Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 21
þetta sinn var ekki um neitt dýr að ræða. Það var mennsk vera, sem þoldi kvalimar! Og þegar mér varð þetta ljóst, stóð ég ó fætur og var kominn yfir herbergisgólfið í þrem skrefum, og svo greip ég í handfang hurðar- innar, sem vissi inn í garðinn og rykkti henni upp fyrir framan mig. „Prendick, heyrðu! Stansaðu! kallaði Montgomery, þegar hann skarst í leikinn. Stór hundur, sem hafði orðið bilt við, gelti og urraði. Ég sá, að í vaskinum var blóð, og var það aðallega brúnt blóð, en einnig dálitið af rauðu blóði, og ég fann hina sérkennilegu lykt af karból- sýru. Svo sá ég gegnum opnar dyr lengra í burtu í dimmum hálfskugga eitthvað, sem hafði verið bundið óþyrmilega á grind og var nú sært, rautt og með umbúðir á sér. Og svo þurrkaðist þessi mynd út, þegar andlit Moreaus gamla birtist, hvítt og hræðilegt. Eftir eitt augnabiik var hann búinn að þrífa i öxl mér með hendinni, sem var ötuð i blóði, snúa mig niður og fleygja mér hvatvís- lega aftur inn í herbergi mitt. Hann lyfti mér eins og ég væri lítið barn. Ég féll endilangur á gólfið, og dyrnar lokuðust og lokuðu úti hina ástríðufullu ákefð i svip hans. Svo heyrði ég, að lyklinum var snúið í skránni og að Montgomery kom með aðfinnslur. „Eyðileggja heilt ævistarf! heyrði ég Moreau segja. „Hann skilur þetta ekki”, sagði Montgomery, og fleira sagði hann, sem ég gat ekki greint. „Ég má ekki vera að því enn þá”, sagði Moreau. Ég heyrði ekki það, sem á eftir fór. Ég brölti á fætur og stóð titrandi á gólfinu, og hugur minn var hrærigrautur af hinum hræði- legustu grunsemdum. Var það mögulegt, hugsaði ég, að slíkt fyrirbrigði sem kvikskurður manna væri til? Spurningunni laust niður eins og eldingu frá óveðurshimni. Og allt í einu veik hinn þokukenndi hryllingur huga míns fyrir ljóslif- andi skilningi á þeirri hættu, sem ég var í. Manni veitt eftirför öskynsamleg von um undan- komu vaknaði hjó mér vegna þess, að ytri dymar á herbergi minu voru mér enn opnar. Nú var ég sannfærður, alveg fullviss, um að Moreau hafði verið að kvikskera mennska veru.Allan tímann frá því að ég heyrði nafn hans hafði ég verið að reyna að tengja saman í huganum ó einhvern hátt hið afkáralega dýrseðli eyjarskeggja og svívirðu hans; og nú hélt ég, að ég skildi það allt. Ég mundi aftur eftir verkum hans um blóð-gjafir. Þessi kvikindi, sem ég hafði séð, voru fómarlömb einhverrar hræði- legrar tilraunar! Þessir leiðu þorparar höfðu aðeins ætlað að halda mér í klemmu, gabba mig með því að sýna mér trúnað og lóta mig bráðlega sæta örlögum, sem væm hryllilegri en dauði, beita mig pyntingum, og eftir pyntingarnar biði mín hrylli- legasta smán, sem hægt var að hugsa sér — ég yrði sendur út í buskann sem glötuð sál, sem skepna, í félagsskap vesalinga þeirra. Ég litaðist um eftir ein- hverju vopni. En ég fann ekkert. Svo fékk ég góða hugmynd, sneri við hægindastólnum, setti fótinn á hlið hans og reif burt hliðargrind- ina. Svo vildi til, að nagh kom með i grindinni, og þar sem hann stóð út, gerði hann vopn, sem annars var ómerkilegt, dálitið