Vikan - 09.06.1977, Page 10
PÓSTIJRIM
FÓSTURNÁM
Kæri Póstur,
Ég vil byrja á því að þakka þér
fyrir allt gamalt og gott í Vikunni,
og þá sérstaklega fyrir framhalds-
söguna „Hættulegur grunur",
sem mér finnst mjög skemmtileg.
Ég ætla mér ekki að ræða við þig
um mín ástarvandamál, ég reyni
nú að ráða fram úr þeim sjálf. Það
sem mig langar að spyrja þig um,
er í sambandi við fósturnám. Ég
hef alveg sérstaklega mikinn
áhuga á því námi, og ég vona
bara, að þú getir svarað þessum
spurningum. Hvað þarf ég að læra
til að verða fóstra? Hvað er það
langt nám? Er það eingöngu
bóklegt? Jæja, ég vona, að þú
getir upplýst mig sem mest um
þetta nám, því ég veit ekki neitt í
sambandi við það. Og svo kemur
þetta venjulega: Hvernig er skrift-
in og stafsetningin, og hvað lestu
úr hvoru tveggja? Hvað heldurðu,
að ég sé gömul?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna, Ha||a
/ 12. tbl. Vikunnar, sem kom út
24. mars s.l. var einmitt spurt um
þetta nám, og þá benti ég
viðkomandi að hringja i Fóstur-
skólann í síma 83866. Þar færðu
allar þær upplýsingar, sem þig
fýsir. En þú'þarft að vera orðin 18
ára ti/ að komast í námið. Skriftin
og stafsetningin er hvorttveggja
óaðfinnanlegt, og úr skriftinni má
/esa mikla einbeittni og skynsam-
legt hugarfar. Ætli þú sért ekki
svona 17 ára.
Pósturinn fékk þær upplýsingar
hjá Iþróttakennaraskó/anum, að
æskilegt sé að nemandi hafi
stúdentspróf eða 6. bekkjar próf
úr Lindargötuskóla. Námið tekur 2
ár og var kostnaður í vetur milli
600-700.000 kr. Allar nánari upp-
lýsingar getið þið fengið á
skrifstofu Íþró ttakennaraskólans
sími (99) 6114. Fiskastrákurinn
getur ruglað Ijónsstelpu i ríminu,
en henni finnst það bara gaman,
þannig að sambandið ætti að geta
orðið ágætt. Ég get nú engan
veginn séð neinn greinarmun á
skriftinni, en úr henni má lesa
mik/a öryggistilfinningu og sjá/fs-
stjórn. Þið eruð jafngamiar. Það
var ein stafsetningarvilla í bréfinu
og tvær ,,fljótfærnisvil/ur". Svo
þurfið þið ekki ,,að vita spurning-
arnar, " heldur þurfið þið að vita
svarið...
— Ég held það sé best að taka niður þennan matseðil, ég er orðinn
þreyttur á að sjá menn fölna svona upp!
10VIKAN 23. TBL.
ÍÞRÓTTAKENNARANÁM
Kæri Póstur!
Við erum hérna tvær sem
höfum mikinn áhuga á íþrótta-
kennslu.
1. Þarf maður að hafa stúdents-
próf til þess að komast í iþrótta-
kennaraskólann?
2. Hvað tekur það mörg ár að
verða íþróttakennari?
3. Er dýrt að verða íþrótta-
kennari?
4. Hvernig fara Ijón (stelpa) og
fiskarnir (strákur) saman? Hvað
lestu úr skriftinni hjá þeirri sem
skrifaði fyrstu spurninguna? Hvað
lestu úr minni skrift? Hvað
heldurðu að við séum gamlar? Eru
margar safsetningarvillur? Við
vonum að þetta bréf lendi ekki I
ruslakörfunni því við þurfum alveg
endilega að vita þessar spurning-
ar. Bæ, bæ.
Brynja og Sigrún, Sigló.
BUGSY MALONE
Kæri Póstur!
Ég er 13 ára og ég hef mikinn
áhuga á Jodie Foster sem lék I
myndinni „Bugsy Malone" og í
„Pappírstungl" sem var í sjón-
varpinu. Mig langar að fá upplýs-
ingar um hana. Hvar hún á heima,
í hvaða landi, hvað hún er gömul,
hvenær hún á afmæli, hvernig
augu hennar eru lit og að lokum
hvaða áhugamál hún hefur.
Ein af mörgum aðdáendum.
Fleldur er Póstinum nú svarafátt
núna. Hann týndi nefniiega stór-
merkilegri grein um Jodie Foster,
svo að þær upplýsingar sem þú
færð hér eru a/ls ekki öruggar:
Jodie mun vera u.þ.b. 17 ára
gömul, b/áeygð og býr í Banda-
ríkjunum. — Annars ætlar Póstur-
inn nú að gera ítar/ega leit að
greininni og reyna aö koma henni
í Vikuna innan skamms.