Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 22
Hann rétti upp hönd sína og taldi
finguma hægt. „Einn, tveir, þrír,
fjórir, fimm — ha?”
Ég skildi ekki meiningu orða
hans þá. Siðar komst ég að því, að
mikill hluti þessarar dýrslegu
þjóðar hafði vanskapaðar hendur
og vantaði meira að segja stundum
þrjá fingur. En þar sem ég giskaði
á, að þetta væri einhvers konar
kveðja, svaraði ég honum á sama
hátt. Hann var ákaflega ánægður
og glotti. Svo fór hann að litast um
aftur með reikulu augnaráði. Hann
tók viðbragð og hvarf. Burknablöð-
in sem hann hafði staðið á milli,
réttu sig við.
Ég fór út úr rjóðrinu ó eftir
honum, og ég varð hissa, þegar ég
sá hann sveiflast glaðan i bragði á
einum, horuðum handlegg i kaðli
sem gerður var úr skriðjurtum og
hékk niður úr laufinu fyrir ofan.
Hann sneri baki við mér.
„Halló!” sagði ég.
Hann stökk niður og sneri sér í
stökkinu og stóð og horfði á mig.
„Heyrðu”, sagði ég, „hvar get
ég fengið eitthvað til að borða?”
„Borða!” sagði hann. „Borðaðu
nú mannamat”. Og augu hans
hvörfluðu aftur til kaðalsins. „Við
kofana”.
„En hvar eru kofamir?”
„0!”
„Ég er nýr, skal ég segja þér”.
Og nú sneri hann sér við og gekk
hratt af stað. Allar hreyfingar hans
vom undarlega hraðar. „Komdu”,
sagði hann. Ég fór með honum til
þess að sjó endalok ævintýrsins. Ég
giskaði á, að kofarnir væm einhver
skýlisræfill, þar sem hann og
nokkrir fleiri af þessum manndýmm
áttu samastað. Ef til vill mundi ég
mæta vinsemd hjá þeim og finna
eitthvert handfang í sál þeirra, sem
ég gæti haldið í. Ég vissi ekki enn,
að hve miklu leyti þeir höfðu gleymt
þeirri mennsku arfleifð, sem ég taldi
þá eiga.
Felagi minn, sem liktist apa,
skokkaði áfram við hlið mér með
hendurnar hangandi niður og fram-
standandi kjálka. Mig langaði til að
vita, hverju hann myndi eftir.
„Hve lengi hefur þú verið á
þessari eyju?” sagði ég.
„Hve lengi?” spurði hann. Og
eftir að hann hafði fengið spurning-
una endurtekna, rétti hann upp
þrjá fingur. Maðurinn var litlu betri
en fóbjáni. Ég reyndi að skilja,
þvað hann meinti með þessu, og
honum virtist leiðast það. Eftir eina
eða tvær spumingar í viðbót veik
hann skyndilega frá mér og stökk
eftir einhverjum ávexti, sem hékk
niður úr tré. Hann togaði niður
handfylli af broddóttum hýðum og
fór að éta innihaldið. Ég fylgdist
með þessu með ánægju, því að
þetta var að minnsta kosti bending
um, hvar mat væri að fá. Ég prófaði
að leggja nokkrar aðrar spumingar
fyrir hann, en hin skjótu svör, sem
hann tautaði, sýndu oft, að hann
hafði misskilið spumingu mina.
Sum vom viðeigandi, önnur alveg
eins og hjó páfagauki.
Þessi sérkennilegu atriði drógu
svo mjög að sér athygli mína, að ég
tók varla eftir leiðinni, sem við
fómm. Bráðlega komum við að
trjám, sem vom öll sviðin og brún,
og svo að opnu svæði, sem var
þakið gulhvitri skón, og yfir það
lagði reyk, sem kom í hviðum og
erti nef og augu. Hægra megin við
okkur sá ég yfir beran klett slétt,
blátt yfirborð sjávarins. Stígurinn
lá í bröttum krákustígum niður í
þröngt gil milli tveggja kögglóttra
hrúga af dökku úrgangsgjalli.
Niður í þetta gil fómm við.
Þessi vegur var ákaflega dimmur,
eftir blindandi sólarljósið, sem
endurkastast hafði frábrennisteins-
þöktum jarðveginum. Vegkantarnir
urðu brattari og nálguðust hvor
annan. Grænar og fagurrauðar
skellur liðu fyrir augu mín.
Leiðsögumaður minn staðnæmdist
skyndilega. „Heima”, sagði hann,
og eg stóð á botni spmngu, sem mér
fannst i fyrstu alveg koldimm. Ég
heyrði einhver undarleg hljóð og
þrýsti hnúum vinstri handar inn í
augun. Ég fann óþægilega lykt,
sem var eins og lykt af illa
hreinsuðu apahúri. Lengra i burtu
opnaðist klettaborgin aftur út að
afliðandi brekku, þar sem gróðurinn
ló baðaður i sólarljósinu, og til
beggja handa tróðst ljósið eftir
mjóum farvegi niður í myrkrið
miðsvæðis.
Flytjendur lag-
anna
Þá snerti eitthvað kalt hönd
mína. Ég hrökk í kút og só fast við
mig dökkbleika vem, sem var líkari
flegnu barni en nokkm öðm í öllum
heiminum. Veran hafði einmitt hinn
milda en fróhrindandi svip letidýrs-
ins, sama lága ennið og sömu hægu
hreyfingarnar. Þegar fyrstu.snöggu
áhrif ljósbreytingarinnar hurfu, sá
ég greinilegar í kringum mig. Litli
maðurinn, sem minnti á letidýr,
stóð og starði á mig. Leiðsögumað-
ur minn var horfinn.
