Vikan

Issue

Vikan - 23.12.1976, Page 48

Vikan - 23.12.1976, Page 48
Jólasaga eftir Celiu White. w frjálswn vilja í örmum Tims varð Jenní ljós þýðingarmikil staðreynd. Til að halda honum varð hún að leyfa honum að fara, láta hann fá útrás til þess að hann kæmi aftur af frjálsum vilja. Tim leit upp úr bæklingunum, sem lágu á víð og dreif um borðið. ,,Hvernig líst þér á að halda jól í Tangier? Eða í Marokkó?” Svo brosti hann. ,,Ég verð að halda þéttingsfast um höndina á þér. Annars verður þú óðara komin i kvennabúr hjá einhverjum ara- bískum sjeik.” ,,Tim, ég get það ekki,” sagði Jenni. Hún var áhyggjufull á svip- inn. ,,Það er vegna móður minnar. Hún vill hafa mig hjá sér á jólunum.” „Jenní, þú hefur verið nákvæm- lega tuttugu og ein jól heima hjá þér,” sagði Tim blíðlega. ,,Er ekki kominn tími til að þú gerir það sem þig langar til?” „Þetta er ekki svona einfalt,” sagði Jenni. „Mamma segir, að þetta verði siðustu jólin þeirra saman.” Rödd hennar skalf. „Þau ætla að skilja, Tim.” „Guð almáttjigur! Þau hafa alltaf verið eins konar Gíbraltarklettur í mínum augum. Stöðug og gersam- lega óbifanleg.” „Hérna, lestu bréfið, sem hún sendi mér”. Hún rétti honum bréfið. Á meðan hún virti Tim fyrir sér lesa bréfið frá móður hennar, fann hún til verkjar i brjóstinu. Það hlaut að hafa verið móður hennar þung raun að skrifa henni þetta. 48 VIKAN 52.TBL. Rithöndin var jafn fíngerð og nákvæm og áður, en að baki orðanna lá djúpur sársauki. Hvers vegna hafði þetta gerst? hugsaði Jenní óhamingjusöm. Hvers vegna eftir öll þessi ár? Þau höfðu verið samvistum svo lengi, þau þrjú. Fjölskylda. Ann- arra fjölskyldur leystust upp, en hana hafði aldrei dreymt um, að það gæti komið fyrir þau. Tim las bréfið þegjandi. Að Iokum rétti hann það til hennar aftur. „Hún er mjög sanngjörn, finnst þér það ekki? Reynir að gera grein fyrir sjónarmiði föður þíns jafnhliða sínu eigin.” Hann and- varpaði. „Ég þekki þau ekki mjög mikið, en í hreinskilni sagt hef ég oft velt fyrir mér hvað þau hefðu sameiginlegt.” Hann gretti sig. „Að þér undanskilinni á ég við,” bætti hann við. „Þau hafa alltaf virst hafa það nokkuð gott,” sagði Jenní vonleys- islega. „Þau rífast ekki.” „Nei. Ef til vill væri það betra, ef þau gerðu það. I stað þess að þegja yfir hlutunum.” „Þegja yfir hverju?” „Sjáðu til dæmis föður þinn,” sagði Tim hugsandi. „Ekki á neinn hátt heimilisleg manngerð. Argur yfir öllum smáatriðum daglegs fjöl- skyldulífs. Gleyminn hvað viðkem- ur öllum meiriháttar hátíðisdögum — afmælisdögum, jólum.” Hann brosti varfærnislega. „Þú hefur sjálf sagt, að hann hafi aldrei munað eftir afmælisdeginum þin- um; að það hafi alltaf verið móðir þín, sem keypti gjafirnar.” „Ég fæ ekki séð, hvað það kemur skilnaði þeirra við,” sagði Jenní. „Þetta er hans lífsmáti,” sagði Tim. „Honum hlýtur að hafa fundist öll þessi ár, að lifi hans væri skipt niður í þýðingarlaus smá- atriði.” „Ásakar þú móður mina?” sagði Jenni þunglega. „Nei. Hún er aðeins sjálfri sér samkvæm. Helgar sig eingöngu fjölskyldunni. Hugsar eingöngu um heimili sitt, eiginmann og bam. Hún hefur aldrei haft löngun til að líta aðeins út fyrir veggi heimilis- ins.” „En ef þau hafa komið sér saman í tuttugu og fimm ár, hvers vegna ætla þau að skilja núna?” „Ég veit ekki svarið við því,” sagði Tim hæglátlega. Ef til vill eitthvert smáatriði, móðir þín til dæmis beðið föður þinn að fara og kaupa jólatréð eða kalkúnann. Og hann hefur gert sér ljóst, að nú hefði hann gertþað í tuttugu og fimm árogmyndi halda áfram að gera það önnur tuttugu og