Vikan - 10.03.1977, Qupperneq 40
konur tœkju sjálfstæðar á-
kvarðanir.
„Fyrirgefðu mér,” flýtti ég mér
að segja. „Eg hefði ekki átt að
koma með þessa athugasemd.”
Hann reis á fætur og hneigði sig
þvermóðskulega. „Af því að ég
veit, að þú tekur lát föður þíns mjög
nærri þér, þá ætla ég að fyrirgefa
þér. En nú verð ég að fara. Ef þú ert
ákveðin í að vera hér um kyrrt, þá
er það á móti mínum vilja og
algjörlega á þina eigin ábyrgð. En
ef þú skyldir skipta um skoðun.
láttu mig þá endilega vita og ég skal
gera það, sem ég get fyrir þig/’
Eftir andartaks þögn kom hann
aftur að fjárhagsstöðu minni.
„Ef þú þarft á peningum að halda,”
sagði hann, „get ég látið þig fá
smáupphæð núna.”
„Nei, þakka þér fyrir,” sagði ég.
„Ég er ekki svo aðkreppt.” Þetta
var ekki alveg sannleikanum sam-
kvæmt, enda hafði það komið illa
við pyngju mina að þurfa að kaupa
farmiða frá London.
„Gott og vel, en annaðhvort
verður þú að yfirgefa Gozo fljótlega
eða búa þig undir að dvelja hér um
ófyrirsjáanlegan tima. Veðrið fer
versnandi, stormar eru í aðsigi og
kannski verður þú innlyksa hér.”
Ég fór ásamt hr. Callus að dyrum
hótelsins og út í sólskmið. Þrótt
fyrir hitann skalf ég. Mér gast ekki
að þeirri hugmynd að verða
strandaglópur hér á þessari eyju. Ég
var að því komin að biðja hann um
að bíða á meðan ég pakkaði ofan i
töskurnar mínar.
En svo leið þessi skrekkur hjá.
Ég rétti fram höndina og þakkaði
honum innilega fyrir, en kvaddi
hann síðan afsakandi um leið og
hann steig upp í stóran bíl, sem
hann hafði lagt i skugga nokkurra
runna.
Vesalings hr. Callus! Hann hafði
viljað mér vel, en ég hafði ekki gert
annað en að móðga hann. Þegar ég
horfði á hann aka í burtu hafði ég
það á tiifinningunni, að ég ætti
einum vininum færra.
Kyrrseta dagsins hafði gert mig
fremur eirðarlausa og ég fór þess
vegna í bikinibaðföt og skundaði út
að sundlauginni.
Á leiðinni þangað sá ég Randal
koma heim. Hann ók framhjá mér
og veifaði til mín, en fór síðan í
gegnum bogagöng, er lágu að
bakhlið hótelsins. Ég var forvitin að
vita hvar hann hefði verið og með
hverjum.
Loftið var mollulegt, en aðeins
Olivia de Havilland
leikurí3ju
„Airportmyndinni,,
Nú er þriðja,, Airport" kvik-
myndin í uppsiglingu, og á sú að
heita ,,Airport 1977." Fyrirfram
er fu/lyrt að hún verði ekki síður
spennandi en hinar tvær.
Söguþráðurinn er sá, að
Boeing 747 hverfur í svonefnd-
um Bermuda þríhyrning, en ái
þeim slóðum hverfa grunsam-
lega mörg skip og flugvélar. Með
vélinrii hverfa flugstjórinn, sem
er leikinn af Jack Lemmon, og
kona, sem leikin er áf Olivia de
Havilland. Kona þessi er þrí-
skilin og hörð af sér í eftirlætis-
iðju sinni pókerspili.
Munið þið eftir stjörnunni Oli-
viu de Havilland? Hún stendur nú
á sextugu, en kom fyrst fram í
myndinni „Miðsumarsnætur-
draumur" árið 1934. Síðan hefur
hún leikið í einum sextíu
myndum og spannað yfir vítt
svið — leikið unglingsstúlku,
kynbombu, rómantíska konu og
geðbilaðan sjúkling [ hinni
þekktu mynd „Ormagryfjunni."
Olivia de Havilland fæddist í
Tokyo, en faðir hannar var þar
starfandi lögfræðingur. Þegar
hún var tveggja ára fluttist
fjölskyldan til Bandaríkjanna.
Olivia og systir hennar, sem
einnig varð fræg leikkona, Joan
Fontaineað nafni, ólust upp eins
og börn betri borgara, fengu
góöa menntun og stunduðu um
tíma nám í klausturskóla.
Olivia / dag, enn vinsæl og veí
metin /eikkona.
