Vikan


Vikan - 26.05.1977, Síða 41

Vikan - 26.05.1977, Síða 41
vera námuverkamaður, vinna karl- mannsverk og allt það. Hinar erfiðu, hættulegu aðstæð- ur niðri i námunni tengja mennina, sem þar vinna, traustum böndum. En fólk snýr baki við þeim, sem vinna fjárfúlgur, og Keith missti alla félaga sína. Hann reyndi að kaupa þá aftur, reyndi að kaupa vináttu þeirra. En það var engin raunveruleg vinátta lengur. Og það hafði í rauninni mjög mikil áhrif á hann. Hann komst aldrei yfir það og þessvegna sneri hann sér að drykkjunni. Ég var mjög óhamingjusöm og hrædd, vegna þess að við fengum enn símhringingar og ógnandi bréf frá nafnlausu fólki, sem eitraði lif okkar. Ég var yfirleitt alein í stóra húsinu okkar á nóttunni, og mér leið illa. Keith sagði við mig: ,,Ég elska þig Goldie, ég elska þig. Ég myndi aldrei gera þér neitt rangt til.” En i rúminu gerðist ekkert. Við stöðuga drykkju dvínar áhugi á kynlífi, og það mikilvægasta í hjónabandi er gott kynlíf. Ástalíf okkar var í rauninni ekkert. Ég grét yfirleitt mikið, þegar Keith var ekki heima, en ég talaði aldrei um það við hann. Ég hugsaði með mér, að ef hann gerði sér ekki grein fyrir þessu sjálfur, yrði það hvort sem væri til einskis. Maður verður að koma vitinu fyrir sig sjálfur, eitthvað brestur innvortis; og loks kom að því hjá Keith. Það gerðist eftir að við höfðum verið i Wales hjá Frank frænda hans, sem var hættur að vinna og helgaði sig garðyrkju og ól upp kanarífugla. Hann var góður, gamall maður, og við urðum stórhrifin, þegar hann spurði, hvort hann mætti dvelja hjá okkur. Frank kom með tvo kanarífugla með sér, og Keith varð mjög áhugasamur og langaði sjálfan að fara að ala upp slíka fugla. Hann keypti líka gróðurhús og fór að rækta tómata. Hann hætti að fara út, og hann hætti að drekka. ÉG GET EKKI ÚTSKÝRT ÞAÐ - ÉG VISSI, AÐ EITTHVAÐ VAR AÐ. Þetta var yndislegt timabil, og við endurheimtum ást okkar og hið nána samband, sem ríkt hafði á nnilli okkar áður. Við gengum um garðinn hönd í hönd, og hann ryksugaði fyrir mig og hitaði te handa mér. Kynlíf okkar var feglulega gott, því við vorum að bæta upp kuldann og aðskilnaðinn síðustu mánuði. Við áttum saman sex yndislega mánuði, sem reyndust vera þeir síðustu í lífi Keiths. Hann fórst í bílslysi í Jagúarbílnum sínum á heimleið frá Wetherby, þar sem hann hafði verið að kaupa þrjú folöld handa börnunum. Ég hafði farið til Sheffield að sækja móður Keiths, því afi hans var að deyja á sjúkrahúsi þar. Keith vildi, að ég færi til Wetherby með sér, og ég varð að gera upp á milli hans og móður hans. Að lokum sagði hann: ,,Það er sennilega betra, að þú farir og sækir mömmu. Frank frændi fer með mér i staðinn. Við hittumst, þegar þú kemur heim.” Ég ók til sjúkrahússins i Sheffield á nýja bláa Chevroletinum mínum. Ég get ekki útskýrt það, en á heimleiðinni leið mér eitthvað einkennilega. Veðrið var mjög slæmt, það var hífandi rok, svo það þurfti að aka gætilega. Ég var fyrir aftan Minibíl, sem jók skyndilega ferðina. Ég hélt, að hann væri að fara fram úr mótorhjóli, svo ég jók einnig hraðann, en það var þá ekki hjól, eins og ég hafði haldið, heldur bíll með einu ljósi. Ég ók aftan á Minibílinn. Við fórum á lögreglustöðina í Barnsley til að gefa skýrslu um áreksturinn. Ég botnaði ekki neitt í neinu. Lögreglumennirnir voru svo almennilegir við mig, þeir spurðu ekkert um áreksturinn, aðeins hvort allt væri í lagi með mig. Þeir gáfu mér tebolla og sögðu mér siðan að aka rakleiðis heim og kveikja ekki á útvarpinu á leiðinni. Aðaláhyggjuefni mitt var, hvað Keith mundi segja um skemmdina á bilnum — framhliðin var öll klesst inn, og glerbrot voru inni í bílnum. KLUBBUR M l vium F3ÖR. 3 FKnm? #i 5? Viltu fjör í fríinu. Allt ungt fólk á þess kost að gerast meðlimir í Klúbb 32, sem er ferða- og skemmtiklúbbur ungs fólks. Starfar í samvinnu við hliðstæðar stofnanir erlendis. Meðlimir fá af- slátt í verslunum heima og erlendis, geta tekið þátt í dansleikjum og hljómleikum fyrir meðlimi á vetuma og fengið 10 þús. króna afslátt í sól- arlandaferðum þar sem dvalið er á hótelum þar sem eingöngu ungt fólk býr, eins og Hotel 33 á Mallorca. Vinsælar íslenskar hljómsveitir eins og Cabarett og Paradís skemmta Brottfarardagar i 1, 2, 3 og 4 vikna ferðir. Mallorca og Costa Brava alla sunnudaga Costa del sol alla laugardaga. Margar ferðir til Kanarieyja i vetur. Aðeins fyrir þá sem vilja fjör í fríinu. Þér getið gerst meðlimur með því að koma, hringja eða skrifa Klúbb 32, c|o Ferðaskrifstofunni Sunnu Lækjargötu 2, Reykjavík. FERÐAKLUBBUR UNGA FÖLKSINS 21. TBL.VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.