Vikan


Vikan - 09.06.1977, Síða 5

Vikan - 09.06.1977, Síða 5
fara margir listamenn frá Ástralíu til Bandarikjanna, bæði til þess að afla sér menntunar og til þess að skemmta þar. Við fáum einnig mikið af sjónvarpsefni frá Banda- rikjunum. Blm: Hafið þið lært söng? Warwick: Nei, það er nú varla hægt að segja það. Að vísu lærði Heathermae um tíma, en hún notar nú sína eigin tækni. Heathermae er mjög sérstæð söngkona, og ég liki henni ekki við neina aðra slíka. Það er einmitt þess vegna, sem við fáum svo mörg tækifæri í Hollandi. Blm: Er erfitt að ferðast svona um og skemmta eins og þið gerið? Hearhermae: Já, það má segja, að við búum í ferðatöskum. Ég geri varla annað en að taka uppúr töskum og setja niður í þær aftur milli þess sem við erum að skemmta. Skiljanlega þarf ég að ferðast með mikið af fötum til þess að koma fram i. Það tilheyrir starfinu. í Sidney höfðum við eigin íbúð, áttum bíl og höfðum allt til alls. Nú erum við hins vegar á eilifu spani og höfum aldrei tíma til þess að sinna venjulegum hlutum. HÖFUM FÖRNAÐ SVO MIKLU Blm: Eruð þið aldrei þreytt á þessu líferni og langar til þess að gefa þetta upp á bátinn? Heathermae: Jú, það erum við svo sannarlega, en það er ekki svo auðvelt að hætta, þegar maður er einu sinni byrjaður. Þetta er okkur eðlislægt, og við höfum fórnað svo miklu fyrir þetta. En erfiðleikarnir eru óteljandi. Það er t.d. ákaflega erfitt að eignast vini, því maður hefur engan tima til þess að sinn þeim. Warwick: Eins væri erfitt að stofna fjölskyldu. Hún yrði vist bara að sjá um sig sjálf. Þetta er eins og fikniefni. öll spennan, sem fylgir þessu, gerir það að verkum. Það myndast einhver ósýnileg tengsl milli okkar og þeirra, sem við skemmtum. Þegar svo er, gleymir maður öllum erfiðleikunum að baki þessu. Þá líður manni vel. Bim: Hafa verið gefnar út plötur með ykkur? Heathermae: Það kom út lítil plata með okkur í Hollandi á siðasta ári, og önnur er væntanleg um þessar mundir. Næst ætlum við að taka upp breiðskifu, og þá mun Warwick syngja meira en hann hefur gert til þessa. HREINA LOFTIÐ YNDISLEGT Blm: Hvaða áhrif hafa Island og íslendingar haft á ykkur? Hvernig er að skemmta hér? fara á hestbak hérna, og það hafði ég ekki gert áður. VANTAR BJÓRKRÁR Warwick: Mér finnst vanta bjórkrár hérna. Það er nauðsynlegt að hafa þær. I Ástralíu er mikið af krám og lika alls kyns klúbbum. Það eru allir í einhverjum klúbbum og félagsleg tengsl eru öflug. Mér þótti líka skrítið þegar ég kom til Hollands, að þar skyldi bjór vera Heathermae: Okkur líkar alveg ljómandi vel hérna. Reykjavík gæti alveg verið eitt af úthverfum Sidney. Mér finnst hreina loftið yndislegt, og það er skritið, að við borðum miklu meira en við erum vön vegna þess. Það er mjög gott að skemmta fólkinu hérna. Við finnum svo vel, hvort því líkar vel eða illa, það sem við erum að flytja. Við fengum lika tækifæri til þess að taka þátt i jasskvöldi hérna, og það var reglulega ánægjulegt. Ekki má ég heldur gleyma snjónum, hann er stórkostlegur. Við höfðum aldrei séð snjó fyrr en við komum til Amsterdam. Þar kom örlítill snjór einn daginn, og allir, sem vettlingi gátu valdið, fóru út. Við reyndum rneira að segja að fara i snjókast, en það var ekki hægt. Ég fékk líka að ,,Don’t Go Breakin’ My Heart”... tiu sinnum dýrari, ef maður keypti hann á skemmtistað. 1 Ástralíu er nefnilega mjög ódýrt að skemmta sér. Þar er hægt að fara inn ó skemmtistað, kaupa sér eitt glas af bjór og sjá mörg skemmtiatriði, ón þess að borga neitt aukalega. Blam: Hvað þarf maður að gera til þess að verða frægur? Warwick: Ja, hvað skal segja? I fyrsta lagi verður maður að vera góður. Maður þarf að vera öðruvisi en aðrir, vinna mikið og vera metnaðargjarn. Það skiptir líka máli að hafa góð sambönd, umboðs- mann. Annars er þetta heppni. Ég held, að það séu bara örlögin, sem ráða þessu. VIÐ ALLRA HÆFI Blm: Þið flytjið margar tegundir tónlistar. Hvað finnst ykkur skemmtiiegast að flytja? Heathermae: Það fer eftir hljóm- sveitinni, sem spilar undir hjá okkur. Ef við vinnum með jass- hljómsveit, er skemmtilegast að flytja jass, með rokkhljómsveit rokk o.s. frv. Við reynum að vera með tónlist, sem fólk hefur gaman af að heyra. Warwick: Já, við viljum flytja sem fjölbreyttasta tónlist til þess að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Þær hljómsveitir, sem við höfum unnið með, hafa yfirleitt haft andstyggð á mér. Ég er svo frekur. Ég vil ekki heyra nein mistök, en við vorum heppin með tónlistarmennina hérna. Þeir eru góðir, og við þurftum ekki að æfa nema eitt kvöld með þeim. Blm: Hvert er för ykkar heitið, þegar þið farið héðan? Heathermae: Við förum til London, þar sem við ætlum að dvelja hjá Wilmu í nokkra daga. Á eftir förum við til Hollands og svo beint til Þýskalands, en þar verðum við líklega í einn mánuð. Við vonumst til þess að geta farið heim til Ástraliu um jólaleytið. og á næsta óri förum við ef til vill til Bandaríkjanna. Blm: Hvenær komið þið aftur til íslands? Heathermae: Vonandi sem fyrst. Warwick: Við viljum gjarna koma hingað aftur. þegar tækifæri gefst. A.Á.S. Sigtún 3 - simi 86255 [aUantisJ spred - bara spred 23. TBL.VIKAN5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.