Vikan

Útgáva

Vikan - 23.12.1976, Síða 39

Vikan - 23.12.1976, Síða 39
- Já. Tíðni sjúdómsins vex með aldrinum. Okkar rannsóknir hafa hafist á 34 ára körlum, en hjá þeim er tíðnin um 10%, sem fer siðan hækkandi eftir aldri, eða allt upp í 40% hjá þeim elstu. Og það er eftir- tektarvert, að um 3/4 sjúklinga, sem hafa komið hingað og eru með of Nikulás Sigfússon læknir. háan blóðþrýsting vita ekki um það, því að eins og ég sagði áðan, er sjúkdómurinn a.m.k. i byrjun alveg einkennalaus, en með timanum veldur hann skemmdum á æða- kerfinu, sem aftur hefur áhrif á ýmis viðkvæmari líffæri, svo sem hjarta, nýru og heila, en þessi þrjú líffæri eru viðkvæmust fyrir þessu og skemmast því fyrst, og þá oftast með alvarlegum afleiðingum eða illviðráðanlegum. Það er algengt, að þetta fólk fái t.d. heilabiæðingar, kransæðastíflu eða nýrnabilun. Um orsök sjúkdómsins er því miður mjög lítið vitað. Lækning á ein- kennum hans er auðveld, en ekki á orsökum, þar sem þær eru sjaldnast kunnar. Sem betur fer hefur á undanförnum áratug, eða svo, verið vaxandi áhugi á þessari veiki, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin... — ... hefur fengið af honum of háan blóðþrýsting...? Mér fannst ég verða að skjóta þessu þarna inn. Nikulás brosti lítillega. Fannst þetta sennilega of mikið alvörumál til að leyfa blaðamannabrandara. - Það má kannski segja sem svo, sagði hann hæglátlega, en hún hefur semsagt gert mikið til þess að hægt verði að gera sjúkdóminn viðráð- anlegri. M.a. hefur verið áþað bent, að möguleikar eru fyrir því að taka fyrir heil byggðalög í senn og láta þar fara fram allsherjar rannsókn á þessu sviði. Slíkt hefur verið gert og með góðum árangri. Sjúkdómurinn veitir nefnilega flest skilyrði fyrir slikri rannsókn. Hann er algengur, auðvelt að finna hann með einföld- um og ódýrum aðferðun, hann er alvarlegur, og það er hægt að lækna hann. Ein „einkenni” sjúkdómsins eru þau, að hann er ekki tekinn nógu alvarlega. Sjúklingurinn hefur engin óþægindi, álítur að hann sé alveg frískur og leitar ekki læknis. Og jafnvel þó hann geri það, þá vill gleymast að fara eftir fyrirsögn hans, og þá oft með skyndilegum og alvarlegum afleiðingum. Ráðin við þessum sjúkdómi eru helst þau að hafa sérstakar stofnanir, sem ekkert annað verkefni hafa. Slikar stofnanir hafa spjaldskrá yfir alla sjúklinga með þessa veiki og kalla þá inn með ákveðnu millibili til eftirlits, — og ganga eftir því, að sjúklingar mæti. Slíkar stöðvar hafa komið upp allvíða á undan- förnum árum og það hefur sýnt sig, að þær gera mikið gagn. — Er í rauninni ekkert, sem hægt er að ráðleggja fólki til að forðast að fá þessa veiki, Nikulás? — Þar sem orsök veikinnar er ekki kunn, þá er það því miður ákaflega fátæklegt. Þó má segja, að vaxandi grunur leiðist að mataræði hinna svokölluðu siðmenntuðu landa, og eitt atriði virðist þó nokkuð öruggt, en það er salt- neysla. Það er vaxandi grunur um, að aukin saltneysla manna auki ó líkur fyrir auknum blóðþrýstingi. Japanir neyta t.d. mikils salts, enda er veikin þar yfirgnæfandi i samanburði við aðrar frumstæðar þjóðir, sem hafa litla saltneyslu og sleppa vel. Það er þannig talið sannað, — á ýmsan annan máta en þann sem ég nefndi — að saltneysla sé skaðleg að þessu leyti. Þá mó og á það benda, að offita er sannanlega einnig mjög skaðleg, enda er lækn- ing hennar oft og tiðum einnig lækning á sjúkdómnum. — Hvernig skiptist þetta mður á kynin? — Þegar ó allt er litið, þá er það nokkurn veginn jafnt. Að vísu verður veikinnar oftar vart hjá yngri körlum en konum, en við aldurinn breytist þetta aftur körlum í hag, þannig að heildarútkoman verður nokkum veginn jöfn. — Hvað viltu segja mér um tíðni hjartasjúkdóma, sem þið leitið sér- staklega að? — Um það bil 8—9% þeirra, sem hingað koma í skoðun, reynist vera með kransæðasjúkdóm, og um það bil helmingur þeirra hafði