Þegar Olivia var orðin 18 ára
hafði hún lokið blaðamennsku-
námi við háskóla og var ákveðin í
að gerast blaðamaður, en þá
uppgötvaði kvikmyndaiðnaður»
inn þessa ungu og fögru konu.
O/ivia ung og heillandi
Fyrir tuttug árum fluttist hún
til Parísar og giftist frönskum
blaðamanni, er starfaði hjá
stórblaðinu Paris Match. Hjóna-
bandið stóð í sjö ár, en Olivia hélt
áfram að búa í París eftir skilnað-
inn enda þótt hún léki í bandarísk-
um kvikmyndum áfram. Hún hef-
ursagt,aðþaðsémiklu þægilegra
að búa í einu landi en leika í öðru,
því með því móti njóti hún meira
einkalífs, sem hún metur mikils. Í
París er hún bara Madame
Galente í augum húsvarðrins og
póstþjónanna, en ekki fræg og
duttlungafull kvikmyndastjarna.
Olivia býr með dóttur sinni
Gisele, sem er 18 ára, og hefur
hún ánægju af að búa til mat
handa dótturinni og vinum
hennar, vel að merkja franskan
mat.
Þegar hún er spurð um
franskar kvikmyndir svarar hún:
Ég hef aldrei leikið í franskri
mynd, og hef reyndar aldrei
fengið boð um það. Kannski er
það vegna þess, að þrátt fyrir
tuttugu ára dvöl í Frakklandi tala
ég enn frönsku með sterkum
hreim. Vinir mínir segja að ég tali
með júgóslavneskum hreim,
hvernig svo sem á því stendur!
farið að kólna, enda farið að nálgast
kvöld. Um leið og ég stakk mér í
laugina hætti ég að brjóta heilann
um viðburði dagsins. Ég synti,
dýfði mér, kom aftur upp á
yfirborðið, dýfði mér aftur og synti,
þangað til ég var orðin svo þreytt,
að mér tókst rétt með naumindum
að skríða upp á bakkann. I fyrsta
skipti eftir að ég frétti um lót föður
míns var ég glorsoltin.
Þegar ég yfirgaf laugina tók ég
eftir því, að tveir leigubilar komu
og út úr þeim stigu nýjr gestir.
Einn þeirra var maður í vel
sniðnum, gróum fötum. Hann var
þéttholda, en ekki feitur, og lipur í
hreyfingum þrátt fyrir stærðina.
Hár hans var grásprengt og hann
var stuttklipptur, sem var eins
gott, því að hárið virtist vaxa í allar
áttir. Hann var að reykja sígarettu
og farangur hans samanstóð af
sjónauka, myndavél, sem hann
slengdi yfir öxl sér og lítilli tösku,
sem hann hélt á í hendinni.
Af námi mínu í hótelrekstri hafði
ég lært að reikna fólk út við fyrstu
sýn. Þessi var áreiðanlega upp-
stökkur. Hann var vanastur hinu
ljúfa lífi, klæðskerasaumuð föt hans
og handunnir skór bentu til þess.
Ef honum væri ekki veitt næg
þjónusta, myndi hann áreiðanlega
láta til sín heyra.
Mér til undrunar kom hann mjög
vel fram við stúlkuna í móttökunni.
Hann kvaðst heita Stark, tók við
lyklinum að herbergi sínu og elti
þjóninn að lyftunni ásamt fjórum
öðrum nýjum gestum.
Sökum þess hversu svöng ég var,
flýtti ég mér að hafa fataskipti og
var komin niður í matsalinn andar-
taki áður en hr. Stark birtist með
viskiglas í hendi.
Vitaskuld vildi hann ekki það
borð, sem honum var fyrst boðið.
Hann benti á annað, sem stóð úti
við glugga, en þjónninn leit fyrst í
áttina til Randals, vildi fullvissa sig
um, að þetta væri í lagi. Randal
kinkaði kolli og þjónninn vísaði
manninum til sætis, lagði matseðil
fyrir • framan hann og beið eftir
pöntuninni. Án þess að líta upp gaf
hr^Stark honum merki um að fara,
en skoðaði síðan matseðilinn nánar.
Þegar ég var að borða kom
vikapiltur og sagði, að það væri
sími til mín. Ég fór fram í anddyrið
og tók símann þar. Þetta reyndist
þá vera Michael Brent og hann
spurði mig, hvernig mér hefði
gengið, sagðist vona, að ég hefði
ekki ofreynt mig og bauðst til þess
að fara með mér út að bóndabýlinu.
„Kannski á morgun?” sagði
hann. „Ég gæti tekið mér fri. Þú
finnur það aldrei upp á eigin spýtur.
Það er afskekkt og alls ekki staður
þar sem þú gætir búið. Alexa,
elskan min?”
40 VIKAN 10. TBL.