Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 38
mundi mér aldrei takast, svo ég reyndi bara að sœtta mig við örlögin um leið og ég settist í stólinn og horfði ósmeykur framan í stúlkuna (vona ég). Hún nálgaðist mig á hægri hlið með hnifinn. Hélt sýnilega, að ég væri hægri maður, svo ég flýtti mér að segja: ,,Ég hefi nú verið að hugsa málið betur og mér sýnist sem svo, að vinstri hliðin sé...” en ég varð of seinn. Hún hafði gripið krampakenndu taki um hægra eyrað — og byrjaði neðan á þvi — ég fann...ekkert!, því hún hætti við að taka af mér eyrað. I þess stað skellti hún bómullar- hnoðra á það, rétti mér fullt glas af einhverju, sem leit jafnsakleysis- lega út og vodkablanda og sagði mér að drekka nú af hjartans lyst allt til botns. Öneitanlega hresstist ég við svona hjartnæmar móttökur, og þó þetta væri nú fyrir hádegi, ákvað ég samt að breyta út af reglunni og þambaði mjöðinn sem óðast. Þegar ég hafði lokið úr glasinu, fann ég bragðið, og það var dí sætt. ,,Hvað er nú þetta?” spurði ég varfærnislega. ,,Þrúgusykur”, mælti hún spekingslega og leit á armbandsúrið sitt. ,,Nú ferð þú fram á biðstofu og bíður þar rólegur i klukkutíma og kemur svo hingað aftur. Þá höldum við áfram.” En á meðan þrúgusykurinn var að renna af mér, ákvað ég að ná tali af yfirlækninum Nikulási Sigfús- syni til að fá hjá honum áreiðan- legar upplýsingar um hvað væri eiginlega á seyði og hvort ég mundi sleppa lifandi úr þessu öllu saman. — Rannsóknin hérna beinist fyrst og fremst að hjarta- og æða- sjúkdómum og að finna einkenni um þá sagði Nikulás. Sömuleiðis að leita eftir öðrum skyldum sjúk- dómum, sem eru að einhverju leyti tengdir hjarta- og æðasjúkdómum og geta haft áhrif á tiðni þeirra. Sömuleiðis athugum við ýmis atriði svo sem lifnaðarhætti o.fl., sem gætu e.t.v. haft einhverja þýðingu i þessu sambandi eða haft áhrif á slíka sjúkdóma. Svo má segja, að um leið fari fram almenn heilsu- farsskoðun. Að vísu eru ýmis líffæri sem ekki er litið á, svo sem melt- ingarkerfi eða taugakerfi, þótt vel geti komið í ljós einkenni um sjúkdóma frá þeim líffærum. I þeim tilgangi eru t.d. þær spurningar bornar fram, sem þú fékkst hérna þegar þú komst. Við höfum ný- lega bætt þeim inn á listann til að fá meiri yfirsýn. Við gerum að vísu nokkrur athuganir aðrar, sem eru fljótlegar og tiltölulega ódýrar, svo sem athuganir á gláku, en hún er algeng hér á landi. Það munu vera um 2% af körlum hér ó landi, komnir yfir fertugt, sem eru með gláku... — Er gláka algengari hjá körlum en konum? — Já, það er hún..og þetta er sjúkdómur, sem er alveg einkenna- laus i upphafi, þannig að hann finnst þó ekki nema með rannsókn. En þá er hægt að stöðva sjúkdóm- inn með tiltölulega einföldum að- gerðum. Gláku er að vísu ekki hægt að lækna, en með lyfjum eða öðrum aðgerðum er hægt að stöðva hana á því stigi, sem hún er. Sykurþols- prófun er hér einnig framkvæmd, en með henni er hægt að finna sykursýki fyrr en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir einkennunum. Þannig er hægt að ná til þessara Sjúklinga fyrr en ella, sem einnig hjálpar til við að gera sjúkdóminn viðráðanlegri, en sykursýki er í dag ólæknanleg, eins og þér er kannski kunnugt um. — Ég varð var við að tekin