Vikan


Vikan - 26.05.1977, Side 11

Vikan - 26.05.1977, Side 11
ARKITEKTANÁM Ágaeti öndvegismaður, kæri Póstur! Mig hefur lengi langað til að senda þérfáeinar Knur og geri þaö hér með. Birting á bréfinu er hreint alls ekki aðalatriöið, heldur er það svarið. En ef svo vill til, að þér finnist nauðsynlegra að svara öörum bréfum, nú, þá veröur það bara þannig. En ég ætla nú samt aö gera tilraun og segja frá því, sem mér liggur á hjarta. Ég hef alveg yfirdrifinn áhuga á arkitekta- námi, og þá langar mig að vita, hvar er hægt að stunda það, hvaða skilyröum það er bundið og hvað námstlmi er langur og er einhver hluti námsins erlendis? Það væri alveg áreiðanlega þakkarvert, ef þú gætir svarað þessum spurningum. Ef þú gefur þér tlma til að svara þeim, þá mundiröu kannski gefa þér tíma til að svara þessum, sem á eftir koma, en það skal tekiö fram að þær er alls ekki eins nauðsynlegar. En hér koma þær: Hvað lestu úr skriftinni? Hvaö heldurðu, að ég sé gömul (svona eftir skriftinni að dæma)? Að endingu óska ég þér góös gengis I framtlðihni og vona, aö þér líði vel. Vertu þá sæll að sinni. _. , , ,, Ein, sem hefur áhuga á arkitektúr. Undirbúningsmenntun fyrir nám / arkitektúr er menntaskóla- nám, en Islenskir arkitektar hafa aö mestu numiö I Noröurlöndun- um og / Þýskalandi, en einnig / Bretlandi og jafnvel vlðar. Leitaöu þér nánari upplýsinga hjá Arki- tektafélagi islands, Grensásvegi 11, sími 86510. Skriftin ber með sér, að þú sért mjög þolinmóð manneskja, sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Þú gætir verið svona 18-19 ára, eða jafnvel eldri. Þakka þér svo fyrir hlýjar kveðjur.. RÁÐNING Á KROSSGÁTUNUM Kæri Pósturl Það liggur við aö mig klígji stundum við að lesa sum, eða réttara sagt allflest, þeirra bréfa, sem þú færð. Þaö er af sem áður var, og fer ritfærni fslendinga stööugt aftur, svo aö ég tali nú ekki um hugmyndaflugið. Ég dáist alveg aö, hvað þú endist til að svara þessum bréfum. Þú hlýtur að vera frekar taugasterk og þolin- móð manneskja, svo ég segi nú ekki annaö. En hvað um þaö, það er best að koma sér að efninu. Ég ætla ekki aö biöja þig aö ráða fram úr ástamálum mínum, ætli ég reyni það ekki sjálf, heldur langar mig aö biöja þig að athuga, hvort ekki væri hægt að birta ráðningar krossgátanna, eins og var gert hér áður fyrr. Og í leiðinni langar mig að þakka ykkur fyrir allflest það efni, sem birtist ( Vikunni. Mér llkar mjög vel það fyrirkomulag, sem í henni er. Meö kærri kveöju, Gunný Já Gunný mínl Mikið lifandis ósköp varð ég feginn að fá eitt bréf, þar sem ekki er spurt: „ Hvað lestu úr skriftinni, hvað heldurðu, að ég sé gömul, hvernig eiga þetta og þetta merki saman..." Póstur- inn er nefnilega ekki alltaf svo afskaplega taugasterkurl En þakka þér nú samt fyrir álitið, það ;/• gott, aö einhver hefur trú á nér! Mikið er gott hjá þér að ráða fram úr ástamálunum sjá/f, það er illtaf best þannig. Hvað varðar beiöni þina um ráðningu á kross- gátunum höfum við orðið vör við, að fleiri en þú eru óánægðir með að fá ekki lausnirnar, eins og áður fyrr, og nú er í bígerð að taka þetta til vandlegrar íhugunar, ogmunað öllum líkindum, og vonandi, verða úr því sem fyrst, að þið fáið lausnirnar birtar. SVAR TIL FLÓKU: Farðu einfaldlega til piltsins og segðu honum, að þig langi til að endurnýja kunningskapinn, ef þú ert viss um, að hann elskar þig. Það, sem þú segir um dekrið á sjálfri þér, kemur vel heim og saman við áhugamissinn hjá þér. Ég stórefast nú samt um, aö pilturinn elski þig svona mikið, fyrst hann hefur ekki haft samband við þig. Bogmanns- stelpu og meyjarstrák er ekki spáð góðu sambandi, bogmannstelpan er alltof eigingjörn fyrir meyjar- ' strákinn, og /Ifsviðhorf þeirra eru gjöróllk. Þú gærir verið svona 17 ára, og skriftin er ágæt, en uppsetning bréfsins var svolitið Pennavinir fíósa Ko/brún Ástva/dsdóttir, Brekkugötu 38, Þingeyri, óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 12-13 ára. Erla Björg Ástvaldsdóttir, Brekkugötu 38, Þingeyri, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka 12-13 ára. 0“V vél r""1---------- ... reyndar sú ódýrasta á markaðinum í dag CANDY 132 er 5 kg þvottavél með 11 sjálfvirk þvottakerfi. Vinduhraði 400 snúningar á mínútu. Verðið aðeins kr. 106.000,00 Afborgunarskilmálar Sími 26788 ■— 21. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.