Vikan


Vikan - 26.05.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 26.05.1977, Blaðsíða 9
 — Hafið þér góðar bækur um endurholdgun? ★ ★ ★ — Ég kenni sjónvarpinu um þetta! — Vitið þér hvað klukkan er, maöur minn? — Ég var búinn að segja þér að fela hann, þangað til þau væru búin að bjóða okkur inn! I NÆSTU lflKU BERGLIND OG BJÖRN VIGNIR Islenskir sjónvarpsáhorfendur kvarta gjama hátt og í hljóði yfir því, sem þeim er boðið upp á, og gagnrýnastir eru þeir á íslenskt efni, þó þeir svo í leiðinni heimti sífellt meira af sliku. Á síðastliðnum vetri brá svo við, að þátturinn ,,Úr einu í annað” hlaut náð fyrir augum sjónvarpsáhorfenda. Berglindi Ásgeirsdóttur og Bimi Vigni Sigurpálssyni tókst að gera létta og skemmtilega, fjölbreytta og fróðlega þætti, sem nutu mikilla vinsælda. Vikan spjallar við Berglindi og Bjöm Vigni í næsta blaði. FLEIRA EN KNATT- SPYRNA Á AKRANESI 1 næsta blaði verður haldið áfram, sem frá var horfið að segja frá heimsókn Vikunnar til Akraness. Þorvaldur Þorvaldsson fræðslufulltrúi, sem í 27 ár hefur búið á Akranesi, fræðir okkur um sögu staðarins, og eftir þann lestur dylst engum, að bað er fleira en knattspyrna á Akranesi. Þá verður litið inn á Bókasafn Akraness, verksmiðjan Marmorex heimsótt, en hún er eitt af blómlegum einkafyrirtækjum heimamanna, og loks er spjallað við verslunareiganda á Akranesi. JAHN OHLSSON - EMIL í KATTHOLTI Hver man ekki Emil í Kattholti? Hann hreif hjörtu íslenskra barna, líkt og Lína Langsokkur gerði á sinum tíma. Þættirnir um Emil í Kattholti hafa náð geysi- vinsældum víða um heim, því að bæði börn og fullorðnir hafa gaman af uppátækjum hans. Það var Jahn Ohlson, sem lék þessa vinsælu persónu, og í næstu Viku segjum við ögn af honum Jahn, sem nú er orðinn 14 ára og farinn að líta stelpurnar hýru auga! PARÍSARPEYSA Við höfum rækilega orðið þess vör, að lesendum Vikunnar þykir fengur að prjónauppskriftum, og þeir biðja sífellt um meira. Þegar þessa laglegu peysu rak á fjörurnar, sáum við strax, að þarna var flík, sem bæði er fljótlegt og skemmtilegt að vinna, og ekki spillir, að samkvæmt upplýsingum frá París, eiga peysurnar einmitt að vera í þessum stil í sumar. Ykkur er óhætt að hugaað prjónunum, því uppskriftin birtist í næsta blaði. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar. afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320—35323. Pósthólf533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 21. TBL.VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.