Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 30.12.1976, Blaðsíða 15
Mót hazkkandi sól Þá eru áramótin framundan með öllum sínum undarlegu látum, flug- eldaskotum og sprengingum. Ég get reyndar ekki að því gert, að alltaf sé ég hálfpartinn eftir þeim peningum, sem árlega er ausið í þessa skamm- vinnu skrautsýningu um áramótin. En þetta er náttúrlega ósköp sveita- leg afstaða — enda er ég úr sveit. Oft verður mér á að bera saman þau áramót, sem flestir kannast við úr fjölmenninu með tilheyrandi vökum, flugeldasýningum, brenn- um og drykkjuveislum, og þau áramót, sem ég vandist allt fram yfir tvítugsaldurinn og svipar ef- laust til þess, sem gengur og gerist víðast enn til sveita. Þegar ég var bam, þótti mér heldur lítið til gamlárskvölds koma miðað við aðfangadagskvöldið. Að vísu var góður matur, en svo vorum við krakkarnir ekki alveg á því hreina, hvemig við ættum að verja þessu langa kvöldi. Fullorðna fóUcið var ákaflega upptekið af útvarpinu, en það var lítið við hæfi bama, og helstu hátíðabrigðin hjá okkur vom, að við fengum eitthvert sælgæti að maula og spUuðum á spU. Síðar lærði ég betur að meta þetta sérstæða kvöld, síðasta kvöld ársins. Þá vom engin börn lengur á heimUinu, og þá var ég farin að hafa gaman af að hlusta á útvarpið, sem tjaldaði sínu besta á gamlárs- kvöld, eins og það gerir eflaust enn i harðri samkeppni við sjónvarpið. Þó man ég lítið eftir dagskránni að öðm leyti en þvi, að þetta var létt skemmtiefni, eftirhermur, gaman- vísur og liðnir atburðir i skoplegu ljósi, dynjandi danslög og áramóta hugleiðing útvarpsstjóra, sem end aði ,,í guðs friði,” sálmi og klukkna hringingu. Og á þetta hlustaði maður í algjörri ró og næði, og þessi stund um miðnættið varð svo einkennUeg, ég fyUtist alltaf svo undarlegri tUfinningu smæðar og vanmættis og fannst árið vera að renna úr greipum mér, án þess ég fengi rönd við reist, þetta ár, sem ég hafði ætlað tU svo margs. Mér fannst ég vera að skilja við gamlan vin, sem ég hefði nú kannski mátt sinna betur, og nú gengi ég tU fundar við nýjan kunningja, sem ég þekkti ekki neitt og vissi ekki, hvemig myndi reynast mér. Ára- mótin í sveitinni heima vom trega blandin, en þau gáfu mér samt svo mikið, og á nýársdag fann maður tU fagnaðar og tUhlökkunar að ganga nú mót hækkandi sól og óþekktum atburðum. Eins og gefur að skUja vom tungUð og stjörnurnar einu ljósin, sem sáust á þeim áramótahimni, sem ég vandist fyrmm. Og ég minnist þess að hafa með nokkurri öfund skoðað myndimar af eld- flaugadýrðinni í höfuðborginni, þegar dagblöðin fóm að koma hálfum mánuði til þrem vikum síðar. Nú ér ég búin að fá samanburð- inn. Og hann er mestallur áramót- um unglingsáranna í hag. K.H. Meðal annarm orða i dansana 53. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.