Vikan - 26.05.1977, Blaðsíða 4
Sylvester Stallone og kona hans Sascha.
Hann hækkar röddina, og augun
tindra: „Kvikmyndir hafa misst
sjónar á hinni einu réttu vinsælda-
uppskrift, sem er: Fólk vill fá að
vita eitthvað um sjálft sig.”
„Allt er svo brjálæðislegt i dag,
því að fólk vill bara eyða og eyða.
Mann langar bara til þess að sparka
boltanum ærlega einu sinni. Mig
langar ekki til þess að fá Oscars-
verðlaun eða verða nefndur í
sambandi við þau. Ég vil bara skara
framúr.”
Viðbrögð gagnrýnenda gagnvart
myndinni voru Stallone mjög að
skapi, hann var auðsjáanlega
ánægður með að hafa gert meira en
að skara framúr i þetta skipti. Þótt
hann sé nú orðinn forstjóri, er hann
samt sem áður eins og utan af
götunni. Þetta hjálpaði honum í
„Rocky.” Hann brá ekkert af vana
sinum, þótt hann væri að Ieika. Það
sem bjargaði honum var kvik-
myndin „The Lords of Flatbush,”
en hún hafði jákvæð áhrif á
framleiðendurna, Robert Chartoff
og Irwin Winkler.
United Artists fyrirtækið vildi
samt ekki samþykkja, að Stallone
léki í myndinni. Það bauð honum
250.000 dollara fyrir kvikmynda-
réttinn. Annað fyrirtæki bauð
honum 275.000 dollara fyrir hann.
En Stallone, sem átti 106 dollara í
banka, barnshafandi eiginkonu og
leigði hjá manni, sem „hefði helst
viljað sjá mig hlekkjaðan,” heimt-
aði að fá að leika sjálfur.
„Enginn getur skrifað fyrir mig
einsogégsjálfur,” segirhann. „Ég
vissi, hvað ég var að gera. Ég
myr.di hata sjálfan mig nú, ef ég
hefði selt handritið. Ég var fús til
þess að leika fyrir ekkert, ef ég fengi
tækifæri.”
„Ég vildi fallegan skáldskap.
Bardaginn i lokin varð að vera
hafinn yfir allan sársauka. Ég æfði
nákvæmlega hvert atriði og hverja
hreyfingu í þessari fimmtán-lotu
keppni.”
Stallone og mótleikari hans Carl
Weathers, fyrrverandi hnefaleikari,
eyddu fjórum mánuðum hjá þjálf-
aranum Jimmy Gambina, og unnu
þrjár stundir á dag. „Ég sagði við
sjálfan mig: Þetta verður að vera
besta hnefaleikamynd allra tíma.”
Á meðan á kvikmyndatökunni
stóð, fingurbrotnaði Weathers og
Stallone rifbrotnaði.
Stallone, sem er ákafur hnefa-
leikaaðdáandi, hafði aldrei fyrr
komið nálægt sliku, að undanskildu
einu skipti í Genf, þar sem hann
reyndi að verja vinstúlku sína og
réðst á hnefaleikara, sem ferðaðist
um með hringleikahúsi. „Ég lét
gæjann heyra það óþvegið og gaf
honum utanundir. Hann }ét ekki
sitt eftir liggja, náði mér og veitti
mér ráðningu, sem ég gleymi
aldrei.”
Stallone er samþykkur þeim
samanburði, sem gerður hefur verið
á honum óg Marlon Brando — en
aðeins likamlega. „Brando er meira
hugsandi og lokaðri. Ég er það sem
ég segi.”
Fyrri reynsla Stallones í sam-
bandi við leiklist er fremur bág-
borin. í háskólanum í Miami var
honum neitað um inngöngu í Ieik-
listardeildina. „Ég komst að raun
um, að sumir geta bjargað sér eftir
fjögurra óra nám á framhaldsskóla,
án þess þó að hafa nokkra
hæfileika. í skólanum sá ég stjórn-
endur oft veita vonlausum einstakl-
ingum tækifæri, á meðan ég var
látinn sjá um ljós og leikmuni. Það
var hörmulegt — tveggja ára
kúgun. Þess vegna hætti ég, áður
en ég lauk prófi.”
