Vikan - 26.05.1977, Blaðsíða 3
,.Mann langar bara til þess að
sparka boltanum œrlega einu sinni..
..skara framúr."
Stallone er fæddur i New York og
var algjörlega óþekktur þar til fyrir
nokkrum mánuðum, að „Rocky”
færði honum frægðina, bæði sem
leikara og rithöfundi.
Hver er þessi dökkhærði, þétt-
vaxni maður, sem líkist Rocky
Marciano og getur leikið ástarsenur
og hnefaleikasenur jöfnum hönd-
um? Áður hefur Stallone leikið í
myndinni „The Lords of Flat-
bush,” og ásamt Jack Lemmon lék
hann i myndinni „The Prisoner of
Second Avenue.” Hlutverkin í
þessum tveimur myndum voru
eiginlega það eina, sem hann hafði
gert á undan „Rocky.” Annað
getur vart talist honum til hróss.
Hann var lélegur nemandi og
hætti i menntaskóla, fór á flakk í
Evrópu, lék ó sviði í New York við
fremur litinn orðstír og reyndi að fá
kvikmyndahlutverk, en var rekinn,
vegna þess að hann hafði vöðva og
leit út eins og róni. Hann var, eins
og hann sagði sjálfur: „Innilokaður
í eintómri svartsýni.” Stallcne var
tvivegis rekinn úr dyravarðar-
stöðum við Translux og Baronet
leikhúsin i Manhattan — í annað
skiptið fyrir áflog við eigendurna og
i hitt skiptið fyrir að selja aðgöngu-
miða á ólöglegan hátt. Stallone var
samt aldrei af baki dottinn.
Rúmlega ári áður en þetta gerðist
hafði hann farið í ferðalag til
Evrópu „í leit að sjálfum mér, eins
og flestir gerðu á siðari hluta
sjöunda áratugsins. Eg sat á
Spánarströndum meðal sandkrabba
og þess háttar og reyndi að átta
mig á því, hver ég væri. Ég náði í
bakpokann minn, kveikti mér í
hálfreyktri sigarettu og sagði:
,, Þetta er ég! og svo flaug ég heim.' ’
Þegar hann kom aftur til New
York, segist hann hafa verið
„smám saman að sökkva dýpra og
dýpra í einskonar víti, þar sem leik-
hæfileikarnir voru metnir eftir
líkamsvexti — ég lék í hálfgerðum
nektarsýningum, og ég hefði leikið
franska kartöflu, ef þess hefði þurft.
Einn morguninn vaknaði ég, möl-
braut símann og hóf nýtt lif meðal
penna og blýanta.”
Stallone skrifaði átta handrit,
áður en honum tókst að selja
nokkurt verka sinna. Hið fyrsta var
„Rocky.” Hann telur þetta allt
byggt á hans eigin svartsýni, „sem
hjálpaði mér i gegnum fyrstu hand-
ritin. Þá leit ég í spegil og lagði
nokkrar spurningar fyrir sjálfan
mig: „Ertu að vinna? Nei. Seljast
handritin þín? Nei. Áttu einhverja
peninga í banka? Nei.” Þá endur-
skoðaði ég allar fyrri hugmyndir
mínar og byrjaði að nýju. Ég sá
fyrir mér mann, sem smám saman
vinnur á.”
„Það er nógu margt-í-heiminum,
sem endar á ræfilslegan hátt. Það
má vel vera að ég lifi i draumaheimi.
En „Rocky” var til úr þessum
draumum.
Þetta eru aðeins nokkrar augna-
bliks myndir af manni, sem hefur
notfært sér líf sitt til þess að skapa
eitthvað. Stallone skrifaði „Rocky”
á nokkrum vikum, en gaf sig allan
að því, án þess að eltast við þessi
venjulegu atriði, „eins og hinar
sjálfsögðu nektarsenur eða eltinga-
leik á bilum.”
lurinn holdi klæddur
21. TBL.VIKAN 3