Vikan

Issue

Vikan - 23.12.1976, Page 4

Vikan - 23.12.1976, Page 4
Þrír frazgir elskhugar birtast uftur Valentino... Casanova... Clark Gable... mestu elskhugar allra tíma. Það er ekki heiglum hent að feta í fótspor þeirra, en einmitt í ár hafa þrír leikarar tekið að sér að bregða sér í gervi þessara frægu manna. Þeir heita Franco Nero, Donald Sutherland og James Brolin. Hvað segja þeir um stjörnurnar, sem þeir reyna að endurlífga á hvíta tjaldinu? EINSTAKUR MAÐUR Rudolph Valentino — eða réttara sagt ítalski leikarinn Franco Nero, virtist á báðum áttum: ..Valentino var einstakur maður. og það er mjög erfitt að ná fram þessu sérstaka aðdráttarafli, sem hann hafði á konur. Þessi maður hefur legið í gröf sinni í ein fimmtíu ár, en samt hrifur hann, eða endur- minningin um hann, konur nú- tímans”. Franco Nero er sjálfur hávaxinn, dökkur og myndarlegur, og það fer af honum orð sem elskhuga af suðrænum toga. Nero leikur Valen- tino i annarri af tveimur myndum, sem gerðar eru í ár i tilefni þess að fimmtiu ár eru liðin frá dauða Valentinos, en hann er enn mesti elskhugi, sem birst hefur á hvíta tjaldinu. Valentino var sonur fátækra hjóna, er stunduðu landbúnaðar- störf á Suður-ftalíu. Hann kom til Bandaríkjanna árið 1921, 18 ára gamall, og aleiga hans var einn bandaríkjadalur, en hann dreymdi samt stóra drauma varðandi fram- tíð sína. Hann fékk fyrsta hlutverkið strax sama árið í mynd, sem heitir Eyes of Youth, og það stóð ekki á frægðinni, áhorfendur urðu strax yfir sig hrifnir af þessari elskhuga- týpu. Næstu sjö árin lék Valentino í 22 myndum, og má nefna þar myndir á borð við The Sheik og Blood and Sand. Franco Nero reynir i hlutverki Valentinos hvað hann getur að ná fram hinum sérstaka sjarma hins suðræna elskhuga. Á hverjum degi eyðir hann tveimur tímum í að farða sig og breyta andlitinu í líkingu við andlit Valentinos, og það tekst ótrúlega vel. Þegar Valentino lést af völdum krabbameins i maga árið 1926 þá komu yfir 125 þúsund konur út á götur New York borgar til að sjá Á erri myndinni er íiaiski ieikurinu Franco Nero, mikill hjartaknúsari. Á neðri myndinni er hann kominn í gervi Valentinos, en ekki er hann alveg sáttur við breytinguna. ,,Ég hata stutt hár og get ómögulega fellt mig við að líta svona virðu- lega út”. likfylgdina, og ein kona, i ham- ingjusömu hjónabandi, að því best er vitað, skaut sig, er hún frétti lát Valentinos. Kona nokkur hefur komið að gröf Valentinos einu sinni i mánuði í þau 50 ár, sem liðin eru frá dauða hans, og önnur kona geymir enn í gull- sleginni kistu skyrtuslitur, sem henni tókst að rífa af honum árið 1924! ' Fyrst er hárið tekið til meðferðar, og siðan er nefinu lyft og fyllt út í með sérstökum massa, sem síðan er kinnarnar... málaður með andlitslitum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.