Þessi staður var mjór vegur milli
hórra hraunveggja, spmnga í
óreglulegum hraunstrauminum, og
báðum megin mynduðu saman-
hangandi hrúgur af kóralflygsum,
pálmablöðum og reyr, sem hallaðist
upp að klettunum, úfin greni, sem
vom innilokuð og dimm. Vegurinn,
sem hlykkjaðist upp gilið milli
þeirra var varla þriggja metra
breiður og var ófagur vegna þess,
að á honum lágu hrúgur af rotnandi
ávaxtaleifum og öðmm hroða, sem
olli óþægilegum dauni staðarins.
Litla, letilega, bleika veran var
ennþá að depla augunum framan í
mig, þegar apamaðurinn kom aftur
í ljós í opinu ó greninu, sem hæst
var, og benti mér að koma inn. Og
um leið smeygði klunnaleg ófreskja
sér út úr einu af grenjunum, sem
vom lengra upp með þessari
einkennilegu götu, stóð upp, þannig
að mynd hans féll inn í bjartan
gróðurinn lengra í burtu, og starði á
mig. Ég hikaði — hálflangaði til að
stökkva aftur sömu leið og ég var
kominn — og greip siðan um
naglastaf minn miðjan, ákveðinn að
leyfa þessu ævintýri að hafa sinn
gang, og skreiddist inn í litla,
daunilla grenið á eftir leiðsögu-
manni mínum.
Það var hálfhringlaga og í lögun
eins og helmingur af býflugnabúi,
og upp við steinvegginn, sem
myndaði innri hliðina ó greninu, var
hrúga af margs konar ávöxtum,
kókoshnetum og svo framvegis.
Nokkur hrjúf ílát úr hraunsteini og
tré stóðu á gólfinu, og eitt þeirra
stóð á stólskrifli. Þarna var enginn
eldur. I dimmasta horni kofans sat
dökkt, formlaust hrúgald, sem
urraði „halló”, þegar ég kom inn,
og apamaðurinn minn stóð í daufri
birtu inngarigsins og rétti að mér
klofnakókoshnot.þegar ég skreið út
í hitt hornið og hnipraði mig saman.
Ég tók við henni og fór að naga
hana, eins rólegur og unnt var,
vegna þeirrar spennu og ótta, sem
ég var haldinn, og þrátt fyrir
1 næstum óþolandi loftleysið í gren-
inu. Litla, bleika, ietilega veran
stóð i opi kofans, og einhver annar,
sem hafði grábrúnt andlit og skær
augu, kom og starði yfir öxlina á
henni.
„Halló”, heyrðist hið leyndar-
dómsfulla hrúgald andspænis mér
segja. „Það er maður! Það er
maður!” tautaði leiðsögumaður
minn — „maður, maður, lifandi
maður, eins og ég”.
„Þegiðu!” sagði röddin úr dimm-
unni og urraði. Ég nagaði kókos-
hnetuna mína i áhrifamikilli þögn.
Ég hvessti sjónir inn í dimmuna, en
gat ekkert greint. „Það er maður”,
endurtók röddin. „Er hann kominn
til að búa hjá okkur?”
Þetta var loðin rödd, og í henni
var eins konar blistrandi yfirtónn,
sem mér þótti sérkennilegur, en
hinn enski málhreimur var furðu-
lega góður.
Apamaðurinn leit ó mig, eins og
hann ætti von ó einhverju. Ég
skildi, að þögnin var spyrjandi.
„Hann er kominn til að búa hjá
þér”, sagði ég.
„Það er maður. Hann verður að
læra lögin”.
Nú fór ég að greina dýpri svartan
lit í dökkum óskýrum útlínum
krypplingsins. Svo tók ég eftir því,
að opið ó kofanum myrkvaðist,
þegar tvö höfuð bættust við. Hönd
min krepptist fastar um stafinn.
Veran í dimmunni endurtók hærri
röddu: „Segðu orðin”. Ég hafði
misst af síðustu setningu hennar.
„Að ganga ekki á fjórum fótum;
það er lögmálið” — þessa málsgrein
endurtók hún með tilbreytingar-
lausu söngh.
Ég skildi þetta ekki. „Segðu
orðin”, sagði apamaðurinn aftur, og
mennimir í gættinni endurtóku
þetta með ógnunartóni í röddinni.
Mér varð ljóst, að ég varð að
endurtaka þessa heimskulegu reglu.
Og svo hófst hin vitfirrtasta athöfn.
Röddin í myrkrinu fór að sýngja
tilbúinn bænasöng, línu fyrir linu,
og ég og hinir endurtóku hann.
Meðan þeir voru að því, sveigðu
þeir líkamina til hliðanna og slógu
höndunum á hnén, og ég fór að
dæmi þeirra. Ég hefði getað
ímyndað mér, að ég væri þá þegar
dauður og í öðrum heimi. Kofinn
var dimmur, og þessar afkáralegu,
dökku verur, sem einstaka ljós-
glæta náði til, sveigðu sig allar i
takt og sungu:
„Ékki ganga á fjórum fótum; það
er lögmálið. Erum við ekki
menn?”
„Ekki sjúga drykk sinn; það er
lögmálið. Erum við ekki menn?”
„Ekki éta kjöt eða fisk; það er
lögmálið. Erum við ekki menn?”
„Ekki klóra börk af trjám; það er
lögmálið. Erum við ekki menn?”
„Ekki elta aðra menn; það er
lögmálið. Erum við ekki mjannT’j
Og siðan var haldið ófram frá því
að banna þessa heimskulegu hluti
og til þess að banna það sem ég hélt
þá ógerlegasta og ósæmilégasta
atferli sem eiginlega var hægt að
ímynda sér. Framhald í næsta blaði
EYJfi
DR.MOREfiCJS
22 VIKAN10. TBL.