Vikan

Issue

Vikan - 23.12.1976, Page 36

Vikan - 23.12.1976, Page 36
Spyrnt við fótum Blaðamaður VIKUNNAE fer í heimsókn til Hjartaverndar, sem hjálpar okkur öllum til að ,,spyrna við fótum,> gegn nauðungarflutningunum yfir landamærin, sem við eigum öll fyrir höndum. Þarna stóð ég spekingslegur en fáklasddur fyrir framan vigtina og sveipaði um mig skósíðri slá líkt og Neró gerði forðum, og hugsaði til allra þeirra hnífa, skæra, nála og annara pyntingatækja, sem brugðu bliku sinni umhverfis mig þarna í salnum. Varð mér þá hugsað til orða Marteins Lúthers, er hann hrópaði: Hér stend ég og get ekki annað. Að vísu fannst mér alveg ástæðu- laust að hrópa. Og í rauninni var alveg tilgangslaust að segja nokk- uð, en samt hugsaði ég til þessara þekktu orða. Við nánari athugun fannst mér samt réttara að breyta þeim örlítið. Ég rétti þessvegna virðulega úr mér um leið og ég hratt frá mér slánni og stóð nú íklæddur skraut- legum garlonnærbuxum frá ísrael og mælti þungum rómi en festu- legum: Hér stend ég, af fúsum og frjálsum vilja og fel mig örlögunum á vald. Þessi alvöruþrungnu orð voru að visu ekki mælt upphátt, en það breytir litlu að sinni. Ég var nefnilega þarna staddur að eigin beiðni, sem upphaflega var samþykkt á fundi ritstjórnar VIK- UNNAR, um að ég kynnti mér nánar og skýrði frá, hvað fram færi á þessum virðulega stað. Auðvitað grunaði ég samstarfsmenn mína um að óska þess í laumi, að ég yrði dæmdur úr leik, en ég ætlaði svo sem að sýna þeim fram á, að þeim yrði ekki kápan úr þvi klæðinu. Þessvegna hafði ég fúslega farið fram á það við Hjartavernd, að þeir skoðuðu mig og gæfu mér i hend- urnar skriflegt vottorð um að ég væri bara almennMnisskilinn. Það er svo lítið bilið á milli vitleysunnar hjá mönnum - og ,,genialitets”. Þessari beiðni minni hafði verið tekið ljúflega - kannski með örlítilli meðaumkvun - og þessvegna stóð ég nú þarna fyrir framan vigtina og fór yfir það i huganum, hvort ég En nú tekur alvara lífsins vifi. minni fyrstu. Sú síðasta hefur ekki verið framleidd ennþá. Eg komst ekki uppúr mógröfinni aftur, því mig svimaði svo mikið, og pabbi fann mig þar loks eftir mikla leit, þegar langt var liðið á nótt. Og sígarettupakkinn er þar ennþá. Ég skrifaði því Commander en sleppti May Blossom, Abdullah, Black Cat, og Players (Navy Cut.) Við nýrnasteinana hjá mútter setti ég bara spurningu. Hvort sem er of seint að fara að rexa um þá núna, hugsaði ég. En þetta er alvarlegt mál, því ef maður svarar ekki samkvæmt bestu samvisku, hvernig skyldi þá vesalings stúlkunni líða, sem þarf að vinna úr þeim öllum þarna niðurfrá og koma svörunum inná gataspjöld. Hvað segði tölvan þá? „Sendið manninn samstundis heim og segið honum, að hann sé dauður fýrir löngu. ” Ég hafði semsagt svarað öllu eftir bestu vitund og hafði skilað svör- í biðsal nýs lífs. hefði nú svarað 568. spurningunni rétt. Ég hafði nefnilega fengið heimsendar um 600 spurningar i pósti (gef eða tek 5), og hafði lagt afganginn af samviskunni í að útfylla þær rétt. Hafði mamma sáluga haft nýrna- steina? Hafði ég fengið liðagigt á barnsaldri? Er eggjahvíta í þvag- inu? Var þvagbunan kraftminni eða kraftmeiri fyrir 12 mánuðum? Hvaða tegundir af sígarettum hafði ég reykt þegar ég var litill? Hve mörg grömm af piputóbaki reykti ég á viku? 1 hreinskilni sagt hafði ég lúmskt gaman af að svara spurningunum. Ég minntist þá þess, þegar ég hafði' stolið heilum pakka af Comm- ander sígarettum heima og laum- ast með hann út í móa, þar sem ég fann þurra mógröf til að skriða ofaní. Þar hafði ég síðan kveikt í Virðingar- og spekingssvipurinn hefði hæft hvaða Neró sem er. 36 VIKAN 52 TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.