Vikan

Issue

Vikan - 23.12.1976, Page 9

Vikan - 23.12.1976, Page 9
★ ★ ★ Holberg kraföist þess eitt sinn af nábúa sínum, að hann lógaði hananum sinum, af því það vaeri ekki svefnfriður fyrir honum á nóttunni. Nábúinn svaraði: „Þaðkemurekkitilgreina, nema þá að Holberg barón þjóni hænun- um í hanans stað." ★ ★ ★ Bankaræningi lenti í orðaskaki viö taugaóstyrkan bankamann. ,,Svona, hr. ræningigeriö þaðfyrir mig að taka bókhaldsskræðurnar líka. Á morgun er von á endurskoö- anda bankans." ★ ★ ★ ,,Það var svo skítugt á heimili okkar, þegar ég var að alast upp," sagði frægur leikari,, ,að hundurinn gat grafið beinin sín á stofu- gólfinu." ★ ★ ★ S/FUSWfc'LL ★ ★ ★ Maður einn, sem sat í fangelsi, sótti um náðun á þeim forsendum, að hann óttaöist að hann mundi spilla samföngum sínum. Af við- tölum sínum við þá hafði hann sem sé komist að því, að hann væri eini seki maöurinn þarna inni. ★ ★ ★ Einn af viðskiptavinum Abra- hams Levinskys var þekktur að tregðu og seinlæti að borga reikninga. i örvæntingu sinni sendi Levinsky honum eftirfarandi bréf: „Herra minn. Hver keypti heil- mikið af vörum af mér og borgaði ekki? Þú. Og hver lofaði að borga eftirtvo mánuði? Þú. Hver borgaöi ekki eyri i hálft ár? Þú. Hver er þorpari, þjófur og lygari? Þinn einlægur, A. Levingsky." ★ ★ ★ Áramótaboð Við erum ekki fyrr búin að ná okkur eftir jólamatinn en við dembum okkur í áramótafagnaðinn með öllum sínum veisluföngum og húllumhæi. Blái fuglinn býður lesendum næstu VIKU i áramótaboð til Ástu og Binna, sem margir kannast við, en þau heita fullum nöfnum Ásta Kristjánsdóttir og Hendrik Berndsen og eiga verslunina Blóm og Ávextir. Þau taka á móti okkur á sínu sérstaklega fallega heimili prúðbúin og í veisluskapi, og við fáum að sjá skreytt borð og uppskriftir af gómsætum réttum á áramótaborðið. I NÆSTU lflKU íslensk framhaldssaga Með nýju ári hefst ný framhaldssaga í VIKUNNI, og í þetta sinn er hún eftir óþekktan íslenskan höfund, Eddu Ársælsdóttur. Þetta telst nokkur viðburður, og i næsta blaði verður söguþráðurinn lauslega rakinn og auk þess birtstutt viðtal við höfund hennar, sem er tæplega þrítug húsmóðir í Breiðholtinu. James Hunt Núverandi heimsmeistari í kappakstri (Formula 1) er englendingurinn James Hunt. Um hann leikur mikill ævintýraljómi, augu alheims beinast að honum, hann á glæsilegt einbýlishús á Spáni, og hann er umkringdur fögrum konum. Sjálfur lifir hann aðeins fyrir kappakstur, ekkert getur komist upp á milli hans og bílsins. Það segir nánar af James Hunt í næsta blaði. Eru byssuleikir hættulegir? Margir foreldrar hafa áhyggjur af því, hvernig börn þeirra leika sér, einkum ef þeir telja sig merkja ofbeldishneigðir í leikjum þeirra. Þeir fordæma byssuleiki og reyna að hafa áhrif á það, að börn leiki sér öðru vísi. Enalltkemurfyrirekki,börnin,einkumdrengir á vissu aldursskeiði, taka byssuleiki fram yfir flesta aðra leiki — og sálfræðingar telja enga hættu á ferðum. Sjá grein i næsta blaði. Áramótahrollvekj a Við birtum reglulega áramótahrollvekju í næsta blaði, sögu, sem gerist á gamlárskvöld og segir frá stúlku, sem ætlaði að opinbera trúlofun sina, en varð i þess stað að sitja ein heima, af því unnustinn þurfti að sinna skyldustörfum. Grunlaus hleypir hún inn ókunnugum manni, sem biður um að fá lánaðan síma. Svo sér hún, að hann hefur slitið símasnúruna... VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdís Árnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Siðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 i ársóskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 52. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.