voru nokkur blóðsýni, hvaða sjúkdóma getið þið fundið með því? — Það eru framkvæmdar einar 10 prófanir á öllum blóðsýnum, og með þeim fáum við vitneskju um ýmis- legt, svo sem fitumagn í blóðinu eða kólesterólinnihald þess, tvö lifrarpróf eru tekin, þvagsýra er mæld, og þvagefni (kreatínin) blóð- sökk o.fl.... — Þú minntist á mælingu í þvag- efni. Fer sú mæling fram á blóð- sýnum? — Þú átt vafalaust við rannsókn á starfsemi nýranna. Já, eitt blóð- sýnið veitir okkur upplýsingar um það, en þar að auki framkvæmum við rannsókn á þvagi fólks. Sú rannsókn veitir okkur frekari upp- !ysingar um starfsemi nýrnanna og beinist ef til vill fyrst og fremst að orsökum fyrir of háum blóðþrýst- ingi. Orsakir hans er yfirleitt erfitt að finna, — en ef slík orsök finnst, þá er hennar oftast að leita hjá nýr- unum. — Semsagt, aðaláherslan er lögð á hjarta- æða- og lungnasjúkdóma, en auk þess er leitað að gláku, sykursýki og nýmasjúkdómum á byrjunarstigi og aukinni fitu í blóði, allskonar blóðsjúkdómum, liða- og taugasjúkdómum. Ég vil þó benda á, að því miður höfum við ekki möguleika til að rannsaka öll líffæri til hlítar, eins og maga og þarma. Ef við finnum ekkert athugavert, merkir það, að við höfum ekki fundið merki um neinn sérstakan sjúkdóm. — Og hver eru síðan lok ykkar rannsóknar, Nikulás? — Að lokinni fyrstu rannsókn kemur sjúklingurinn svo til okkar aftur, en þá fer fram frekari rann- sókn á þeim líffærum, sem okkur finnst nauðsynlegt vegna fyrstu rannsóknar. Að því loknu ræðir læknir við sjúklinginn og skýrir lauslega frá niðurstöðum okkar. Ef allt hefur reynst í lagi, þá em allir í góðu skapi þann daginn, en ef einhverju hefur reynst ábótavant, er honum ráðlagt að leita frekari rannsókna eða læknis, eftir því sem við teljum heppilegast. Sjúkdómaskrá fyrir sjúklinginn ásamt niðurstöðum okkar er síðan send viðkomandi heimilislækni, sem siðan ákveður frekari meðferð. Okkar hlutverki er þar með lokið. En ef við verðum varir við einkenni, sem krefjast skjótra aðgerða eða frekari skjótra rannsókna, þá tilkynnum við sjúkl- ingi slíkt og gemm okkar til að hann fái tilsvarandi meðhöndlun sem fyrst. — Það kom fram í sjónvarps- viðtali við ykkur fyrir nokkm, að tiðni á of háum blóðþrýstingi væri rnikil hér í landi. Viltu ræða það eitthvað frekar? - Jó. Við vomm þar með aðvar- anir til fólks um að fylgjast mjög vel með blóðþrýstingi hjá sér. Það er einkar auðvelt, tekur svo til engan tíma og er algjörlega sárs- aukalaust. En við - og raunar flestir aðrir læknar - höfum tekið eftir því, að þessi sjúkdómur þ.e. hár blóð- þrýstingur er mjög algengur hér á landi. Við höfum af þessu vissar áhyggjur, því þótt sjúkdómurinn sé sjálfur einkennalitill í byrjun þó er hann oftast undanfari - eða beinlínis valdur að - ýmsum hættulegum hjartasjúkdómum. Of hár blóð- þrýstingur er oft valdur að ótíma- bæmm dauða sjúklings. Slikt óstand er þvi sárgrætilegra, þegar maður veit, að of hóan blóþrýsting er svo til ávallt mjög auðvelt að lækna með lyfjagjöfum, og hafa á undanförnum ámm komið á mark- aðinn mörg ný lyf þessu til staðfest- ingar. - Vilt þú nefna mér einhverjar tölur, sem sýna tíðni þessa sjúk- dóms? 38 VIKAN 52. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.