Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 20
bruck,” sagði hann og var hinn viðmótsþýðasti. „Veistu, aðþað eru tveir staðir sem bera nafnið Tar- asp?” Bohn starði á hann. Þetta var hroðalegt ef satt væri. „Annar þeirra er rétt við þjóð- veginn. Það er þorp og þar er bæði baðstaður og golfvöllur. En hinn virðist ekki eins auðsóttur. Hann stendur uppi é hæð nálægt hinum fyrmefnda og ekki er annað að sjá en að þar sé kastali og fáein hús. Hvor staðurinn er það?” „Sá sem var merktur á korti Davids.” „Og hvor var það?” „Hann var rétt við þjóðveginn. Ég sagðiþér...” „Sýndu mér hann.” Hrádek hafði flett í sundur sínu eigin korti. Bohn tók við því. „Þetta er ekki sams konar kort,” sagði hann. En hann kom samt auga á nafnið Tarasp rétt við þjóðveginn. „Þetta er hann,” sagði hann og benti á kortið. Hitt nafnið, sem átti víst að vera Tarasp líka sá hann ekki nema í móðu. Honum var ómögu- legt að greina nafnið, nema halda kortinu alveg upp að nefinu á sér. Hann rýndi á kortið og loksins tókst honum að lesa þetta smáa letur. „Þessi staður heitir Tarasp- Fontana,” sagði hann. „Þú ert ósanngjam, Jiri.” „En þetta er samt Tarasp og undir því nafni gengur staðurinn í flestum ferðahandbókum. Fontana er liklega smáporp alveg við. Sástu nokkuð Tarasp-Fontana á korti Mennerys?” „Nei, áreiðanlega ekki. Rauntu- hafði ég ekki tíma til þess að grannskoða það. Það sem ég sá var þetta eina nafn, Tarasp, prentað skýrum stöfum.” „Þá er það á hreinu.” Hrádek braut saman kortið og lagði það við hliðina á sér. „Ég vona að þú hafi rétt fyrir þér,” sagði hann svo. Bohn lét þetta gott heita. Hrádek vissi að hann fór með rétt mál. Bohn hefði aldrei minnst á Tarasp, ef hann hefði ekki verið viss i sinni sök. Upplýsingar hans höfðu ávallt verið áreiðanlegar og Hrádek var fullkunnugt um það. Hvers vegna hefði Hrádek annars látið hendur standa svona fram úr ermum? Það var enginn vafi á því að maðurinn var snillingur á stjómmálasviðinu. Og hann bjó yfir óvenju mikilli skipulagsgáfu. Etir fáein ár, hugs- aði Bohn, verður búið að skrifa fjölda bóka um hann og greinamar munu skipta þúsundum. Og ég verð þar í fararbroddi. Mín bók verður sú besta. Hin góðu sambönd min munu sjó til þess. Hann hallaði sér makindalega aftur á bak og hafði fengið hálfgerða glýju í augun af ofmetnaði einum saman. Þeir vom nú að nálgast Tarasp og Jiri Hrádek gaf bílstjóranum flóknar en nákvæmar fyrirskipanir. Jiri hafði þó raunverulega lesið ferðahand- bókina, hugsaði Bohn og var skemmt. Hann gaf nú bílstjóranum merki um að stansa. Hann sveigði út af þjóðveginum og staðnæmdist þar sem þeir vom ekki fyrir neinum. Bíll Pavels stansaði fyrir aftan þó og hann færði þeim nýjustu frétt- imar. Bohn reyndi að fylgjast með hinum tékkneska orðaflaumi hans og reyna að fá einhvem botn í hvað var að gerast. Og það var hreint ekki svo lítið. Pavel hlaut að hafa haft i nógu að snúast á leiðinni til Rarasp. Hann hafði verið í stöðugu sambandi við hina óliklegustu staði Sérstaklega bensínstöð þama meg- in landamæranna, kaffihús lengra vestur á bóginn og eitthvert tjald- stæði, sem stóð við veginn eftir að hann beygði í suður. Hann hafði fengið nákvæmar upplýsingar um það, hvenær grænn Mercedesbíll, skrósettur í Vin, hafði farið framhjá hafði hann haft samband við Stefan fólki en bílnúmerið var það sama. Við tjaldstæðið hafði Stefan hafið eftirför sína. Hann hafði stansað tvívegis til þess að gefa Pavel skýrslu í gegnum talstöðina. Síðast hafði hann haft samband við Stefán fyrir tiu mínútum og þó var Mercedesbíllinn að nálgast bæinn Scuol. Siðan hafði ekkert heyrst í honum. „Best að vera ekki í samfloti lengur,” sagði Hródek við Pavel. „Aktu góðan spöl ó undan okkur. Við skulum ekki láta ó því bera að við séum saman. Þegar þú ert kominn fyrir þessa fyrstu beygju á veginum skaltu stansa. Hafðu sam- band í gegnum talstöðina og segðu Stefan að allar frekari upplýsingar eigi að koma beint til mín.” Pavel flýtti sér aftur að bílnum sínum. Hrádek snéri sér að Bohn aftur og talaði nú ensku. „Við munum bíða hér sunnan megin við Tarasp. Það er ástæðulaust að hafast neitt að fyrr en búið er að rekja slóð Mercedesbílsins að húsi Kusaks. Og það getur orðið þá og þegar. Scuol er aðeins tíu kílómetra hér norður af." ■C=|I—;;—iillH |I|idiHi=| IlfPl n l|[gj| Veitingabúö Cafeteria Suðurlandsbraut2 Sími 82200 20 VIKAN 53.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.