Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 4
Þrír frazgir elskhugar birtast uftur Valentino... Casanova... Clark Gable... mestu elskhugar allra tíma. Það er ekki heiglum hent að feta í fótspor þeirra, en einmitt í ár hafa þrír leikarar tekið að sér að bregða sér í gervi þessara frægu manna. Þeir heita Franco Nero, Donald Sutherland og James Brolin. Hvað segja þeir um stjörnurnar, sem þeir reyna að endurlífga á hvíta tjaldinu? EINSTAKUR MAÐUR Rudolph Valentino — eða réttara sagt ítalski leikarinn Franco Nero, virtist á báðum áttum: ..Valentino var einstakur maður. og það er mjög erfitt að ná fram þessu sérstaka aðdráttarafli, sem hann hafði á konur. Þessi maður hefur legið í gröf sinni í ein fimmtíu ár, en samt hrifur hann, eða endur- minningin um hann, konur nú- tímans”. Franco Nero er sjálfur hávaxinn, dökkur og myndarlegur, og það fer af honum orð sem elskhuga af suðrænum toga. Nero leikur Valen- tino i annarri af tveimur myndum, sem gerðar eru í ár i tilefni þess að fimmtiu ár eru liðin frá dauða Valentinos, en hann er enn mesti elskhugi, sem birst hefur á hvíta tjaldinu. Valentino var sonur fátækra hjóna, er stunduðu landbúnaðar- störf á Suður-ftalíu. Hann kom til Bandaríkjanna árið 1921, 18 ára gamall, og aleiga hans var einn bandaríkjadalur, en hann dreymdi samt stóra drauma varðandi fram- tíð sína. Hann fékk fyrsta hlutverkið strax sama árið í mynd, sem heitir Eyes of Youth, og það stóð ekki á frægðinni, áhorfendur urðu strax yfir sig hrifnir af þessari elskhuga- týpu. Næstu sjö árin lék Valentino í 22 myndum, og má nefna þar myndir á borð við The Sheik og Blood and Sand. Franco Nero reynir i hlutverki Valentinos hvað hann getur að ná fram hinum sérstaka sjarma hins suðræna elskhuga. Á hverjum degi eyðir hann tveimur tímum í að farða sig og breyta andlitinu í líkingu við andlit Valentinos, og það tekst ótrúlega vel. Þegar Valentino lést af völdum krabbameins i maga árið 1926 þá komu yfir 125 þúsund konur út á götur New York borgar til að sjá Á erri myndinni er íiaiski ieikurinu Franco Nero, mikill hjartaknúsari. Á neðri myndinni er hann kominn í gervi Valentinos, en ekki er hann alveg sáttur við breytinguna. ,,Ég hata stutt hár og get ómögulega fellt mig við að líta svona virðu- lega út”. likfylgdina, og ein kona, i ham- ingjusömu hjónabandi, að því best er vitað, skaut sig, er hún frétti lát Valentinos. Kona nokkur hefur komið að gröf Valentinos einu sinni i mánuði í þau 50 ár, sem liðin eru frá dauða hans, og önnur kona geymir enn í gull- sleginni kistu skyrtuslitur, sem henni tókst að rífa af honum árið 1924! ' Fyrst er hárið tekið til meðferðar, og siðan er nefinu lyft og fyllt út í með sérstökum massa, sem síðan er kinnarnar... málaður með andlitslitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.