Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 44

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 44
Sþáin pildirfrá fimmtudegi til miðvikudags flff HRÚT'JRINN 21. mars - 20. april Þú nýtur þekkingar þinnar á vissu sviði og sökum þess hve þú ert stundum orðhepp- inn, gerirðu mikla lukku. Þú iðkar eitthvert gaman í sambándi við bókmenntir. .NAUTIÐ 21. apríl — 21. maí Þú færð óstaðfestar fregnir um eitthvað, sem kitlar hégómagirnd þína, en þú mátt. alls ekki láta þær berast áður en þú hefur fengið frekari skýringar á þeim. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júni _ Vikan verður ósköp venjuleg, en þér er alveg í sjálfsvald sett, hvort þú lætur þér, leiðast eða ekki. Reyndu að nota tímann betur en þú hefur gert hingað til. Hff’ KRABBINN 22. júní - 23. júli Athafnasemi þín eru óvenju mikil og kemur þér sjálfum á óvart, hve miklu er hægt að afkasta á skömmum tíma. Vertu sem mest heima og láttu félagsmálin eiga sig. LJÓNIÐ 24.júH -- 24. aqúst Heimilislíf þitt er mjög ánægjulegt, og átt þú mikinn þátt í því góða samkomulagi, sem ríkir. Þú skalt, ef þér gefst kostur á, greiða gamla skuld. Happalitur er hvítt. Wmm MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Tilboð, sem er nokkuð freistandi, berst þér um miðja vikuna, en þú verður að ráðfæra þig við einhvem áður en þú tekur ákvörðun í því sambandi. Þú færð gjöf. HfHpPppiL VOGIN 24. sept — 23. okt. Þú færð erfitt verk að vinna og skalt gera . það upp við þig, alveg á eigin spýtur, hvem-. > ig þú gerir það. Þú verður mikið að heiman og stundar sennilega íþróttir. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Þolinmæði þrautir vinnur allar og þú verður að sætta þig við það, að hlutirnir taki sinn tíma. Þú ert að vísu búinn að bíða lengi, en getur vel beðið aðeins Iengur. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú hefur heihnikið fyrir stafni. Hikaðu samt ekki við að bæta nýjum verkefnum við, því" að önnum kafinn ertu ánægður með lífið. Farðu út að skemmta þér um helgina. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Þú kemur til með að skemmta þér óvenju mikið á næstunni. Varaðu þig samt á því að gera ekkert, sem þú sérð eftir síðar. Happa- dagurinn er föstudagur eftir kl. 2. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Gerðu boð eftir nokkram félögum þinum, sem langt er síðan þú hefur haft samband við. Þeir munu veita þér mikilvægar upp- lýsingar. Þú átt frídag í vændum. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Þú ert mikið í sambandi við fólk, sem stendur í miklum framkvæmdum og ef þú ert hjálpfús og liðlegur og dregur ekkert af þér, munu launin ekki láta standa á sér. STdÖRNUSPÁ „Þetta var ekki allt setman draumur, eða hvað?” sagði Colin dasaður. „Ég —hefureinhver tekið líkið?” „Ah,” sagði Poirot. „Sjáið þið ekki? Leyndardómurinn um horfna líkið.” Hann kinkaði kolli og það var undarlegur glampi í augum hans. „Drottinn minn dýri,” hrópaði Michael. „Herra Poirot, þér eruð — þér hafið ekki — ó, hafið þið vitað annað eins, hann er búinn að vera að gabba okkur allan timann!” Poirot geislaði meira en nokkru sinni fyrr. „Það er satt, bömin mín, ég þurfti líka að gera svolítið að gamni mínu. Ég vissi um ráðagerðir ykkar, sjáið þið, svo að ég skipu- lagði gagnaðgerðir. Ah, voila made- moiselle Bridget. Þér hafið ekki haft neitt verra af dvöl yðar í snjónum vona ég? Ég gæti aldrei fyrirgefið sjálfum mér ef þér fengjuð une fluxion de poitrine.” Bridget hafði rétt í þessu komið inn í herbergið. Hún var í þykku pilsi og ullarpeysu. Hún var skelli- hlæjandi. „Ég sendi tisane upp í herbergið yðar,” sagði Poirot alvarlega. „Drukkuð þér það?” „Einn