Vikan


Vikan - 10.03.1977, Page 13

Vikan - 10.03.1977, Page 13
Náttfatapartí Fyrir nokkrum vikum var haldið náttfatapartí á dansstaðnum Óðali, og mun það hafa verið hið fyrsta sinnar tegundar þar. Allir áttu að koma þangað á náttfötum eða náttkjólum. Það var óvenjulegt þriðjudags- kvöld. Við fórum með kunningjum Halli, Laddi og Gísli Rúnar skemmtu þetta kvöld. okkar og litum sprenghlægilega út í náttfötum með hatta og i kúreka- stígvélum. Það er óneitanlega skrítið að klæða sig úr til þess að fara á ball, i stað þess að klæða sig upp á, eins og sagt er. Við komum á staðinn um tiuleytið, og ýmsir gáfu okkur hornauga á leiðinni niður Laugaveginn. Ég átti jafnvel von á því, að lögreglan tæki okkur föst fyrir ósiðsamlegan klæðnað á almannafæri. Tveir dyraverðir tóku brosandi á móti okkur, og voru þeir klæddir á svipaðan hátt og við. Inngangurinn var troðfullur af fólki, og allir voru ámóta klæddir, eða réttara sagt óklæddir. Þetta var mjög skemmtUegt kvöld, og allir skemmtu sér prýðilega. Það var bara dálítið kalt um nóttina, þegar menn þurftu að leita að leigubilum og skulfu þá í náttfötunum sínum með bros á vör. JimSmart ! Tveir vingjarnlegir dyraverðir Klukkan er 12, rétti timinn tU þess að segja draugasögur. Hver skemmtir hverjum? Sumir verða aldrei fullorðnir. Tveir „uppáfærðir” 10. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.