Vikan


Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 16

Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 16
— Málaralistin hefur átt sterk ítök í mér, siðan ég var krakki, og ég ætlaði að verða málari, þegar ég yrði stór. þegar Öðmenn hættu, mér fannst það mjög slæmt þá, en ég sá það síðar, að sá kafli var orðinn nógu langur, hafði veitt mér þann þroska, sem hægt var á því sviði. Annars er það ekki rétt, að ég vinni nú einn í tónlistinni. Tónlist er einmitt mjög krefjandi á sviði manniegra samskipta, hvort sem um er að ræða starf i hljómsveit eða við plötuútgáfu. Hljómsveitarstarf- ið minnir að vissu leyti á hjóna- band, og þar er góður andi og samstarfsvilji undirstöðuatriði. Plötuútgáfan er ennþá meira pen- ingaspursmál. Þar skiptir engu smámáli að ná saman góðum mönnum, og þar má ekkert út af bera, því hver timi i stúdíói er svo dýr. Maður getur lent í því að hafa fengið mann á eitthvert hljóðfærið og vinna svo með honum í marga klukkutima, án þess að fá út það, sem ætlunin var. Og þá stendur maður frammi fyrir þeirri spurn- ingu, hvort eigi að sætta sig við þessa útkomu eða byrja upp á nýtt með annan mann. Það er alveg ótrúlegt erfiði á bak við eina plötu. Eftir slíka törn er ágætt að snúa sér að málaralistinni, sem er gjörólíkt viðfangsefni. Þar er ekkert á miili þín og viðfangsefnisins annað en pensillinn. ÞAÐ VAR VEÐMÁL — Hvemig stóð á því, að þú fórst að mála? — Það var nú eiginlega veðmál. Vinkona mín var eitt sinn að gorta af því að eiga málverk eftir Kjarval oni skúffu hjá sér. Mér þótti það heldur ótrúlegt og lofaði að mála handa henni mynd, ef hún reyndist hafa sagt satt. Ég tapaði, og hún hætti ekki fyrr en ég hafði staðið við minn hluta veðmálsins. Síðan hef ég ekki getað hætt. Annars hefur málaralistin átt sterk ítök í mér frá því ég var krakki — og ég ætlaði að verða málari, þegar ég yrði stór. — Og tónlistin og málaralistin fara bara vel saman? — Ágætlega. Stundum geri ég allt í senn, mála mynd og sem lag og texta um leið. — Mig langaði einmitt til að vita, hvernig þú berð þig að við að semja. Kemur eitthvað yfir þig? Eða geturðu sagt við sjáifan þig: Nú ætla ég að semja? Og semurðu lag við ljóð eða ljóð við lag? — Það er nú allt til í þessu. En yfirleitt fæðast lagið og hugmynd að texta í einu. Og oftast kemur þetta bara yfir mig. Ég leik það þá og syng inn á band og geng svo á lagerinn eftir þörfum. AÐALLEGA SAMSKIPTI KYNJANNA — Hvað viltu segja með lögum þínum og ljóðum? Hver er til dæmis meiningin með „Mannlífi”? 16 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.