Vikan


Vikan - 10.03.1977, Síða 14

Vikan - 10.03.1977, Síða 14
7 Roskið og ráðsett fó!kf sem rokkaði og tvistaði fyrir tveimur áratugum eftir lögum eins og ffLet's twist againf" eða dansaði vangadans við tóna ffB!ueberry Hillf" hrökk upp af værum velferðarblundi á síðastliðnu haustif þegar Stefán og Lúdó héldu aftur innreið s/na I óskalagaþættina. Og unga kyns/óðin tók þeim Hka fagnand/:f og nú h/usta ungir sem gamlir á þá félaga syngja rr Ólsen-Ólsen" og ffBláberjalaut" og hvað þau nú heita ÖH þessi /ög. Vikunni þótti tilhlýðilegt að rifja upp gamlar endurminningar með Stefánj sem hefur skotist svo g/æsi/ega aftur upp á vinsæ/dahimininn. Ja, það er engu líkara en að fólk haldi, að ég heiti Ólsen frekar en nokkurn tíma Stefán, enda hefur lagið Ólsen, Ólsen orðið einna vinsælast, sagði Stefán Jónsson söngvari í hljómsveitinni Lúdó, þegar hann var spurður, hvaða augum hann liti þær geysi- vinsældir, sem plata þeirra félaga hefur fengið. Stefán er 34 ára gamall og hefur sungið með hljómsveitum frá því hann var „aðeins 15 ára patti í verknáminu," eins og hann segir sjálfur. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík og býr í Breiðholti ásamt konu sinni, Oddrúnu Gunnarsdóttur, sem er frá Selfossi, og tveimur börnum þeirra. Þar náðum við tali af Stefáni og báðum hann að segja frá einu og öðru í sambandi við Lúdó og plötuna þeirra, sem kom út fyrr í vetur og hefur nú selst í meira en 7 þúsund eintökum og hljómar enn án afláts í óskalaga- þáttum útvarpsins. Innan við tvítugt stofnaði Stefán ásamt öðrum hljómsveitina — Fyrst var ég svo feiminn, að ég féllst ekki á aö syngja, fyrr en búið var að slökkva öll Ijósin i salnum. — Það var alltaf geysimikið fjör I Storkklúbbnum. Plútó (seinna Lúdó), og léku þeir félagar til að byrja með í Vetrar- garðinum, þá í Storkklúbbnum (gamla Glaumbæ) og loks í Þórskaffi, en þá hét hljómsveitin ekki lengur Plútó, heldur Lúdó. Lúdófélagar komu aftur saman fyrir tveimur árum og byrjuðu að leika í átthagasalnum á Hótel Sögu. Þá rifjuðu þeir upp gömlu góðu lögin, sem strax féllu í góðan jarðveg. Svo léku þeir þessi sömu lög inn á plötu, og útkoman varð alveg sérlega góð, eða nokkurs konar „great comeback," ef einhverjir skyldu skilja það betur, enda hefur hún selst meira en nokkurn þeirra hafði grunað. SVAVARI GESTS AÐ KENNA — Hvernig stóð á því, að þið lékuð inn á plötu núna? 14 VIKAN 10. TBL. K, * *

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.