Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.12.1976, Side 49

Vikan - 23.12.1976, Side 49
Jenní hafði litið í átt til móður sinnar sem var gersamlega svip- brigðalaus. Samt sem áður, þegar þær voru að þvo upp seinna, hafði mamma hennar sagt hæglátlega.: >,Faðir þinn var mjög ungur, þegar hann kvæntist. Það olli honum miklum erfiðleikum.” ,,Það var hans ósk, eða hvað? sagði Jenní. ,,Hann var ástfanginn,” sagði móðir hennar. Hún brosti hugsandi. ,,Það getur komið fyrir hvern sem er. Þá er erfiðara að sjá hlutina í réttu ljósi.” ,,Pabbi hefur komist ágætlega af,” rödd Jenníar harðnaði. ,,Hann hefur ágæta atvinnu”. ,,Já, en hann langaði til að gera svo marga hluti. Ferðast fyrst og fremst. Þú fæddist, og þá varð þetta enginn leikur”. Ég er orðin fullorðin núna”, mótmælti Jenni. Ég bý ekki lengur heima. Pabbi getur gert það sem hann langar að gera”. ,,Já.” Einmitt nú með þetta ,,já” í huga fannst henni það sem hnífsstunga. Var þetta ef til vill ástæða skiln- aðarins? Þessi ákveðna þörf föður hennar fyrir að gera alla þá hluti, sem hann hafði ekki tækifæri til sem ungur maður. Hann gat gert það ásamt mömmu, eða hvað? Hvers vegna þurfti hann að skilja hana eftir ofurselda þeim takmörk- unum, sem einmana miðaldra fólki eru settar? Að ganga um húsið var eins og að hverfa aftur til bernskunnar. Stóra jólatréð með glitrandi jólakúlum og skrauti. Sama gamla silfurstjarnan á toppinum, Jenni hafði búið hana til í barnaskóla. Jólapokarnir, gerð- ir úr kreppappír og fullir af gjöfum. Þegar hún var barn hafði hún náð i marglita jólapakkana mörgum klukkustundum fyrir jóladag, þreif- að á þeim og reynt að geta sér til um, hvað þeir hefðu að geyma. Á jóladag, Jenní var þungt fyrir brjósti, myndi það sama gerast og ætíð áður. Mamma myndi krefjast þess, að þau fengju sér morgun- verð, áður en haldið yrði til setu- stofunnar og tekið til við gjafirnar. Eldurinn myndi loga í arninum. Mamma, full umhyggju, kæmi með pappakassa undir notaða jóla- pappirinn. Það yrðu skæri til þess að klippa á jólaböndin. Jafnvel pabbi, sem alls ekki naut sin við hátíðleg tækifæri, myndi neyða sjálfan sig til að hrósa hástöfum gjöfunum, sem þær hefðu valið handa honum. Mamma myndi ekki opna sinar, fyrr en þau hefðu lokið sér af, vegna þess að mamma hafði meiri áhuga á þeim en sjálfri sér. Þannig hafði hún alltaf verið. Ef til vill var það hluti vanda- málsins, hugsaði Jenní. Mamma hafði sökkt sér niður i þeirra lif. Nú, þegar einkadóttir hennar var farin að heiman, var ekkert eftir. Pabbi hefði átt að vera eftir. Þau hefðu átt að verða miðaldra og róleg hjón. En þannig yrði það ekki. Pabbi ætlaði að eiga næstu tiu eða tuttugu ár sjálfur. Hvað myndi mamma gera? Hún var of stolt til að verða fullorðinni dóttur sinni til byrði. Þessi örlitli sjálfselskuvott- ur, að biðja Jenní að koma heim þessi síðustu jól þeirra saman, var síðasta krafa, sem hún myndi nokkru sinni gera til hennar. ,,Ég þykist vita, að móðir þín sé í eldhúsinu,” sagði pabbi og lét ferðatösku Jenníar frá sér i anddyr- inu. ,,Hún hefur verið að búa til mat í marga daga. Drottinn má vita, hver verður fær um að borða þetta allt.” Jenní fór inn í eldhúsið, Móðir hennar var að fletja út deig. Opin krukka með rúsínumauki stóð á borðinu. Smurð smákökuform voru tilbúin hjá. Ein jólin hafði Jenni keypt handa henni teflonhúðuð bökunarform, en hún notaði ennþá þau gömlu. Þegar Jenní kom inn helltist yfir hana mikill orðaflaumur frá móður hennar. Það var eins og orðin hefðu verið geymd i þéttum kassa, þar til not yrði fyrir þau. Jenní gerði sér ljóst, að þau hefðu aldrei verið notuð á föður hennar. Pabbi hataði mælgi. ,,Mælgi er úrræði þeirra sem hafa ekkert að segja,” hafði ávallt verið viðkvæði hans. En það er ekki rétt, hugsaði Jenni á meðan hún hlustaði á móður sína. Hversdagsyrðin eru ekki þýðingar- minni en gullkornin. Þergar mestu fagnaðarlætin voru yfirstaðin sagði móðir Jenníar og horfði næstum feimnislega á hana: ,,Það var fallegt af þér að koma. Síðustu stundirnar í gamla hús- inu.” Jenní fitlaði við deigbút, þrýsti honum niður með fingrinum. ,,Þið ætlið þá að selja húsið?” Móðir Jenníar laut höfði og flatti út deigið með ónauðsynlegum ákafa. „Faðir þinn hefur haft samband við fasteignasala. Þeir segja, að við munum fá gott verð fyrir það.” Jenni fékk sting fyrir hjartað. Þetta hafði verið heimili þeirra frá því hún mundi eftir sér. Gamalt, persóulegt, hlýlegt. „Hvert ætlar þú að fara, mamma?” „Ég hugsa, að ég flytji i bæinn. Það er svolítið óþægilegt að búa i þetta afskekktu húsi.” „Ég hélt, að þér líkaði ekki að vera i bænum. „Ja, þar er fjörlegt og lifmikið.” Rödd móður hennar var jafn skær 52. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.