Vikan


Vikan - 10.03.1977, Qupperneq 3

Vikan - 10.03.1977, Qupperneq 3
ta líffæri líkamans Yfirhúðin erca. 0,1 mm þykk og samanstendur af mörgum lögum af frumum. i innsta lagi yfir- húðarinnar skipta frumurnar sér stöðugt, og þær frumur, sem myndast, flytjast utar og verða hornkenndar og mynda ysta lagið, sem ver húðina ásamt svita og húðfitu. Hornlagið slitnar stöðugt af og endurnýjast stöðugt frá slímlaginu (s.s. innsta lagi yfir- húðarinnar). Öll yfirhúðin endur- nýjast á einum mánuði. Leðurhúðin er ca 1-2 mm þykk, og í henni er þétt net æða og aragrúi tauga, sem bera boð frá húðinni til mænu og heila og einnig þaðan til húðarinnar. Þar sem ekki eru æðar í yfirhúðinni, fær hún alla næringu sína frá æðum leðurhúðarinnar. Takmörkin milli yfirhúðar og leðurhúðar eru bylgjulaga til að auka viðloðun laganna. í leður- húðinni eru fitukirtlar, og fita þeirra mýkir húðina, ver fyrir sprungum og varnar því, að vatn gangi inn í hana. Svitakirtlar eru einnig í leðurhúðinni, svo og rætur hára og nagla. í innsta lagi yfirhúðarinnar eru litakorn, sem hafa það hlutverk að verja húðina gegn skaðlegum áhrifum sólarljóssins. í sólskini fjölgar litakornunum og við verð- um sólbrún. Spiklagið er ca. 0-40 mm þykkt og aðallega myndað úr fitufrum- um. Hvað eru freknur? Freknur eru smá „eyjar" ( húðinni, þar sem er sérstaklega mikið af litarefni, sem heitir Melanin. Melanin er í rauninni ekki eitt litarefni, heldur mörg, því eftir því, hve mikið súrefni berst aö, verður liturinn allt frá Ijósbrúnu yfir í dökkbrúnt. Þetta sjáum viö best á því, hve negrar eru mismunandi dökkir á hörund. Húðin myndar stöðugt eitthvað af efninu Melanin. Ef sólin skin á húðina, hafa útfjólubláu geislarnir þau áhrif, að framleiðslan verður örari — maður verður sólbrúnn. Efnið á að vernda húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Af og til hendir það, að fruma stekkur út undan sér og myndar meira litarefni en til var ætlast. Við gætum kallað það „stökkbreyt- ingu." Það er breyting á erfða- eiginleikum frumunnar. Dóttur- frumur viðkomandi frumu haga sér á sama hátt með þeim afleið- ingum, að dálítill hópur af frumum framleiðir of mikið af Melanin, það myndast brúnn depill — frekna. i sólskini verður litarefnisfram- leiðslan líka örari í sjálfum freknum, þser verða því meira áberandi í sólskini. Það vita allir freknuberar, að þær verða ótelj- andi á sumrin. Allt fólk hefur freknur. Sumir fáar, aðrir margar. Það er sérstaklega rauðbirkið fólk, sem er freknótt, því að meðal þeirra er meiri til hneiging í þá átt, að húðin framleiði of mikið af Melanin. Aðrar staðreyndir skipta líka máli. Ástralskur læknir rannsakaði 500 skólabörn í áraraðir. í yngstu bekkjunum voru aðeins 1 % barna, sem voru reglulega freknótt. Freknurnar voru yfirleitt, þar sem sólin náði að skína, í andliti, á handleggjum og fótum. Það voru sárafáir með freknur á neðri hluta líkamans Það er því greinilegt, að útfjólubláu geislar sólarinnar eru að hluta orsök þessara „stökk- breytinga." Þegar þessi skólabörn voru komin á fermingaraldur, voru það ekki lengur 1%, sem voru verulega freknótt, heldur 5%. Við kynþroskaaldurinn eykst því grein- ilega þessi „stökkbreyting," síðar varð ekki teljandi breyting á hlutfallinu. Við vitum nú um þrjú atriði, sem valda freknum. Það eru erfðir, sérstaklega hjá rauðbirknu fólki, sólarljós og áhrif hormónastarf- semi. Hinir svokölluðu „fegurðar- blettir" eru yfirleitt minni en freknur, en dekkri. Þeir eru kallaðir „háþróaðri" freknur, þar nægir ekki ein „stökkbreyting," heldur þarf fimm slíkar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.