Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 44
Hann horfði á hana án þess að
svara, reyndi árangurslaust að
brosa. Hann beit sig í vörina eins og
hann hefði miklar kvalir.
Hún tók i handlegginn á honum.:
— Getið þér gengið að stólnum
þama? Ég skal hjálpa yður. Hún
studdi hann að stól í stofunni og
fann, að hann skalf. Að þetta skyldi
nú henda hana. Guð gefi, að hann
fengi ekki hjartaáfall, en svo kom
henni ráð i hug. — Unnusti minn er
læknir, ég ætla að hringja til hans.
Ef hún næði sambandi við Erling
væri málið leyst. En hann sagði:
Nei, nei. Ég næ mér eftir nokkrar
mínútur. Gæti ég fengið vatnsglas?
— Já, auðvitað, sagði Nína strax
— eða viljið þér kannski heldur einn
snaps?
— Nei takk, sagði hann — Það
sljóvgar mig.
Hún heyrði, að hann kom á eftir
henni fram í eldhúsið. Augnaráð
hans fyllti hana óhug. Þegar hún
rétti honum vatnið leit út fyrir, að
hann hefði þegar náð sér fullkom-
lega.
Hann drakk hægt úr glasinu,
hann btn skinnhanskana ennþá á
höndunum. — Það er heimskulegt
að sljóvga skilningarvit sín með
áfengi, sagði hann ailt í einu. —
Sársauki getur t.d. verið eins og ljúf
fullnæging, vissirðu það?
Nína hristi höfuðið og hallaði sér
upp að eldhúsbekknum. Henni leið
illa. Hvað vildi hann eiginlega?
Hvers vegna fór hann ekki? Hún
ætlaði ekki að ansa honum. En svo
hélt hann áfram að tala: — Hvað ert
þú gömul?
Almáttugur! En það gamlárs-
kvöld.
— Tuttugu og eins árs, svaraði
hún stuttlega.
— Þú ert mjög falleg, sagði
hann.
Hann sagði þetta miídri, hlýrri
röddu, eins og allt sem hann hafði
áður sagt við hana. Þrátt fyrir það
fann Nína, að maginn herptist
saman af hræðslu. Eg má ekki láta
\
— Þaö hlýtur áö vera stórkost-
legt fyrir þig, aö fá aö sitja fyrir
hjájafn þekktum málara og mér.
hann verða þess varan, að ég er
hrædd, hugsaði hún. Bara að hann
vildi nú fara. Hún varð að koma
honum burtu, það var ekki hægt að
halda þetta lengur út. Hún gekk
fram að útidyrahurðinni. — Átti ég
ekki að skila neinu til föður míns?
spurði hún kurteislega. — Hvar
kynntust þið annars? Til sjós eða
hvað?
— Já, sagði hann, við vorum á
sama skipi eitt ár.
Nú vissi Nína, að maðurinn var
að ljúga. Faðir hennar hafði aldrei
verið til sjós, jafnvel þó að þau
byggju í sjávarbæ, þar sem flestir
höfðu stundað sjóinn lengri eða
skemmri tima.
Hún hugsaði hratt. Hvað nú?
Hún gekk hratt inn í forstofuna
aftur og tók upp símann. Hún fékk
ekki són. Og þá sá hún það:
Snúran var slitin.
Skelfingu lostin starði hún á
snúrubútinn, sem dinglaði á sím-
tólinu. Að baki sér heyrði hún
óhugnanlegt hljóð — sama illúðlega
hláturinn og fyrr um kvöldið hafði
heyrst í Stórugötu. Hlátur, sem
fyllti hana skelfingu og óhugnaði.
Viti sínu fjær hljóp hún fram að
hurðinni, en hann kastaði sér yfir
hana. Svartir hanskaklæddir fingur
gripu um handlegg hennar og héldu
henni eins og í skrúfstykki. Hún
öskraði. öskraðiá hjálp, og ópið náði
til nágrannans, sem var nú úti í garði
að kveikja á kyndlum, sem áttu að
heilsa gestum hans.
