Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 41
I
ig! Pang!
★ Á að banna bömum að vera
í byssuleik?
★ Verða litlu byssubófamir
kaldir karlar?
lofti — árásarhvöt — um , .öryggis-
lokann”, og jafnvægi næst til að
mæta af stillingu þeim kröfum, sem
gerðar eru til þess af umheiminum.
Þetta er baminu auðvitað ómeð-
vitað, en í rauninni er það til
mikillar hjálpar, þegar það reynir að
laga sig að þeim kröfum, sem eru
gerðar til ,.góðrar samvisku”.
Og hvað er góð samviska? Hún er
— frá sjónarhóli andlegrar heil-
brigði — nokkurs konar mælitæki,
sem getur stjómað og fylgst með
fmmstæðum hvötum mannsins í
samræmi við kröfur samfélagsins.
Fullorðið fólk horfir á byssuleiki
barna með hryllingi, en það er
vegna þess að það er á allt öðm
þroskastigi og lítur þess vegna
hlutina að sjálfsögðu allt öðmm
augum.
VERÐUR LEIKFANGA—
BYSSUBOFINN KALDUR
karl?
Á óskalista flestra drengja er
byssa efst á blaði; við getum ekki
afgreitt það með þvi, að þeir óski
hennar eingöngu af óvitaskap. Þar
sem svo til allir drengir óska sér svo
heitt að eignast byssu, hlýtur það
að vera vegna þess að þeir þarfnast
hennar. Þetta þarf ekki að vera
neikvætt, þó að fullorðið fólk telji
svo, heldur er það trúlega svo, að
barninu finnst það þurfa byssunnar
með til að komast áfram í „rull-
unni” — eða með öðmm orðum til
að geta siðan snúið sér að hógvær-
ari leikjum og lestri.
Við þurfum ekki að vera hrædd
um, að Kristján eða Pétur óski
dauða eða eyðileggingar öllu, sem
snýst gegn þeim síðar í lífinu, ekki
frekar en að ástæðulaust er að ætla,
að bam, sem lært hefur að skriða,
haldi því áfram allt sitt líf. Það
skríður bara, þangað til það getur
gengið og finnur öryggi í uppréttri
stellingu.
Drengir á umræddum aldri em
einmitt andlega séð á „skriðstig-
inu”. Þeir em óömggir; kannski er
skólinn að byrja, eða þeir em
nýfluttir í nýtt umhverfi, reyndar
þarf ekki þetta til eða aðrar augljós-
ar ástæður. Á þessum aldri er
barnið að uppgötva heim hinna
fullorðnu, það er tími uppgötvana
og vonbrigða, sífelldra „spreng-
inga”. Oft veldur það sálarlegu
ójafnvægi hjá drengjum, að ekki er
ætlast til að drengir skæli, þeir eiga
ekki að hræðast, heldur vera harðir
af sér. Þetta em gamlir fordómar.
Drengur sem, meðvitað eða
ómeðvitað, finnur, að foreldramir
vilja eiga „hraustan strák”, reynir
að þóknast foreldrum sínum — sem
hann er mjög háður — með því að
gera sig dálítið stóran karl. í
staðinn fyrir að viðurkenna hræðslu
og óöryggi og fá hjálp við að
yfirstíga erfiðleika því samfara,
reynir hann að dylja þessar „stelpu-
tilfinningar” með ofbeldi.
Þetta fær útrás á ýmsa vegu. En
það er ekkert samband milli ræn-
ingjanna og hermannanna i barna-
leikjum og „köldu karlanna.”
Aftur á móti er hætta á, að þeir
sem ekki fá útrás á barnsaldri, hafi
árásar- og ofbeldishneigðina að
fylgifiski á fullorðnisaldri.
„DRENGUR, EINS OG
DRENGIR EIGA AÐ VERA”
Eftirfarandi saga segir okkur,
hvemig getur farið, þegar við
krefjumst karlmennsku af drengn-
um okkar.
Foreldrar drengs nokkurs fóm
með hann til skólasálfræðingsins.
Drengurinn gat aldrei leikið sér við
önnur börn án þess að ráðast á þau.
Ekki þannig séð, að þau teldu hann
einhvern óþokka, þau höfðu gert
allt til að ala upp góðan dreng, hann
átti að vera harður af sér og geta
bjargað sér. En þau fóm til sálfræð-
ingsins vegna þess að drengurinn
bleytti sig á nætumar.
Sannleikurinn var sá, að drengur-
inn þjáðist af hræðslu. Hann var
alltaf dauðhræddur um að aðrir
réðust að honum, en var meðvitandi
um þær óskir foreldranna, að har.n
gæti bjargað sér, þess vegna flýtti
hann sér að lemja fyrst. Hann var
hræddur um að verða annars sleg-
inn á undan og verða „sá litli”.'
En á næturnar, í svefni og aleinn,
var hann hjálparvana og varnarlaus
og þá bleytti hann sig.
1 þessu tilfelli getur áhrifanna
gætt alveg fram á fullorðinsár og
getur komið fram í óheppilegum
tiltækjum. Og svo höfum við þann,
sem slær á kjaftinn til að gera sig
mikinn, slíka finnum við ekki meðal
þeirra, sem hafa fengið eðlilega
útrás við að skjóta að gamni sínu.
Ein ástæðan til þess, að auðveld-
ara er talið að ala upp stúlkur, er
sú, að við gemm ekki samsvarandi
kröfur til þeirra og drengja. Það er
álitið kvenlegt að vera svolítið
hræðslugjörn.
„ÉG GEF ALDREI SKOTVOPN”
„Hvernig byssu?” spyr Gunna
frænka og lyftir brúnum. „Hríð-
skotabyssu? Aldrei nokkum tima.
Ég gef aldrei skotvopn!”
„Og ég vil ekki sjá þess háttar
inn fyrir mínar dyr,” bætir mamma
við með fyrirlitningu.
Það er ekki vafi, að frænka vill
vel og mamma líka, en til hug-
hreystingar öllum uppalendum má
geta þess, að litlu byssubófamir
vaxa úr grasi og verða ágætir,
samviskusamir þjóðfélagsþegnar.
Börn, sem vegna óheppilegrar
æsku em altekin ofbeldisshneigð
munu þvi miður halda áfram að fá
útrás fyrir óheilbrigðar hvatir með
eða án skotvopna.
★
53. TBL. VIKAN 41