sopi var alveg nóg!” sagði Bridget. „það er allt í lagi með mig. Stóð ég mig ekki vel, herra Poirot? Herra minn trúr, ég finn ennþá til í handleggnum undan þrýstiumbúð- unum sem þér settuð á mig.” „Þér stóðuð yður stórkostlega, bamið mitt,” sagði Poirot. „Stór- kostlega. En sjáið nú til, allir hinir vita ekkert hvaðan á þá stendur veðrið. I gærkvöldi fór ég til made- moiselle Bridgetar. Ég sagði henni að ég vissi um ráðagerðir ykkar og spurði hana hvort hún vildi leika svolítið hlutverk fyrir mig. Hún gerði það afar vel. Hún bjó til sporin með skóm, sem herra Lee- Wortley átti.” Sara sagði hálfbrostinni röddu: „En til hvers var þetta allt saman, herra Poirot. Hvers vegna senduð þér Desmond eftir lögregl- unni? Þeir verða afar reiðir þegar þeir komast að þvi að þetta er bara gabb.” Poirot hristi þýðlega höfuðið. „En mér dettur ekki í hug að halda að herra Lee-Wortley hafi farið að sækja lögregluna, made- moiselle,” sagði hann. „Morð er nokkuð sem herra Lee-Wortley vill ekki láta flækja sér í. Hann varð alveg skíthræddur. Hann sá ekki neitt nema tækifærið, sem honum gafst til að ná rúbíninum, Hann greip hann, lét sem síminn væri í ólagi og æddi i burtu i bíl undir því yfirskyni að hann væri að sækja lögregluna. Ég á ekki von á að þér hittið hann í bráð. Mér skilst að hann búi yfir ýmsum ráðum að koma sér úr landi. Hann á flug- vél, ekki satt mademoiselle?” Sara kinkaði kolli. „Jú,” sagði hún. „Við ætluðum að.,.” Hún þagnaði. „Hann vildi að þér hlypust á brott með honum í henni, ekki satt? Eh bien það er góð leið til að smygla gimsteini úr landi. Þegar maður er að hlaupast á brott með stúlku dettur engum í hug að maður noti tækifærið til að smygla sögufræg- um gimsteini úr landi í sama mund. O-já, það hefði verið mjög gott yfirskin.” „Ég trúi þvl ekki,” sagði Sara. „Ég trúi ekki einu orði af þessu öllu saman.” „Spyijið bara systur hans,” sagði Poirot og kinkaði kolli yfir öxlina á henni. Sara leit snöggt við. Ljóshærð stúlka stóð í dyrunum. Hún var í loðskinnskápu og var með illskusvip á andlitinu. Greini- legt var að hún var viti sinu fjær af reiði. „Systir hans, ja svei!” sagði hún og hló stuttlega. „Þetta svín er sko ekki bróðir minn! Svo að hann er stunginn af, eða hvað, og skilur mig eftir til að súpa seyðið? Það var hann sem átti hugmyndinu að öllu saman! Hann fékk mig til þess að taka þátt í þessu! Hann sagði að þetta væru fljótteknir peningar. Þeir myndu aldrei lögsækja okkur af ótta við hneyksli. Ég gæti alltaf hótað því að segja að Ali hefði gefið mér rúbíninn. Des og ég ætluðum aldeilis að sleppa fram af okkur beislinu í París — og nú stingur helvítis svinið mig af! Ég gæti drepið hann!” Hún þagnaði en byrjaði siðan aftur. „Því fyrr sem ég kemst héðan... Getur einhver hringt á leigubíl?” „Það bíður bíU fyrir utan eftir yður, mademoiselle,” sagði hann. „Þú hugsar fyrir öllu, ekki satt?” „Flestu,” sagði Poirot lítillátur. En Poirot átti ekki að sleppa svona auðveldlega. Þegar hann kom aftur inn í borðstofuna eftir að hafa fylgt hinni fölsku fröken Lee- Wortley út í bílinn, sem beið fyrir utan, var Colin þar fyrir. Það var gretta á strákslegu and- litinu. „En heyrið mig nú, herra Poirot. Hvað með rúbíninn? Ætlið þér að segja mér að þér hafið látið hann komast burtu með hann?” Poirot varð skömmustulegur á svipinn. Hann snéri upp á skeggið, og honum virtist ekki Iíða vel. „Ég á eftir að ná honum,” sagði hann veikum rómi. „Það eru til aðrar leiðir. Ég er enn...” „Ég á ekki orð í eigu minni!” sagði Michael. „Að láta þetta svín komast í burtu með rúbíninn!” En Bridget var skynugri en hann. 44 VIKAN 52. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.