Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 47

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 47
minn. Herra Lee-Wortley og systir hans. En hún var nú auðvitað alls ekki systir hans. Það datt engri okkar í hug! Og svo var hún alls ekki veik. Það hefðum við allar getað sagt ykkur. Við héldum — við héldum allar — að eitthvað skrítið væri að gerast. Ég skal segja yður alveg eins og er, herra minn. Ég var í baðherberginu hennar að skipta um handklæði og svoleiðis, og ég lá á hleri. Hann var inni í herberginu hennar og þau voru að tala saman. Ég heyrði hvað þau voru að segja eins vel og hefði ég staðið inni í herberginu hjá þeim. „Þessi leynilögreglumaður, ” var hann að segja. „Þessi náungi, Poirot, sem er að koma hingað. Við verðum að gera eitthvað við því. Við verðum að ryðja honum úr vegi eins fljótt og hugsanlegt er.” Svo lækkaði hann andstyggi- legan og ógnvekjandi róminn og sagði við hana: „Hvað settirðu það?” Og hún svaraði: „t búðing- inn.” 0 herra minn, hjartað í mér tók svoddan stökk að ég hélt það ætlaði að hætta að slá. Ég hélt að þau ætluðu að eitra fyrir yður i jólabúðinginn. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Frú Ross hlustar ekki á fólk eins og mig. Þá datt mér i hug að skrifa yður viðvörunar- bréf. Ég gerði það og lagði það á koddann yðar svo að þér sæjuð það þegar þér færuð að sofa.” Annie þagnaði og stóð á öndinni. Poirot virti hana fyrir sér góða stund alvarlegur í bragði. „Þú hefur séð allt of margar leynilögreglukvikmyndir, held ég, Annie,” sagði hann að lokum, „eða kannski er það sjónvarpið sem hefur þessi áhrif á þig? En það sem máli skiptir er að þú hefur gott hjarta- lag og ert bara þó nokkuð glúrin. Þegar ég kem til Lundúna ætla ég að senda þér einhvem glaðning. ” „0 þakka yður fyrir, herra. Þakka yður innilega fyrir, herra minn.” „Hvað viltu að ég sendi þér?” „Má ég velja mér það sem ég vil herra? Get ég fengið hvað sem ég vil?” „Innan vissra takmarka,” sagði Poirot varkárnislega, „já.” „0, herra, gæti ég fengið snyrti- veski? Ekta snyrtiveski eins og systir herra Lee-Wortleys, sem var svo ekkert systir hans, átti?” „Já,” sagði Poirot, „já, ég held að það ætti að vera framkvæman- legt.” „Þetta er athyglisvert,” sagði hann hugsandi við sjálfan sig. „Ég var staddur í safni um daginn og var að skoða gamla muni frá Babylon eða einhverjum þvilíkum stað, eldgamla — og meðal þeirra voru baukar undan snyrtivömm. Konuhjartað breytist ekki.” „Hvað segið þér, herra minn?” sagði Anniew. „Það var ekkert,” sagði Poirot. „Ég var bara að hugsa upphátt. Þú skalt fá snyrtiveskið þitt barnið gott.” Anna flýtti sér í burtu frá sér numin af gleði. Poirot horfði á eftir henni og kinkaði kolli ánægður. „Ah,” sagði hann við sjálfan sig. „Og núna fer ég. Hér hef ég ekkert meira að gera.” Allt í einu fann hann tvær hendur læðast undir handleggina á sér. „Ef þér vilduð gjöra svo vel aö standa kyrrir undir mistilteininum eitt augnablok...” sagði Bridget. Hercule Poirot þótti það gaman. Honum þótti það afar gaman. Hann sagði við sjálfan sig, að þetta hefðu verið mjög góð jól. SÖGULOK. Möguleiki fyrirþig, fyrir SÍBS Nú eru meiri möguleikar en nokkru sinni fyrr á því ab hljóta einhvern af hinum veglegu vinn- ingum happdmttis okkar. En þab eru ekki abeins þínir möguleikar til vinnings sem auk- ast. möguleikar SIBS til þess ab halda áfram uppbyggingu á Reykjalundi aukast til muna, og þar meb aukast einnig möguleik- ar á hjálp. fyrir alla þá sem þurfa á endiirhaefingu ab halda. Happdrœtti SÍBS Auknir möguleikar allra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.