ekki hugmynd um það. Sykursýki, sem einnig hefur áhrif á æðakerfið, er nokkuð algeng hér líka. Um 4—5% þess fólks, sem hingað kemur, er með eitthvað brenglað sykurþol, sem þýðir byrjandi sykursýki. Mik- ill hluti þess hafði ekki hugmynd um það. — Er hægt að stöðva veikina, þegar þið hafið fundið hana? — Já, það er hægt að halda þessu í skefjum með lyfjameðferð, og margir geta þannig orðið alveg eðlilegir. — Ég hef mitt vit í þessu efni frá sjónvarpinu, en þar heyrði ég fyrir skemmstu, að sjúklingar með syk- ursýki hefðu alveg ákveðna lífstíðar- von, sem að vísu færi hækkandi. Er þessu þannig farið? — Þarna hefur sennilega verið átt við jafnaðartölur. En við skul- um gera greinarmun á hinum ýmsu tegundum sykursýki. Til er t.d. meðfædd sykursýki, sem er öllu alvarlegri en sú, sem algengt er að þjói eldra fólk. Hún er yfirleitt væg. Og batalikurnar aukast stöðugt með betri meðferð. — Hvað geturðu sagt mér annað og frekar um heilsugæslu almennt? — Hjartasjúkdómar eru nú algengasta dánarorsökin. t barátt- unni við þá er vænlegast að taka fullt tillit til þess, sem ég áðan sagði um að fylgjast vel með blóðþrýst- ingnum, minnka saltneyslu og neyslu dýrafitu. Offita er þá ekki siður hættuleg. Ég vil undirstrika það, að offita er ekki aðeins ljót og óþægileg, heldur beinlinis hættu- leg. Mestu máli skiptir því matar- æðið, hve mikið maður borðar, hvað maður borðar — og svo kemur líkamshreyfing. Menn verða að breyta matarvenjum sínum strax frá æsku, þvi oftast skapast þá ákveðnar matarvenjur, sem auðvit- að verða að breytast, bæði vegna þess að maðurinn þarf annað fæði, eftir því sem aldurinn færist yfir, og vegna þess einnig — og ekki síður — að visindin hafa sannað, að vissar matarvenjur eru hollari en aðrar. — Aðalatriðið í því er að minnka fituneysluna um kannski 10___15%, sem eru nú engin ósköp. Borða meiri jurtafeiti, minnka sykur- neyslu og um leið heildarhitaein- ingafjölda. Þetta eru nú svona nelstu atriðin. — Mikilvægt í þessu sambandi er verð á vissum vörutegundum, en þvi miðuð hefur ekki verið tekið nægilega mikið tillit til þess af stjórnvöldum. Ég vil benda ó lítið dæmi. S.l. sumar var lagður vöru- tollur á ýmsar matvörur, sem að sjálfsögðu hækkaði verð þeirra hér innanlands. Undanþegið þessum tolli var þó sykur og hveiti, þannig að þær vörur urðu þá hlutfallslega ódýrari — og um leið meira keypt- ar. En heilbrigðissjónarmiðið gleymdist alveg. Það var heldur ekki tekið með í reikninginn, að meiri neysla á þessum vörum hefur sannanlega áhrif ó heilsufar manna og hækkar þannig framfærslu- kostnaðinn. Þarna myndast því vitahringur, sem e.t.v. er erfitt að stöðva. — Er engin opinber stofnun, sem gæti lagt á ráðin í svona tilfellum? — Nei. Að vísu er til svokallað „Manneldisráð”, sem um árabil hefur verið óstarfhæft, því það hefur enga fjórveitingu fengið. Nú var kallað í mig í gegn um hátalarakerfi stofnunarinnar, nú skyldi ljúka við að skera af mér eyrað, og hefði ef til vill mátt fyrr vera. Auðvitað kvaddi ég Nikulás Sig- fússon hið skjótasta, því ég hugsaði sem svo, að mín heilsa væri miklu mikilvægari en allra hinna, svipað og þeir hljóta að hugsa, sem neita manneldisráði um peninga. Þegar ég kom í skoðun næst, — því eitthvað virtust þeir ekki vera ánægðir með — þá var sá blóðdropi tekinn, sem ég hafði geymt í varasjóði, og mér fyrirskipað að bíða i tvo klukkutíma frammi á bið- stofu að þessu sinni, því nú ætluðu þeir að vera alveg vissir um útkomuna. Og endanleg úrslit? Ég tilkynnti þau við hátiðlega athöfn á ritstjóminni síðar um daginn. Þeir fundu ekkert að mér, hvorki likamlega né andlega. ERGO: Ég var ekki vitlaus. Ég var Geni. Ég hafði nefnilega stolist til að fá mér kaffisopa með einum sykur- mola um morguninn, — og þeir höfðu fundið molann, þó ég væri búinn að éta hann! KARLSSON. 52. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.