Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 37
Svo ung Það er raunsær, en gagnrýnislaus tónn í smásögu Liv Löften Brönstads sem hér birtist. Þau eru svo ung, pilturinn og stúlkan sem hún segir frá. Við hin eldri vonum sannarlega, að Inga og Erik geti staðið sig. höfðu áhrif á þau hin. Móðir hennar hafði tekið upp vasaklút og sagt, já auðvitað, ekki skyldu þau leggja hindranir í götu bamanna. Það var einmitt það sem þau vom hún og Erik, bara böm. Svo ung. En svo vom allir svo ráðagóðir og hjálpsamir í sambandi við brúð- kaupið og bamafötin, að Erik og hún urðu algjörlega utanveltu. Síðan höfðu þau gift sig. Hún varkomin sex mánuði á leið, svo að ekki gat hún leynt ástandinu. Skólafélagamir höfðu safnað pen- ingum og gefið þeim dúk og vasa. Faðir hennar hafði talað við skóla- stjórann um að hún fengi að ljúka skólanum. Þetta var óvenjulegt. Það var það sannarlega, þeir höfðu aldrei haft hjón saman í bekk áður, en það hafði svo sem hent áður, að skólastúlka yrði ófrísk og þá fékk hún auðvitað að ljúka skólanum. Mikið hafði hún grátið á brúð- kaupsnóttina! Nú þegar þau höfðu ,,leyfi” brást hún skyndilega, hún gat þetta ekki, því allir héldu, að þau gerðu það. Og hún hafði verið svo feimin og falið magann undir nýja náttkjólnum. Erik varð ergi- legur, en sofnaði fljótt eftir erfiði dagsins. Hún lá lengi vakandi, og þegar vagnamir fóm að ganga um fimmleytið, fór hún á fætur og út að glugganum. Malbikið var eins og flauel í daufu skini götuljósanna, og inni í vögnunum var næstum dimmt, þannig að vagnstjórarnir urðu að svörtum hrúgum, hún varð angurvær af að horfa á þetta. Þeir vom ekki hrúgur, þeir vom lifandi mannvemr, og hún reyndi að ímynda sér, hvernig þeim liði heima. Kannski áttu þeir konur, sem sváfu undir sænginni sinni ennþá. Ef til vill höfðu þeir hellt kaffi á brúsann sinn, áður en þeir héldu heiman að, kannski langaði þá ekkert til að keyra vagnana svona eldsnemma. Hún sat í glugganum á fjórðu hæð, og hann svaf að baki hennar, henni leið eins og hún væri gömul og reynd. Henni varð kalt að vera berfætt á gólfinu. Mikið var hann myndarlegur þegar hann svaf. Þau höfðu aldrei átt heila nótt saman áður. Þau vom vön að spila plötur, tala saman og halda um hvort annað, og svo læddist hann út á eftir. Nú yrði það ekki lengur. SMÁSAGA EFTIR LIV LÖFTEN BRÖNSTAD Hún hélt höndinni á maganum og fann hreyfingar, einmitt þá varð barnið raunvemlegt fyrir henni. Það var barn þarna. Skyldi það verða strákur? Hún hélt, að Erik vonaði það. Hún læddist eftir gólfinu og skreið upp í til hans. Hann hreyfði sig í svefninum og ýtti burtu köldum fótum hennar, en svo mmskaði hann og leit á hana, og nú vom bara þau tvö í öllum heiminum. Svona hafði það aldrei verið áður. Fyrrihluta dagsins litu foreldrar hennar inn og hún hellti upp á könn- una, var fullorðin og húsmóðurleg. Seinna komu líka foreldrar hans, en þá hellti mamma hennar upp á, og þau Erik urðu aftur „börnin”. Það angraði hana, því að þá missti hún nýfengið öryggi og myndug- leika. Gott að þau náðu í þessa íbúð, einn af kennumnum hafði verið hjálplegur. íbúðin var lítil og gamaldags, en þau vildu hana margfalt frekar en að þurfa að búa heima hjá foreldmnum. Á mánudag urðu þau að fara í skólann aftur. Það var svo skrítið að standa saman og búa út nestið í skólann. Hún læddist á salernið áður en hann vaknaði. Það vtu- svo mikiil gauragangur i klósettskálinni að hún hélt, að húsið myndi hrynja saman, en hann vaknaði ekki einu sinni við það. Það var svo skrítið, að þau vom feimnari hvort við annað núna eftir að þau vom gift, þau þorðu varla að líta hvort á annað, fyrr en þau komu út á götu. Þá urðu þau bara hluti af nemendahópnum, sem hraðaði sér til skólans. Hún stakk hendinni undirarm hans, og þau brostu hvort viðöðm. t skólanum hópuðust krakkamir að þeim, en það vom bara kenn- aramir sem vom með glósur. Fyrsta vikan var dálitið erfið, en smám saman vöndust þau tilhugs- uninni um að Inga og Erik væm hjón og fóm nú að kikja inn á kvöldin. Besta vinkona hennar snyrti sig þar, áður en hún fór út á skemmtistað, og Ingu fannst hún eldgömul og utanveltu, þegar Bitt- en fór, sveipuð ilmskýi og full tilhlökkunar. Um nóttina kom hún með strák með sér og kastaði stein í rúðuna, Erik fór fram úr og sagði þeim, að þau gætu ekki komið upp vegna nágrannanna. Hún var reglu- lega hrifin af honum þá, því að Bitten var álmjó og mjög lagleg. Stundum var hún þreytt á vin- unum, sem alltaf vom að líta inn. Það gekk mikið á te og kex, og svo töluðu þau ekki sama mál lengur á vissan hátt. Auk þess var hún hrædd um að Erik langaði í veisl- uraar og bíltúrana, sem strákamir töluðu um. Erik hafði bara hana, og hún varð stöðugt feitari og fékk brúna flekki í andlitið. Þau áttu aldrei aura fyrir skemmtunum, jafnvel þó hún hefði getað tekið þátt í sliku. Það var óskaplega vand- ræðalegt að opna hvítu umslögin frá foreldmm þeirra hvem föstu- dag. En þau máttu til. Og eins og þau réttilega bentu á, hefðu þau þurft að sjá um þau, ef þau hefðu búið heima ennþá. Erik var búinn að fá vinnu eftir prófið, á bensín- stöð þrjú kvöld í viku. Hún sjálf ætlaði að fá heimavinnu í haust, og svo ætluðu þau að sækja um lán. I nokkra daga var hún svo slæm í bakinu, að hún treysti sér ekki til að tala við neinn í fríminútunum. Hann fann það og var hjá henni og var fölur og hræddur. Vinir hans stóðu í hópum og töluðu um stelpur. — Farðu bara til þeirra, sagði hún og var gráti nær af fórnar- lund. — Þeir bíða eftir þér, það er allt í lagi með mig. — Ertu viss um það? Ég ætlaði að spjalla aðeins yið Per um dálítið. — Farðu bara. Mér líður ágæt- lega núna. Svo fór hann, og hún heyrði hlátur hans blandast hlátmm hinna. Hann var jafn ungur og fyrr, það var bara hún, sem hafði elst. Strákar vom kannski svona? Hún hafði aldrei þekkt neinn nema Erik. Stundum rifust þau. Rifrildin enduðu alltaf á þann veg að hún grét og sagði, að hún hefði ekki óskað, að þetta yrði svona, ekki væri sökin öll hennar. Þá hélt hann henni þétt að sér og sagði að hann hefði heldur aldrei sagt neitt slíkt, 53. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.