Talia Shire, sem leikur hina
. ótrúlega feimnu afgreiðslustúlku,
segir um hlutverk sitt, „Það besta,
■ sem ég hef fengið.” Talia var
útnefnd til Oscarsverðlauna siðasta
ór fyrir Connie Corleone í „The
Godfather, Part II.” Hún lýsir
Stallone á eftirfarandi hátt: „Stór-
kostlegur í alla staði, ákaflega
næmur, og það er merkilegt, að
hann skuli vera rétt að byrja.”
Nú vinnur Stallone að öðru
handriti fyrir Universal Pictures, og
fjallar það um fégráðugan nútíma-
mann. Sú mynd á að heita „Líf-
vörðurinn.” Stallone skrifar hratt
og af ákafa. „Ef þú ætlar að skrifa,
þá verðurðu að ráðast á efnið. Ég
loka mig inni í herbergi eins og
fanga.”
Hann kallar „Rocky” einfaldlega
„hinn ameríska draum. Ég vil ekki
gera neitt lélegt. „Rocky” endar í
hámarki. Ég vil, að fólk lifi
jákvæðu lífi.”
Ef dæma má eftir vinsældum
myndarinnar, þar sem hún hefur
verið sýnd, eru áhorfendur jákvæðir
gagnvart myndinni. Raunar væri
réttast að segja, að almenningur
væri bæði jákvæður gagnvart
myndinni og leikaranum — það er
eins konar ást við fyrstu sýn.
Er áfengi meðal? Ar
Prófessor dr. med. Eric Jacob-
sen uppgötvaði árið 1945 efnið
ANTABUS með dr. pharm. Jens
G. Hald. í Danmörku er Eric
manna fróðastur um áfengi, og
hann hefur skrifað skemmtilega
og áhugaverða bók, sem heitir
„Umgengni við áfengi." í henni
segir hann meðal annars, að
áfengi tilheyri „Hjálparsveit lækn-
islyfjanna, og að áfengið fái menn
oft til að sjá hlutina í skýrara Ijósi.
Allir vita, að áfengi hefur áhrif á
heilann. Hvernig þau áhrif, eru
nákvæmlega veit enginn, en
reynslan sýnir,' að í smáurr)
skömmtum verkar áfengi hress-
andi og kætir — hugurinn fer á
flug. Stórir skammtar hafa niður-
drepandi áhrif á líkama og sál. Þá
er um að ræða ekta eitrun og verði
hún mikil hefur hún dauða í för
með sér. Yfirleitt lifa menn þaö
ekki af að tæma heila brenni-
vínsflösku viðstöðulaust.
Það er upplagt að nota áfengi
sem læknislyf við þreytu. Eitt eða
tvö glös fá menn til að slaka á. En
ef ekki er að gáð, er hætt við
misnotkun. Hvar eru mörkin? Það
er erfitt að segja, því að það er
eiginlega ómögulegt að gefa algilt
svar við því, hvað sé ofdrykkju-
maður. Það er margt fólk, sem
bragðar áfengi dag hvern, án þess
að hægt sé að saka það um að
vera ofdrykkjufólk. Maður, sem
stundar sína vinnu og fjölskyldu,
getur eftir minni skoðun ekki
kallast ofdrykkjumaður, þó hann
smakki vín daglega.
Áfengi hefur önnur áhrif en þau
sálrænu.
T. d. verður maginn fyrir
áhrifum, og meltingin. Það er
ástæðan fyrir því að fá sér glas
fyrir matinn, en hér skulum við þó
muna, að það er herslumunur
þarna yfir í nautnina af gæði
vínsins, frekar en að menn séu að
hugsa um meltinguna! En því er
þó ekki að neita, að sopi fyrir mat
getur verið ágætt ráð við lystar-
leysi, sem oft verður vart hjá eldra
fólki.
4VIKAN 21. TBL.