Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 12
Eins og að skroppa Öhætt er að segja, að viss frægðarljómi leiki um sjónvarps- þulina og ekki er laust við, að þessar vel snyrtu konur veki umtal og bæði öfund og aðdáun, þegar þær tala til þjóðarinnar af skjánum. En allt eru þetta hinar elskulegustu stúlkur og orðnar fastir heimilis- vinir víða. Vikan ræðir við þá yngstu í starfinu, Birnu Hrólfsdóttur. Segja má, að það sé orðin föst hefð, að Vikan tali við nýbakaða sjónvarpsþuli. Því átti Birna Hrólfsdóttir sér engrar undankomu auðið, þegar Vikan kom að máli við hana og minnti hana á. að hefð væri hefð, og hvort við ættum ekki bara að skella okkur í þetta. Reyndar höfðum við siðan i vor átt inni viðtal við Birnu, en hún óskaði eftir því að fá að eldast dálítið í starf- inu. áður en Vikan færi að rekja úr henni garnirnar. Óhætt er að segja, að viss frægð- arljómi sé yfir þularstarfinu og ekki laust við, að þessar vel snyrtu og vel greiddu konur veki bæði aðdáun öfund og umtal, þegar þær ávarpa land og þjóð af skjánum. Fjöl- breyttur klæðnaður þeirra hefur jafnvel orðið tilefni blaðaskrifa, og eflaust eru þeir til, sem halda, að þær liggi i freyðibaði og verji miklum hluta dagsins i að snyrta sig og fegra og fara í gegnum fataskápinn til að taka sig sem best út, þegar þær koma á skjáinn. En flestar fara þær úr sínum húsmóður- og móðurhlutverkum í gervi sjónvarpsþulsins, líkt og leik- konan, sem fer til vinnu sinnar í leikhúsinu. Munurinn er aðeins sá, að þegar sjónvarpsþulur fer til vinnu, birtist hann inni i stofu á flestum heimilum landsins. Þegar við vorum búin að hreiðra um okkur í hlýlegri stofunni hjá Birnu og fjölskyldu hennar, eigin- manninum Einari Sveinssyni og börnum þeirra tveim, Ástu Sigríði 5 ára og Hrólfi 2 ára, hófum við samtalið á hefðbundinn hátt með Okkar fataskápar eru éreiðanlega hvorki stærri né fyllri heldur en gerist og gengur. Blaðam: — Og hvernig var svo fyrsta kvöldið í sjónvarpinu? Birna: — Eftirminnilegt í alla staði, ég held ég gleymi því ekki, meðan ég lifi. Ég var dauðhrædd og hafði legið andvaka í tvær nætur. En mér létti dálítið, þegar ég kom niður eftir, þvi samstarfsfólkið var boðið og búið til að létta mér þraut- ina og stappa í mig stálinu. Síðan þegar veðurfræðingurinn birtist, langaði mig mest til að hlaupa út, þvi nú var stundin að renna upp, og því var að duga eða drepast. En þegar ég var byrjuð, var eins og einhver ró færðist yfir mig, og þetta gekk ágætlega. Hins vegar kom bakslagið á eftir, og þá byrjuðu hnén líka að skjálfa. Síðan hef ég alltaf reynt að varpa þvi frá mér, að ég sé að birtast á flestum heimilum landsins og ímynda mér, að ég sé í mesta lagi að tala við manninn minn, börnin og samstarfsfólkið. Blaðam: — Finnst þér fólk ekki vera frjálslegra núna, þegar það VIÐTAL VIÐ BIRNU HRÖLFS- DÖTTUR SJÖNVARPSÞUL því að ég bað Birnu að gömlum íslenskum sið að gera grein fyrir sjálfri sér. Birna: — Ég er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Reykjavík, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík en síðan settist ég í Kennaraskólann. Það var síðasta árið sem stúdentar gátu lokið kenn- araprófi á einu ári, svo segja má, að ég sé hraðsoðinn kennari. Meðan ég var í 3kóla hafði ég byrjað sem „sumarfugl” við flugfreyjustörf hjá Loftleiðum og hélt þvi áfram að fljúga eftir að ég lauk námi. Síðan gifti ég mig, eignaðist dóttur okkar, byrjaði að kenna við Breiðholts- skólann og var við kennslu, þegar ég sótti um starfið hjá sjónvarp- inu. Viltu fá alla þá sögu? Blaðam: —• Já endilega, mér skilst, að þetta sé eitt eftirsótt- asta starf, sem auglýst er, og færri komistaðen vilja. Birna— — Nú, ég sá starfið auglýst i einu dagblaðanna og hafði áhuga, en sagði engum frá því, var svona bara að melta þetta með sjálfri mér, Daginn sem umsókn- arfresturinn rann út kom systir min í heimsókn, og ég laumaði þvf út úr mér, að ég hefði verið að hugsa eitthvað um þetta. Það skipti engum togum, hún dreif mig upp í sjónvarp, eins og ég stóð, og ég fyllti út umsóknina 10 mínútum fyrir fimm. — Síðar voru umsækjendur kall- aðir í prufu og látnir lesa íslenskan texta með samansafni af öllum þeim erlendu orðum, sem mögulega er hægt að troða saman í einn texta. Þegar ég frétti um allan þann fjölda, sem sótt hafði um, gaf ég þetta alveg frá mér, en þegar hringt var til mín og mér tilkynnt, að ég hefði fengið starfið, gat ég ekki tekið við því. Við vorum á förum til Bretlands, þar sem maðurinn minn ætlaði að vinna í eitt ár. Þegar við síðan komum heim að ári, hafði ég samband við sjónvarpið, og þá stóð þannig á, að Gísli Baldur þulur var að hætta, og ég hoppaði inn í hans starf. 12 VIKAN 52. TSL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.