Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 5
„Þetta er erfiðasta hlutverk, sem ég hef tekið að mér um dagana,” segir Franco,” og ég má gæta mín að skella ekki uppúr í þöglu atriðunum. Ég segi við fólkið, sem vinnur að gerð myndarinnar, að ef ég sjái nokkurn mann hlæja að tilburðum mínum, þá fari ég heim. Þegar stúlkan hvilir í örmum mín- um í þöglu atriðunum þá tel ég: 1,2,3,4,5, og stúlkan í örmum mín- um telur áfram: 6,7,8,9,10!” ÁFRAM CASANOVA! Donald Sutherland hefur tekið að sér að leika Casanova. „Það er með ólíkindum,” segir hann, „en allt sem skrifað var um Casanova var hreinn sannleikur, þótt ótrúlegt sé”. Donald, sem er þekktur fyrir leik í myndum á borð við The Dirty Dozen, Klute og Don’t Look Now er kanadamaður. Hann virðist í fljótu bragði ekki vera týpan til að leika hinn mikla flagara, en Fellini, leikstjórinn frægi, valdi hann eftir mikla leit að réttum manni í hlutverkið. Hinn raunverulegi Casanova hafði ekki þann þokka til að bera, sem flestir ætla að heilli konur. Hann var hávaxinn, en klunna- legur, með arnarnef og missti fljótt hár. Hann var fæddur í Feneyjum árið 1725, sonur leikara og óperu- söngkonu. Hann gekk kirkjunni á hönd 15 ára gamall og var orðinn ábóti 17 ára gamall, en var varpað á dyr, þegar upp komst, að hann hafði samtímis dregið tvíburasystur vinar síns á tálar! Framvegis var lif hans helgað leit að hamingju, og hann áleit, að ham- ingjuna væri að finna í örmum kvenna og við spilaborðið. Honum mistókst hrapallega við spilaborð- ið, en náði undraverðum árangri i samskiptum sinum við kvenfólkið. „Hann var eii.nig lærdóms- maður”, bætir Donald við, „og þar sem hann sýndi mikla leikni i skylmingum, hestamennsku og á dansgólfinu, fannst konum hann ómótstæðilegur. Það koma margar Og áfram er haldið við umbreyt- inguna ___ augabrúnir faldar og nýjar límdar á. stúlkur fram í myndinni, en ég hef ekki æft mig sérstaklega í ástar- leikjum. Fellini segir, að Casanova hafi getað elskað átta konur í röð. En ég sagði honum, að ég gæti aðeins elskað sex konur í röð. Alltaf þegar ég ætla að gera betur fæ ég blóðnasir!” Casanova var úthverfur og naut sín í margmenni. En Donald er andstæða hans i einkalífi sínu. Hann snertir ekki peningaspil og er enginn sérstakur kvennamaður. Hann lifir í sátt og samlyndi með þriðju konu sinni, frönsk-kanadísku leikkonunni Francine Racette og tveggja ára gömlum syni þeirra, Roeg að nafni. Donald leggur sig allan fram í hlutverkinu. Þegar aðalmótleikari hans, hin fagra Sylvia Kristel (sem leikur í Emmanuelle) bíður hans í lokkandi stellingum í einu atrið- inu, þá segir hann brosandi: „Ég vildi óska, að þeir verði lengi að ljúka þessari kvikmynd...! ” Casanova virðist í góðum höndum! LENGI LIFI KONUNGURINN Það er leikarinn James Brolin, sem hefur tekið að sér að leika Clark Gable í mynd, sem heitir Lombard and Gable. „Þetta er gífurlega erfitt hlutverk”, segir hann. „Fólk segir að það jafngildi sjálfsmorði að reyna að leika Clark Gable, og það spyr: Hvernig dettur þér i hug að þú getir leikið Gable?” Steve McQueen, Warren Beatty og Burt Reynolds neituðu allir að Myndin til vinstri sýnir Clark Gable i lifanda lífi, en á myndinni til hægri er eftirhkingin, þ.e. leikarinn James Brolin umbreyttur. „Hann er svo likur Clark í útliti og öllum háttum, að mér stendur ekki á sama”, segir leikstjórinn Sidney Furie. taka þetta hlutverk að sér, og Burt sagði af þessu tilefni: „Það er nógu erfitt að leika, án þess að vera likt við Gable.” Fyrir 30 árum var Clark Gable fremstur i flokki karlleikara í Holly- wood, og Joan Crawford sæmdi hann eitt sinn heitinu Konungur Hollywood. Clark fékkst við margs- konar störf í æsku — skógarhögg, olíuvinnslu, sölumennsku og frétta- mennsku. Clark var orðinn þrítugur þegar Hollywood uppgötvaði hann, en strax fyrsta árið lék hann í hvorki meira né minna en 12 kvik- myndum. í augum kvenna var hann ímynd karlmennsku, og karlmenn voru reyndar sömu skoðunar. Eftir að hann lék í kvikmyndum'a borð við Uppreisnin á Bounty og Á hverf- anda hveli varð hann heimsþekktur og náría'st helgur í margra augum. Clark Gable var ekki hamingju- samur í einkalífi. Hann kvæntist fimm sinnum, en taldi sig ekki hamingjusaman nema i sambúðinni við þriðju konuna, Carole Lom- bard, en hún fórst i flugslysi þremur árum eftir að þau giftust. Myndin Lombard og Clark fjallar einmitt um ástir þeirra. Það er nýliðinn Jill Clayburgh, sem leikur Lombard. James Brolin, sem er þrjátíu og fimm ára, er furðu likur Clark Gable. Hann hefur svipað háralag, samskonar yfirvararskegg og háðs- Eftir tveggja tima vinnu er Donald horfinn, en fram stígur 18. aldar sögufræg persóna, sem... legt glott. En eyru hans eru ósköp venjuleg, svo grípa þurfti til hjálp- armeðala tíl að stækka þau og gera þau útstæð! „Ég er búinn að lesa allt um Gable”, segir James,” og hef séð allar kvikmyndir hans. Ég er búinn að eyða miklum tima fyrir framan spegil til að likja eftir svipbrigðum hans. Þrátt fyrir að hann væri mikill á velli og með sterkan persónuleika, þá var hann í raun ákaflega gæflyndur maður. Hann gat setið tímunum saman með fólki án þess að segja orð, og ég er reyndar þannig gerður sjálfur...” Og það er fleira líkt með þeim. Clark Gable var fyrirtaks hesta- maður, og það er James einnig. Gable naut þess að vera utan dyra, og sama er að segja um James. Jafnvel smekkur þeirra gagnvart kvenfólki er líkur. Gable líkaði best við lágvaxnar blondinur, og James r einmitt kvæntur einni af þeirri i :erð. Sú heitir Jane. * ...likist furðumikið hinum maka- lausa kvennabósa — Giovanni Casanova!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.