Vikan


Vikan - 10.03.1977, Page 37

Vikan - 10.03.1977, Page 37
HÆTTU' LEGUR GRUNUR EFTIR ZOE CASS óvenjuleg, en undir trénu vtu- steinbekkur og þar fyrir framan andapollur, óreglulegur að lögun. Einhvern tíma hlaut að hafa verið vatn í honum, en nú var hann uppþomaður og einungis forareðja í bominum. I hinum enda garðsins voru bogagöng, gerð úr þremur myndar- legur bogum, sem hvíldu á sverum súlum. Steinninn var veðraður og einna likastur smjöri á litinn. Þessi súlnagöng voru blátt áfram hríf- andi. Steinhrúga var þarna líka og beið þess eins, að eitthvað vœri byggt úr henni. Aðaldyr hússins vom á vinstri hönd. Þær vom úr viði, en þó sennilega ekki upphaflegar dyr þessa húss. Til þess vom þær of vandaðar. Þær vom úr dökkum, útskornum viði og járnslegnar. Útskurðurinn sýndi vínþrúgur, blóm og fugla. Ég yfirgaf bílinn og það small undan skónum mínum, er þeir námu við gangstéttina, sem var hvítskúmð líkt og þilfar á skipi. Ég gekk hægt í áttina að húsinu, áköf en samt varkár og sótti lykilinn í vasa minn. Hann snérist í skránni án þess að gefa frá sér minnsta hljóð og dyrnar opnuðust. Áður en ég gekk inn leit ég aftur út í forgarð- inn. Það var heitt í veðri og lognmilt. Ég var í þann veginn að fara inn, þegar ég kom auga á bifhjól í forgarðinum. Það stóð hægra megin við bogagöngin, hólffalið á bak við ólífutrjálundinn. Ég sá einungis afturhjólið, snjáð sætið og tága- körfu á bögglaberanum. En svo var það annað, sem stakk mig 1 augun. Hjá körfunni sá ég riffil og það glampaði ó byssu- hlaupið þarna í sólskininu. Ég starði a þetta og fann að hjartslátturinn varð örari. Ég varð felmtri slegin og þaut inn í húsið, skellti aftur þunglamalegri hurð- inni, en lagðist síðan upp að henni með augun aftur. Þé&ar ég opnaði þau aftur blasti við mér langur, rétthymdur for- salur, en húsgögnin vom líkt og tiðkast í setustofu. Ég lagði við hlustirnar. Þögn. Hver var eigandi þessa bifhjóls? Væri hann einnig hér í húsinu, þá var það heimsku- legt af mér að loka mig svona inni. Til vinstri handar við mig vom tveir gluggar, er vissu út að for- garðinum. Á veggnum beint á móti var einnig gluggi, sem var greini- lega nýtilkominn. Þaðan var útsýni yfir dalinn og gaf að líta litla akra, en engir mannabústaðir, ekkert utan rauð , tigulsteinsþök í hæðardragi handan við dalinn, en það var í margra mílna fjarlægð. Nú var ég þess fullviss, að reg hafði farið skakkt að. Strax og ég kom auga ó mótorhjólið hefði ég átt að vinda mér upp í bílinn og aka í burtu. Kannski beið byssumaður- inn eftir mér uppi á lofti. Smám saman tókst mér að ná valdi yfir sjálfri mér. Enginn gæti hafa vitað um fyrirætlun mína. Auk þess kom riffill, sem var festur við mótorhjól, eigandanum ekki að neinu gagni og var því engin ógnun hvað það snerti. Ég skammaðist min fyrir þessa hugaróra, gekk yfir að glugganum og leit út. Bifhjólið var horfið. Áður en ég náði að jafna mig eftir undrunina, heyrði ég vél ræsta, en síðan vélarhljóð, sem fjar- lægðist smám saman. Ég minntist beygjunnar á veginum ekki alllangt frá húsinu. Hver svo sem þetta hafði verið, þá hlaut hann nú að vera kominn úr augsýn, en samt hljóp ég út að beygjunni. Ég sá rykmökk, en auk þess grillti ég í bláleit föt. Ég ákvað að halda könnun minni ófram. Einungis partur af húsinu hafði verið endurbyggður, dag- stofa, eldhús, baðherbergi og eitt svefnherbergi, allt saman vinstra megin, þegar gengið var inn í húsið. Herbergin handan við bogagöngin og til hægri við innkeyrsluna voru hins vegar i hinni mestu niður- níðslu. Sjálfur húsagarðurinn var hins vegar í góðri umhirðu. Alls staðar gat að lita árangur af nostursömu handbragði föður míns. Ég kraup við steinbrík, sem hann hafði búið til undir nýgerða glugganum, þeim sem vissi út að dalnum og augu min fylltust tárum. Fáeinum mínútum síðar gekk ég aftur í gegnum hinn nýendur- byggða hluta hússins, hægar i þetta sinn og naut hinnar svölu kyrrðar. I forsalnum, sem skildi að setu- stofuna og eldhúsið, var steinstigi, sem lá upp á loft. Þar var svefnherbergi og baðherbergi inn af því. Faðir minn hafði notað öll þessi herbergi. Viðamiklar dyr lágu úr for- stofunni þarna uppi og inn í autt herbergi. Fyrir innan þetta herbergi var lág hvelfing og handan við hana voru göng. Þarna voru múrbrot, svo að þessi gangvegur var sennilega aldrei notaður. Ég kpm auga á járnfleyg á dyrum þessa auða herbergis og ég var ákveðin í að loka af þennan hluta hússins. Er fleygurinn væri kominn í hólkinn myndu dyrnar áreiðanlega þola hinn harkalegasta atgang. Ég fór að hugsa um, hvort það væri mögulégt fyrir mig að búa ein í þessu húsi. Ef mótorhjólið og byssan hefði ekki komið til, hefði ég alls ekki verið bangin. Undir venjulegum kringumstæðum hef ég aldrei sett það fyrir mig að vera ein. Áður en ég smellti lokunni fyrir dyrnar, leit ég enn einu sinni inn í herbergið. Gullnar rykagnir döns- uðu þarna í loftinu, en þess utan var ekkert þarna að sjó nema eitthvað, sem líktist loki á pappa- kassa, stóð þarna uppi við einn vegginn. Ég gekk yfir að því og 10. TBL.VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.