Vikan


Vikan - 10.03.1977, Qupperneq 45

Vikan - 10.03.1977, Qupperneq 45
myndunum. Og lengst til hægri eru denimbuxur, og nú eru það bara þær grönnu, sem til greina koma, því þessar eru þröngar frá upphafi til enda og teknar saman að neð^n með spennum. Varið ykkur: Sumar líta hræðilega út í svona buxum! alltaf að tína upp dót á leið sinni um íbúðina, litla kubba og smá- hluti eftir börnin. Buxurnar þrengj- ast aðeins niður, eins og tískan er víst nú til dags, og mælt er með kúrekastígvélum við þær. Bux- urnar í miðjunni eru hversdags útgáfa af fallhlífarbuxum, þótt ekki sjáist reyndar mikill munur á sem koma skal. Þessar lengst til vinstri minna óneitanlega á venju- legar vinnubuxur, og þær eru líka upplagðar til að vinna í þeim, því þær eru skreyttar smávösum hér og þar, sem eflaust kæmu ýmsum vel undir smáhluti. Okkur dettur nú strax í hug húsmóðirin, sem er Axlabönd eins og litli bróðir gengur með? Ja, því ekki það, ef við erum búin að ákveða, að einmitt það sé „voða smart." En við svona buxur gengur ekkert annað en kúreka- stígvél, segja þeir, sem vitið hafa. Og því miður er það oft svo, að ekki er nóg að fá sér eina nýja flík, því þetta þarf allt að passa saman. nú við hæfi virðulegra kvenna? Já, segja sérfræðingamir, svona bux- ur fara flestum vel. Þær eru þægi- legar og gera ekki kröfur til þess, að viðkomandi sé með vaxtarlag sýningarstúlku. Þeir mæla til dæmis alveg sérstaklega með svona buxum handa nýorðnum mæðrum, sem eru alltaf svolítinn tíma að ná aftur fyrra vaxtarlagi. Og þær, sem reynt hafa, segja, að þær hafi naumast í þægilegri buxur komið. Hvers getum við þá meira krafist? Því það er þó megin skilyrði, að fólki líði vel í fötum sínum. Um það virðist sem betur fer meira hugsað nú en fyrir nokkrum árum, þegar konur voru hnepptar í fjötra mágabelta, brjóstahalda með spöngum og stoppi, níðþröngra pilsa og pinna- hæla.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.