Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.12.1976, Side 18

Vikan - 23.12.1976, Side 18
lÍUNDlU1 7, og 8 skÚt*4 ^ y§P@* frá^^^ÉOOO, mörgum stærðum og gerðum MMM flU.\fJIÍIU) I j(S5g Skrifborðsettin yinsíeiu fyVir börn og unglinga Hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum og myndaiista. '2‘,r. Einnig getið þér komiö með yðar hugmynd og við smíðum fyrir yður það sem þér óskið. . Þessi húsgögn eru öll úr hardfergðum spónarplötum, bæsuð og lökk í mörgum litum, HHH _ Ein PÚSUNI) KRONUR isluskilmálar, Ath. Viö sendum hvert á land sem er. AUÐBREKKll 63 KÓPAVOGl Bíll ásamt bílstjóra, sem hann hafði pantað í gegnum talstöð vélarinnar, var ókominn. „Hann hlýtur að koma á hverri stundu herra Krieger,” sagði maðurinn sem annaðist farþegaþjónustuna. „Það eru hátíðahöld í þorpinu í dag. Skrúðgöngur liðka ekki beinlínis umferðina eins og þér vitið.” Krieger kinkaði kolli og huggaði sig við það að Samaden var við þjóðveginn, sem lá í norður, rakleitt til Tarasp. Þangað voru nákvœm- lega þrjátíu og þrjár mílur. Ef lánið léki við hann gæti hann ekið þangað á hálftíma. En þá^yrði hann líka að vera heppinn og ekki lenda í fleiri skrúðgöngum eða umferðarhnútum Maðurinn leit á sáraumbúðirnar, sem Krieger var með um höndina. ,,Nú skil ég til hvers þér báðuð um bílstjóra líka,” sagði hann fullur samúðar. „Þetta er ekkert alvarlegt. Að- eins lítilsháttar brunasár.” Ekkert á við það sem það hefði getað orðið, hugsaði Krieger, og vissulega ekkertj líkingu við það sem til stóð. Hann horfði á rólegt andlit manns- ins og varð hugsað til þess hvemig svipurinn yrði ef hann segði honum sannleikann. „I friðsömum bak- garði fyrir aftan virðulegt hótel í Merano, hafði verið möndlað þannig við hurðina á bílnum mínum að þegar sest var upp i hann og hurðinni lokað átti að verða spreng- ing. En tveir snáðar voru af tilvilj- un að þvælast í kringum bílinn og opnuðu hurðina til þess að sjá hvernig ameriskur bill liti út að innan. En er þeir sáu mig nálgast skelltu þeir hurðinni aftur. Já, þannig hafði átt að vanda mér kveðjurnar. Hvað drengina snerti sluppu þeir ómeiddir og aðeins lítið brunagat á jakka annars þeirra. Eldurinn náði ekki að læsast um bílinn og það reyndist auðvelt að ráða niðurlögum hans. Hann hafði því sloppið með skrekkinn og þennan minniháttar bruna. En hvemig átti hann nú að komast frá Merano? Jú, i leigubil. Það vom aðeins tuttugu mílur að flugvellin- um í Bolzano.” En Krieger hélt aftur af sjálfum sér. I stað þess leit hann á séraumbúðimar og sagði. „Verst að nú get ég ekki troðið í pípuna mína.” Maðurinn hafði nú ekki eins miklar áhyggjur út af seinkuninni. Ameríkaninn virtist taka þessu með þolinmæði. Hann var gjörólíkur þeim sem höfðu komið rétt á undan honum. „Mér þykir leitt að þér skuluð verða fyrir þessari töf,” sagði hann. „Það er ekki yðar sök. Ég kem hingað aðeins á óþægilegum tíma. En segið mér, hvað er þessi rússneska vél að gera í Samaden? Þér ætlið þó ekki að segja mér að 18 VIKAN 52.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.