Vikan - 26.05.1977, Blaðsíða 19
Síðan sagði hún: ,,Nick, þeir sungu
eitthvað. Það var magister eitt-
hvað.”
„Magister tenebrarum,” tautaði
hann. ,,Myrkrahöfðinginn.”
Þau hrukku við, er eitthvert
þrusk heyrðist. Frá eikarstiganum í
horninu barst hljóð af hægu og
varfærnu fótataki. Fætur komu í
ljós.
„0, Launceton,” sagði Nick
kurteislega. „Fannstu það sem þú
varst að leita að?”
Caroline þekkti aftur prestinn
með þykku gleraugun, sem hafði
verið kvöldið áður í veitingahúsinu,
þar sem hún og Tony borðuðu.
Hann starði nærsýnum augunum
fram fyrir sig með höfuðið teygt
fram eins og á skjaldböku. Fyrir
ofan stífan, hvítan kragann var háls
hans grár og hrukkóttur, líkastur
gömlu leðri. Dökk fötin hans voru
glansandi af elli.
„Svo sannarlega, svo sannar-
lega,” tautaði hann. „Wycliffe
forðum daga.... mjög áhugaverð.
En það er ekkert verð á henni.”
Nick tók við bókinni og strauk
fingrunum varfærnislega eftir káp-
unni. „Tuttugu og fimm pund, er
ég hræddur um,” sagði hann.
„Þetta er gömul bók og í vandaðri
útgáfu.”
„Tuttugu og fimm pund. Ham-
ingjan sanna. Jæja, ég verð að bera
harm minn í hljóði.” Það var
þurrlegt bros á grannleitu hrukk-
óttu andlitinu. „Það var sagt á
fimmtándu öld, að prentlistin væri
verk kölska, og ég er hreint ekki
svo viss um, að það hafi verið svo
fráleitt hjá þeim....” Hann sneri
sér að Caroline. „Hvað haldið þér,
ha? Ég geri ráð fyrir, að ungar
stúlkur nú til dags trúi á kölska.?”
„Þær trúa á verk hans,” sagði
Caroline þurrlega.
Hást, ískrandi hljóð heyrðist úr
þessum skjaldbökuhálsi. Hún átt-
aði sig á, að hann var að hlæja. , ,Ég
er feginn að heyra það,” tautaði
gamli maðurinn. Hann gaut augun-
um á bókina, sem hún hélt á.
„Jahá, bók Campions um Haidans-
bury dómkirkjuna.” Hann teygði úr
hálsinum til þess að skoða teikn-
inguna i opinni bókinni. Það
glampaði á þykk gleraugun hans.
„Okkar frægu iðrunartákn. Getur
verið, að þér séuð ungfrú Hay? Jú,
ég hef á réttu að standa. Djákninn
minntist á yður. Ég vona, að
yður liki veran hér."
Þegar Launceton hafði borgað
bókina og var farinn, sagðist Nick
ætla að loka búðinni í klukkutíma,
þar sem hann þyrfti að sinna
nokkrum erindum úti i bæ og fylgja
henni til baka.
Hugsunin um iðrunartáknin var í
hugum þeirra beggja, er þau gengu
þögul hlið við hlið.
Loks sagði Nick: „Þetta er
fáránlegt, Caro. Ég veit, að það er
ekki Iíkt þér, en þú hlýtur að hafa
ímyndað þér þetta allt.”
„Já, það held ég lika.”
„Heyrðu annars, hefurðu séð
málverkið i kapellu Guillaume
ábóta?”
„Já, mér fannst það dálítið
óhugnanlegt. Ég geri ráð fyrir, að
það hafi verið Launceton, sem fann
það. Hann er sérfróður um sögur
miðalda kirkna, og honum tókst að
sannfæra yfirstjórn kirkjunnar um,
að líklegt væri, að málverk væri
falið undir veggklæðningunni.”
Veistu, að hann býr í næsta húsi
við djáknann?” spurði Nick.
„Nú, er það. Er hann giftur?”
'HANN hló. „Launceton giftur.
En sú hugmynd. Annars
gengu þær sögur reyndar, að
Launceton hefði haft áhuga á konu
djáknans, en djákninn orðið
hlutskarpari. En þetta var auðvitað
fyrir óralöngu.”
„En rómantískt.”
„Ég efast nú um, að þetta sé
satt. Ég get ekki imyndað mér, að
Launceton.hafi nokkurn tíma haft
áhuga á öðru en bókum. Hann er
bókasafnsfræðingur dómkirkjunn-
ar.”
„Já, það er staður, sem ég ætti
auðvitað að heimsækja.”
„Bókasafnið er ekki opið al-
menningi, enda þótt ég þvkist þess
fullviss, að þér yrði veitt undan-
þága. Þar er að finna mörg gömul
og dýrmæt handrit. Launceton
ætlar sér að skrifa doktorsritgerð
um þau. Hann er afar snjall maður.
Hann lenti í einhverju vafasömu
einhvern tima, annars hefði hann
verið orðinn biskup, eða að minnsta
kosti frægur vísindamaður.”
Þau voru komin að klaustur-
garðinum. „Jæja,” sagði Nick, „þú
kemur í kvöld, Caro, er það ekki?"
Allt i einu var hún treg til að
yfirgefa hann. Hún fann til
undarlegrar óþægindatilfinningar.
jafnvel hræðslu. Bæði vegna sín og
Nicks og einnig af öðrum orsökum.
Ef henni skjátlaðist ekki. þá var
eitthvað mjög undarlegt á seyði í
Haidansbury, þessari kyrrlátu,
gömlu borg.
Caroline vandaði val sitt á
klæðnaði fyrir kvöldverðinn með
Nick og Laurel. Hún valdi mjög
látlausan kjól, en einkar fallegan i
sniðinu, dökkbláan á lit, sem undir-
strikaði bláan lit augna hennar og
ljóst hörund hennar. Henni leið
betur, ef hún leit vel út — og í kvöld
þurfti hún á öllu sínu sjálfstrausti
að halda.
Laurel var klók — djúpstæður
ótti hennar við að missa það örvggi,
sem Nick veitti henni, gerði það að
verkum, að hún var einkar nösk við
að finna veikar hliðar Caroline og
lagin við að særa hana. Æskúár
21. TBL.VIKAN 19