hættulegt. Ég heyrði fótatak fyrir utan, opnaði dyrnar í hendingskasti og sá Montgomery innan við metra fró þeim. Hann ætlaði að læsa ytri dyrunum. Ég hóf þennan naglastaf minn á loft og ætlaði að lemja hann i andlitið, en hann stökk til baka. Ég hikaði augnabljk, sneri siðan á brott og flúði fyrir húshornið. „Prendick, heyrið. þér maður!” heyrði ég hann kalla furðu lostinn. Verið þér ekki bjáni, maður!” Ég hélt, að ef ég hefði verið um kyrrt mínútu lengur, hefði hann læst mig inni og haft mig tilbúinn eins og spítalakanínu, þegar ég átti að mæta örlögum mínum. Hann kom út handan við hornið, því að ég heyrði hann hrópa; „Prendick!” Svo hljóp hann á eftir mér og kallaði ýmislegt upp á hlaupunum. I þetta sinn hljóp ég beint af augum og fór i norðaustur, þannig að leið mín myndaði rétt horn við leiðina, sem ég fór í fyrra skiptið. Meðan ég var á harðahlaupum upp ströndina, leit ég einu sinni við og sá þjón hans með honum. Ég hljóp í ofboði upp brekkuna, yfir hæðina og breytti síðan stefnu í austur meðfram klettadal, sem hafði frumskógarrönd sitt hvorvpn meg- in. Ég hljóp kannski svo sem eina milu samtals, lafmóður og með blóðið suðandi fyrir eyrunum, og þegar ég svo heyrði ekkert til Montgomerys og fylgdarmanns hans, en var næstum örmagna, tók ég skarpa beygju niður að strönd- inni, að því er ég taldi, og lagðist niðui í laut milli reyrstöngla. Þama beið ég lengi, of hræddur til að hreyfa mig og meira að segja of hræddur til að finna nein úrræði. Villt nóttúran umhverfis mig lá i þöglum svefni undir sólinni, og eina hljóðið í nánd var óþægilegt suð í nokkrum litlum mýflugum, sem höfðu uppgötvað mig. Bráðlega tók ég eftir svæfandi niði — og var það khður Bldunnar á ströndinni. Eftir um það bil klukkustund heyrði ég Montgomery kalla nafn mitt langt í burtu í norðurótt. Það varð til þess, að ég fór að bollaleggja, hvað ég gæti gert. Eftir því sem ég túlkaði það þá, var þessi eyja byggða aðeins þessum tveim kvikskurðarmönnum og fórnar lömbum þeirra, sem breytt hafði verið í dýr. Sumum þeirra gátu þeir vafalaust þröngvað í þjónustu sína gegn mér,' ef þörf krefði. Ég vissi, að bæði Moreau og Montgomery gengu með skamm- byssur; og að undanskildum veiga- litlum staf, sem lítill nagli stóð út úr og var hlægilega léleg kylfa, var ég ^vopnaður. Svo að ég lá kyrr, þar sem ég var, þangað til ég fór að hugsa um mat og drykk. Og á því augnabliki varð ég þess óþægilega áskynja, hversu vonlaus aðstaða min var í raun og veru. Ég kunni engin ráð til að geta fundið mér neinar rætur eða óvexti, sem kynnu að vera þarna nálægt; ég hafði engin tök á að veiða í gildrur þær fáu kanínur, sem voru ó eyjunni. Því meir sem ég velti þessari hugmynd fyrir mér, því vonlausara virtist að framkvæma hana. Að siðustu fór ég, í örvæntingar- fullri aðstöðu, að hugsa um dýrslegu mennina, sem ég hafði rekist á. Ég reyndi að finna ofurlitla von í því, sem ég mundi um þá. Ég sá þá fyrir mér í huganum hvern á eftir öðrum og reyndi að draga einhverja spá um aðstoð upp úr minni mínu. Svo heyrði ég allt í einu hund gelta, og þó varð