakk henni í vasann. Áður en brautin smaug inn á milli hæðanna leit hann við og gat séð skinið af eldinum I rjóðrinu. Ámálaðar listaverkamyndir til útsaums í miklu úrvali Ævintýraheimur barnanna. Walt Disney‘s útsaums myndir og í fyllt, sem settar eru í ramma. 4Þ^W Mikið úrval af útsaumuðum Rokkostólum á uppfyllingar. * 10 788 ^ 55x100 cm (4Gxb2 cm), íiyM” (15*/« >’. 32V« ) Ateiknuð vbggir.elt i iinklii urvali. * Ateiknuð punthandklæói, Amma, segð.u mer sogu og Spunakonan. Sendum litmyndalista f pósti ef óskaö er. Skrifió eSa hrlnglS. - Svo eruB þiS auSvitaS velkomnar. HATTA OG HANNYRÐAVFRZLUNIN Jenný annnrtu.m 13» - Uml 10788 - Ptlthttl 88 • mytlwft

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.