Vikan


Vikan - 09.06.1977, Qupperneq 3

Vikan - 09.06.1977, Qupperneq 3
javík gæti veriö hverfum Sidney sér siðan að hljómsveitinni, því hann er jafnframt stjórnandi henn- ar. Warwick spilar á gítar og byrjar á fjörugu disco-lagi ásamt hljóm- sveitinni, um leið og Heathermae dansar inn með eggjandi mjaðma- sveiflum og byrjar að syngja. Hún hefur svo sannarlega góða rödd, enda eru undirtektir áhorfenda ekki af lakara taginu. Hvert lagið rekur annað, og ýmist syngur Heather- mae ein eða ásamt Warwick. Hún fer sérstaklega vel með lagið ,,You Are The Sunshine of My Life” eftir Stevie Wonder, og syrpa af lögum eftir Elton John, sem þau syngja miður”, segir Warwick stundum. Áður en við hófum að skemmta saman, var ég ein, og Warwick spilaði í hljómsveit. Svo hætti hljómsveitin, sem hann var i, og mig vantaði eiginlega hjálparmann, útsetjara og hljómsveitarstjóra og spurði, hvort hann vildi slá til. eitt BÚUM 1 FERÐATÖSKUM Blm: Eruð þið innfæddir ástralíu- búar? Heathermae: Já, við erum fædd í Queensland, sem er í hitabeltinu, en seinna fluttum við til Sidney og bjuggum þar. í Sidney höfðum við eiginlega náð eins langt og hægt er í tónlistarbransanum, og þess vegna fórum við til Hollands. Warwick: Það er ekki þar með sagt, að tónlistarþróun i Ástralíu standi hinni evrópsku að baki. Það bæði, er mjög góð. Áður en varir er atriði þeirra lokið, og þau hverfa af sviðinu við mikil fagnaðarlæti áhorfenda, en það er víst engin leið að fá skemmtikrafta til þess að syngja aukalög. Okkur leikur forvitni á að kynnast þessum hæfileikamiklu systkinum nánar, og það er auðsótt mál. Reading systkinin ,,ÞVÍ MIÐUR”, SEGIR WARWICK STUNDUM Blm: Hvers vegna komuð þið til íslands? Warwick: Við komum hingað, vegna þess að Wilma systir okkar hafði verið hér og líkað mjög vel. Að undanförnu höfum við haft mikið að gera, og þetta er bæði tilbreyting og hvild fyrir okkur. Við vorum t.d. með 93 ,,show” i janúarmánuði, og frá miðjum nóvember til marsloka skemmtum við á hverju kvöldi víðsvegar um Evrópu. Blm: Skemmtið þið alltaf saman? Heathermae: Já, alltaf. ,,Því Hann samþykkti, og við fórum i þriggja vikna reynsluferð, sem tókst ágætlega. Mér hafði alltaf fundist erfitt að vera einsömul vegna hljómsveitanna, því við notum alltaf þær hljómsveitir, sem eru til staðar, þar sem við skemmtum. Ef hljómsveitin er góð, þá er allt í lagi, en sé hún vond, er hins vegar allt ómögulegt. Við lentum t.d. á alveg hræðilegri italskri hljómsveit í Hollandi og þurftum að æfa með henni í tíu daga fyrir tvö tuttugu mínútna ,,show”. 23. TBL.VIKAN3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.