Hvað í ósköpunum v£u- þetta?
Oppheim reisti sig upp og hlustaði.
Hvers vegna fannst honum kvöldið
svona ógnvekjandi? Hann blés á
eldspýtuna og gekk út á gangstétt-
ina og lagði við hlustirnar. Hann
leit upp eftir götunni og síðan niður
eftir henni, án þess að verða
nokkurs var. Svo brosti hann og
hristi höfuðið. Það var sjálfsagt
einhver, sem hafði sjónvarpið hátt
stillt. Kannski var verið að sýna
leikrit eða kvikmynd. Hann yppti
öxlum, kveikti á síðustu kyndlun-
um og gekk inn í húsið, sem stóð nú
og beið þess bara að gestirnir
kæmu.
— Ertu ekki með kveikt á sjón-
varpinu? spurði hann konu sína,
þegar hann kom inn.
— Þvílíkt öskur. Ég hefi aldrei
heyrt neitt eins óhugnanlegt. Leik-
aramir kunna sannarlega til verka
nú til dags.
— Já, svaraði konan hans - en
farðu nú inn og þvoðu þér um
hendumar — það er sót á þeim —
tókstu gömlu kyndlana frá í fyrra
með?
Hann var búinn að kefla hana
núna. Hún skyldi ekki ná að öskra
einu sinni enn. En hún sýndi
óskaplega mikinn mótþróa. Leikur-
inn æsti hann. 'Best að láta hana
halda, að hún gæti sloppið — og ná
henni svo aftur. Hana grunaði ekki,
hversu sterkur hann var!
Hann kastaði til höfðinu, og aftur
og aftur hljómaði hinn hræðilegi
hlátur hans um húsið. Hann sleppti
henni, og hún komst eitt skref frá
honum, en svo réðst hann á hana
aftur.
En rétt eins og Nína vissi ekki,
hve sterkur þessi maður var, þá var
það nokkuð, sem hann vissi ekki un
hana: Að hún hafði verið besti
íþróttamaður skólans, það sönnuðu
ótal verðlaunagripir uppi í herberg-
inu hennar. Og best var hún í
hlaupum. Nú spyrnti hún sér frá
honum og þaut niður í kjallarann
eins og kólfi væri skotið — þar vissi
hún um herbergi með traustri hurð
og traustri læsingu. Snyrtingin í
kjallaranum — inn þangað og snúa
lyklinum. Hún slapp inn, áður en
hann náði að átta sig.
Hún var fangi. Fyrir glugganum
var einhvers konar jámgrind. Húsið
var gamalt — járngrindin hafði
alltaf verið þama. Hann var kominn
að hurðinni og reif og togaði í
handfangið.
Það myndi ekki líða á löngu, áður
en hann fyndi verkfæri til að nota á
hurðina. Hún hafði ætlað sér að
klifra út um gluggann og hafði ekki
munaðeftirjámgrindinni. Frávitaaf
skelfingu reif hún og sleit í hand-
klæðið, sem hann hafði bundið fyrir
munninn á henni með. Dyrnar vom
að gefa sig. Hún klifraði upp á
salemisskálina og opnaði gluggann
gegnum grindina. Og svo öskraði
hún. öskraði og öskraði eins hátt og
hún gat. — Hjálp- hjálp- hjálp! Og
allan tímann bað hún: Góður guð,
láttu einhvem heyra til min. Sendu
einhvem — góði guð, sendu Erling
hingað — láttu hann koma til að
sækja mig.
