Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 13
maður laus við allt þetta öngþveyti, sem er hér í bænum. Til dæmis í skammdeginu. Þá er svo ósköp rólegt og gott að vera í sveit, en hér er allt á öðrum endanum vegna jólaundirbúnings. — Þú lest auðvitað mikið. Held- urðu sérstaklega upp á einhverja höfunda? — Nei, ekki held ég það. Ég les allt, sem ég kemst yfir, hvort sem það er gott eða slæmt. Höfundarnir skipta mig ekki svo miklu máli. — Hvað hefur þú að segja um íslenska rithöfunda? — Ég hef bara allt gott um þá að segja. Að vísu finnst mér þeir skrifa heldur mikið af þungum og háfleyg- um bókum. Létt efni er alveg eins nauðsynlegt. Það nær líka oft til stærri hóps lesenda. — Ert þú rauðsokkur? — Það held ég varla. Ekki nema þá að litlu leyti. Það er að ^jálfsögðu ágætt, að konur fái jafnrétti, en ég er á móti þvi, að konur fái meiri réttindi en karlar. Þær hafa t.d. meiri rétt gagnvart börnunum en karlmenn. — Hefur þú hugsað þér að halda áfram að skrifa? — Það er ekki gott að segja. Ég gæti vel hugsað mér það, ef þessari sögu verður ekki illa tekið. — Langar þig til þess að koma einhverju á framfæri að lokum? — Ekki nema því, að mér finnst alltof mikið gert af því að upphefja þá, sem eru gáfaðir og lærðir. Það þykur enginn maður með mönnum, nema hann hafi gengið í háskóla og þar fram eftir götunum. Aðrir geta líka lagt eitthvað af mörkum. Ekki eru allir, sem þeir sýnast. Að svo mæltu óskar Vikan Eddu og sögunni hennar góðs gengis. AÁS. Við rákumst á þessa mynd i ensku blaði, og sýnir hún, að hér hafa hönnuðir unnið gott verk. Það er að sjálfsögðu mun þægilegra að hafa allar snyrtivörurnar til hliðar við sig, og þú getur jafnvel haft með þér Til lesenda Við erum mjög ánægð með þátttökuna i Heilabrotunum okkar, og það hefur glatt okkur, hve margir hafa látið í ljós ánægju með þessa nýbreytni. Við tókum allmikla áhættu, þegar við ákváðum að veita þetta mörg og há verðlaun, en nú erum við sannfærð um að hafa gert rétt. Trúlega þykir mörgum ykkar getraunin 1X2 nokkuð þung, en við ætlumst til, að fjölskyldan glími við hana i sameiningu og hafí jafnvel eitthvað fyrir því að finna réttu svörin. Enda veitum við hæstu verðlaunin fyrir lausn þessarar gátu. Um barnakrossgátuna er það að segja, að útilokað er að gera hana svo létta, að ung börn geti ráðið hana hjálparlauat, enda ættu for- kaffibolla eða ölglas á meðan þú nýtur baðstundarinnar. Framleið- endur hugsa sér þetta sem umgjörð um gömul böð og ný, og er umgjörðin afgreidd i þremur hlutum, og fylgja með skrúfur og aðrir aukahlutir. eldrar eða aðrir vandamenn að hafa ánægju af því að hjálpa til og útskýra fyrir börnunum orð, sem þau ekki skilja. Það er okkur ánægjuefni að heyra, að flestir krakkar hafa mikla ánægju af því að leysa krossgátuna. Þið getið sent allar lausnir i sama umslagi, því við opnum hvert einasta bréf og röðum lausnunum í bunka, sem siðan er dregið úr. Þið Verðið er rúm 30 pund. Það líður varla á löngu. þar til þetta verður komið á markað hér. Kaupendur geta valið um fjóra liti — grænan. ljósrauðan, hvítan og bláan. megið einnig senda okkur bréf með, ef ykkur liggur eitthvað á hjarta. Pósturinn yrði til dæmis ánægður að fá bréf frá ykkur, og ef ykkur hefur dreymt merkilegan draum, þá er að segja draumaspekingnum okkar frá því. Einnig viljum við mjög gjarnan fá álit ykkar á efni blaðsins. Semsagt látið í ykkur heyra, hvað sem ykkur kann að liggja á hjarta. 53.TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.