mér ljós ný hætta. Ég eyddi litlum tíma í hugleiðingar, enda hefðu þeir að öðrum kosti náð mér strax, heldur þreif ég lurk minn og þaut beint af augum úr felustað mínum og í átt til ölduhljóðsins. Ég man eftir þyrnóttum plöntum, sem uxu þarna og höfðu þyrna, sem stungu eins og pennahnifar. Ég kom út að langri vik, sem opnaðist móti norðri, og þó blæddi úr mér, og föt min voru rifin. Ég óð beint út í öldurnar án þess að hika eitt andartak og hélt inn eftir víkinni, og brátt var ég kominn í lítinn læk, þar sem vatnið nóði mér í hné. Ég klöngraðist að lokum upp á vestari bakkann, og á meðan hjartað hamaðist í brjósti mér, skreið ég inn í burknaþykkni til að bíða úrslitanna. Ég heyrði, að hundurinn — og aðeins var um einn hund að ræða — nálgaðist og gjammaði, þegar hann kom að þyrnunum. Svo heyrði ég ekkert meira, og fór bráðlega að halda, að ég hefði sloppið. Mínútumar liðu, þögnin lengdist, og að siðustu, eftir að ég hafði verið óáreittur í klukkustund, jókst hugrekki mitt smám saman aftur. Þegar hér var komið sögu, var ég ekki lengur sérstaklega skelfdur eða dapur. Því að ég hafði, ef svo má að orði komast, náð hóstigi skelfingar og örvæntingar. Nú fannst rrrier líf mitt mega heita glatað og að forfölur mundu gera mig færan um að þora hvað sem var. Ég óskaði þess jafnvel á vissan hátt að mætá Moreau augliti til auglitis. Og þar sem ég hafði vaðið út í vatnið, minntist ég þess, að ef ég yrði of aðþrengdur, ætti ég að minnsta kosti einp leið opna enn þá til þess að komaét undan pyndingum — þeir gátu ekki svo auðveldlega hindrað, að ég drekkti mér. Mig hálflangaði til að drekkja mér á þessari stqndu, en einkennileg löngun til áð sjá fyrir endann á ævintýrinu, einkennilegur ópers- ónulegur, sterkur áhugi á sjálfum mér, hélt aftur af mér. Ég teygði út limina, sem voru sárir og kvaldir af stungum þyrnóttra plantna, og staiði á trén i kringum mig; og svo kom ég allt i einu auga á dökkt andlit, sem horfði á mig, og bar þetta svo skyndilega að, að andlitið virtist stökkva út úr grænum gróðrinum umhverfis. Ég sá, að þetta var apalegi maðurinn, sem hafði komið niður að skipsbótnum á ströndinni. Hann hélt sér við skakkan stofn pálma- trés. Ég greip stafinn minn, reis á fætur og stóð andspænis honum. Hann fór að masa. „Þú, þú, þú”, var hið eina, sem ég gat greint í fyrstu. Allt í einu féll hann niður úr trénu, og eftir augnablik greindi hann laufið í sundur og starði forvitnum augum á mig. Þessi maður vakti ekki sama viðbjóð hjó mér og hitt manndýrið, sem, ég hafði rekist á. „Þú”, sagði hann, „í bátnum”. Hann var þá maður — að minnsta kosti eins ósvikinn maður og þjónn Mont- gomerys — því að hann gat talað. „Já”, sagði ég, „ég kom í bátnum. Frá skipinu”. „Ö!”, sagði hann, og hin björtu, hvikulu augu hans skoðuðu mig fró hvirfli til ilja, fyrst hendurnar, svo lurkinn, sem ég hélt á, fæturna, hálfrifnar frakkadruslurnar og skurði og skrámur, sem ég hafði fengið af þyrnunum. Hann virtist vera í vandræðum vegna einhvers. Hann leit aftur á hendur mínar. 10. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.