Diðrik Oppheim purrkaði sér um
hendumar. Snögglega rétti hann úr
sét. Gat það verið, að þeir sendu út
svona skelfilegan þátt hjá sjónvarp-
inu í kvöld? Það gat varla verið,
bratt átti konungurinn að ávarpa
þjóðina og... Hann gekk fram í
eldhúsið til konu sinnar. Hún var að
leggja síðustu hönd á undirbúning-
inn — Emma heyrirðu — það er ein-
hver sem öskrar! Emma opnaði
eldhúsgluggann.
Þama heyrðist það aftur — þetta
óhugnanlega öskur. Honum rann
kalt vatn milli skinns og hörunds.
Eitt augnablik fannst honum hann
heyra aftur vitfirringslegan hlátur,
þann sama og fyrr úm kvöldið hafði
vakið fyrir honum óhug. Og skyndi-
lega rann upp fyrir honum ljós, —
hann sá fyrir sér skuggalegu mann-
veruna. sem laumaðist eftir götunni
í skugganum frá runnunum, og
Karen og Roald Bjerke aka af stað
til veislunnar. Almáttugur, Nina
hafði ekki setið í baksætinu. Var
hún ein heima?
— Það kemur þaðan — frá
húsinu hans Bjerke, sagði Emma.
Þau hlupu út í garðinn...
Nína öskraði og öskraði. Hún var
hás og sár í hálsinum, henni fannst
hún vera að kafna og fékk ákafan
hósta. Gegnum tárin sá hún, að
hurðin gaf eftir — hann stóð þarna
með járnstöng i hendinni. Hann sló
hana á munninn fast — hratt. Eitt
augnablik missti Nína meðvitund—
en svo fann hún, að hann dró hana
út úr snyrtiherberginu fram i kjall-
arann...
Allt var eins og í þoku. Hún lá á
kjallaragólfinu og Emma Oppheim
stóð yfir henni og reyndi að hjálpa
henni til að standa á fætur.
Það er allt í lagi með þig, Nína —
komdu, við skulum reyna að fara
upp — það er svo kalt hér i
kjallaranum. Þú skelfur eins og
hrísla! Komdu nú.
Hún heyrði rödd Diðriks Opp-
heim, — Flýtið ykkur að hringja til
lögreglunnar. Hann sat klofvega
ofaná manninum, sem hafði ráðist á
hana. Einn af gestum Oppheims
hélt höndum mannsins.
Flýttu þér nú Emma — hringdu í
lögregluna strax. Taktu Nínu heim
með þér. Nína hristi höfuðið. Henni
fannst, að ef hún færi nú, þyrði
hún aldrei að snúa til baka.
Það virtist líða heil eilífð, áður en
lögreglan kom og tók manninn í
sína vörslu, hann var orðinn óður og
tveir menn áttu fullt í fangi með
hann.
Spumingar og aftur spumingar.
hana verkjaði í höfuðið. Frú Opp-
heim hafði látið hana drekka
koníakssnaps, og hún var þreytt og
dösuð. — Látið hana í friði um
stund, sagði frú Oppheim við lög-
regluþjóninn, sem yfirheyrði hana.
Foreldrar hennar koma fljótlega.
Og þarna komu foreldrarnir þjót-
andi inn úr dyrunum. Móðir hennar
grét, og faðir hennar spurði aftur og
aftur: — Hvers vegna hleyptir þú
honum inn? Hvernig datt þér þetta í
hug? Þó einkennilegt megi virðast
leið Nínu betur, þegar hún sá
framan í andlit foreldra sinna
skelfingu lostin. Hún varð að róa þau
og bera sig vel.
Það var hringt að dymm. Hún
heyrði rödd Erlings.
Nínu fannst, að hún hefði elst um
tuttugu ár síðan Erling hringdi og
tilkynnti, að honum seinkaði.
Hjartað sló örar , þegar hún leit í
augu hans dökk af hræðslu. Hann
tók hana í faðminn og hélt henni
þétt að sér, það var eins og hann
myndi aldrei sleppa henni aftur: —
Nína, Nína — hann gat ekkert
annað sagt.
44 VIKAN 5'3. TBL.