Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 47
Ef það er eitthvað, sem ég hefi fyrirlitið og neitað, þá er það afbrýðisemi. Nú brýst hún út. Áður* en þú hefur sagt, að þú viljir mig. — Er þér kalt? spyrð þú lágt. Þetta er það fyrsta, sem þú segir, eftir að við settumst upp í bílinn. Ég veit það ekki, hefi ekki hugsað út í það, vil ekki hugsa um það. Þú setur bílinn í gang. Slekkur svo á honum aftur. Snýrð þér að mér. Ég veit, hvað þú ætlar þér að segja, veit, hvað það felur í sér. Kannski betur en þú. Ég þekki gildi þeirrar dýrmætu gjafar, sem við getum ekki neitað. Og ég bið þig, hljóðlega, hrædd- ari en ég hefi áður verið, bæði vegna þess, sem er að gerast, og þess, sem mun gerast: Segðu það ekki! Talaðu um sjálfan þig, um mig, um vorið og um vinnu okkar — en ekki um okkur. Ástin mín, segðu ekkert. Ekkistrax. ★ reynum að dylja það. Reynum að vera kurteis og brosa. Við höfum ákveðið að vera tillitssöm. Láta tímann vinna fyrir okkur. Rífa niður stein fyrir stein í staðinn fyrir að sprengja allt sundur strax,- Og þá lítur þú i augu min. Og þú gerir það eina rétta, það eina sem ekki eru svik, hið eina sem ekki er skömm. Þú gengur tii min og faðmar mig að þér. Eða gerirðu það ekki? Hver ert þú elskan mín? Ert þú maðurinn, sem ég á að liia með. Eða ert þú bara maðurinn, sem vakti ást hjá mér, ást, sem ég aldrei áður hefi fundið. Er það ástin til þin, sem ég á framvegis að lifa með, bara ástinni, en ekki þér? Eitt augnablik er ég fegin, að það skuli vera dimmt, svo að þú sérð mig ekki. Hugsa sér, ef ég hefði á röngu að standa, ef þú værir bara í leit að æfintýri. Þú yrðir þá hræddur, ef þú gætir lesið hugsanir mínar, séð í augum mínum, að ég horfi á þig með alla eilífðina í huga mínum. Ástin min! Ástin mín, sem ég þekki ekki ennþá. Það skiptir engu máli, hvað þú hugsar núna, það skiptir engu máli, þó að þú skiljir ekki, hvað ég hugsa. Þetta er bara byrjunin. Þetta mun halda áfram. Hvað sem við hugsum, hvað sem við gerum, þá mun það halda áfram. I kvöld munum við sennilega fara hvort til sins heima. En nú þegar hefir orðið breyting. Sá tími, sem við verðum fjarri hvort öðru, fær annan lit. Þau orð, sem þú segir til konu þinnar i kvöld og ég til mannsins míns, verða önnur en þau, sem við sögðum i gær og fyrir viku. Allt er nú þegar orðið erfiðara. Ef maður- inn minn vill faðma mig og kona þín vill láta vel að þér, hvernig bregð- umst við þá við? Hversu lengi get ég talið honum trú um, að ég sé sú sama, bara dálitið þreytt og áhugalaus. Og hvað gerir þú? Á hvaða hátt verð þú þig gegn henni — og gegn þér sjálfum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.