fimm, ef hann ekki berðist fyrir frelsi sínu.” Tim gekk yfir herbergið til Jenníar og lagði handlegginn utan um axlir hennar. „Mér þykir þetta mjög leitt elskan. Mér líkar vel við foreldra þína, og þetta hlýtur að valda þeim djúpri sorg.” „Þetta hryggir mig líka, muldr- aði Jenní við axlir Tims.” Og þetta með Marokkó, mér finnst ég hafa valdið þér vonbrigðum.” „Ég get farið seinna”, sagði Tim. „Nei.” Hún vék frá honum. „Tim, ég vil, að þú farir án mín. Þótt við séum trúlofuð þarf það ekki að þýða, að við getum ekki fram- kvæmt eitthvað á eigin spýtur. Þú varst að' tala um frelsi föður míns einmitt í þessu. Þitt er alveg jafn þýðingarmikið. Tim, gerðu það, farðu! Mér liði hræðilega, ef þú gerðir það ekki.” „Ertu alveg viss um, að þér væri sama?” „Alveg viss.” „Jenni, ég elska þig svo óendan- lega,” hvíslaði Tim i hár hennar. „Og ég elska þig,” sagði Jenní. Faðir hennar beið á stöðvarpallin- um og kýtti herðarnar móti köldum vindinum. Jenní horfði á hann, þegar hann kom á móti henni. Hún sá sterklega byggðan miðaldra mann, hárið tekið að grána, andlitið hrukkóttara en hana minnti. „Gaman að sjá þig Gamla!” Hann hafði alltaf kallað hann Gömlu síðan hún var á ellefta ári. Varla nokkum tíma notað nafn hennar. Ef til vill vegna hörkulegra rökræðnanna fyrir mörgum árum, þegar tveir skólafélagar hennar voru hjó þeim til miðdegisverðar. „Við létum skíra þig Jennifer,” sagði hann ósveigjanlegur. „Ég vildi óska þess, að unga fólkið stytti það ekki alltaf í Jenní.” Það varð vandræðaleg þögn, móðir Jenníar sagði hæglátlega; „Að stytta nafn einhvers er vin- áttuvottur. Það er bæði hlýlegt og vinalegt. „Hún brosti til hennar. „Okkur þykir öllum einstaklega vænt um Jenní.” „Ertu að reyna að segja mér, að það þyki mér ekki?” Andlit föður hennar hafði hvítnað. „Auðvitað ekki. Ég er viss um, að þér þykir jafnvænt um Jenní og okkur hinum.” En það þótti honum ekki, Jenní minntist þessa tímabils með bitrum sársauka. Hún var venjuleg, hávær ellefu ára stelpa, og hann var ekki reiðubúinn að mæta þeim kröfum, sem hún gerði til hans. Það var alltaf móðir hennar, sem lék tennis við hana á stóru grasflöt- inn bak við húsið. Það var móðir hennar, sem mætti á skólasetning- ar, foreldrafundi og íþróttamót. Einhvem veginn hafði hún á þess- um árum fengið þá tilfinningu, að hún hefði engan rétt til að íþyngja föður sínum með þess háttar smá- atriðum. „Hvemig gengur í vinnunni?” spurði faðir hennar, þegar þau klifu þrepin upp frá brautarpallinum. „Ágætlega,” sagði Jenní. „Eftir jólin segist herra Firmin ætla að gera mig að sérstökum aðstoðar- manni sínum. Hann ætlar að ráða einhvem annan til að sjá um hraðritunina og að vélrita.” „Gott.” Það var enginn áhugi merkjanlegur í rödd föður hennar. Hann hafði aldrei komist yfir vonbrigðin yfir að hún skyldi ekki fara í hóskóla. Það hafði kostað biturt rifrildi í þá daga. „Hver einasti stelpuasni getur lært hrað- ritun og vélritun,” hafði hann sagt. „Þrjú ár í háskóla myndu reglulega víkka sjóndeildarhring þinn.” „Mig langar bara ekki að fara,” hafði Jenní svarað snöggt. „Ég er búin að fá nóg af bókum. Mig langar að lifa núna.” „Lifa? Þér verður holað niður á einhverri skrifstofu, stritandi frá níu til fimm. Eftir nokkur ár kynnist þú einhverjum ungum manni, giftist honum, og eftir það ertu búin að vera. Þið emð flón, bæði tvö. Já, strákurinn ekki síður en þú.” Hann hafði litið ó hana örvæntingaraugum. „Hús, skuldir, húsgögn á afborgunum, fjölskylda. Komast aldrei spönn frá rassi.”

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.